Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Enn ein tilraunin ....

Jæja .. þetta er enn ein tilraunin til að koma inn einhverju hér á bæ. Að sjálfsögðu finnst manni hver færslan betri þegar þær neita að publisherast og verður ofsa pirraður á þessu öllu saman. Ég nenni að sjálfsögðu ekki að skrifa tvisvar í röð um sama hlutinn svo að þið eruð búin að fara á mis við ýmsar upplýsingar.

JÁ ALLT ÞESSARI FOCK&%# MACHINTOSHTÖLVU AÐ KENNA!!! oooohhhh ég bara skil ekki hvernig sumum datt í hug að kaupa eitthvað annað en PC á sínum tíma!!! En nú er ég húsbóndinn svo að næst verður enginn Makkari og ekkert múður með það ;)

Annars ágæt hérna í sófanum. ER öll að koma til af viskíröddinni sem var afleiðing af kvefi og hálsbólgu. Gerði eitt og annað mér til dundurs en aðallega átti ég góðar stundir með Hallbjörgu. Betri helmingurinn minn var að túra með hljómsveitinni sinni og ákvað ég að skella mér með þeim á eitt gigg - ala Hvammstangi. Fékk Heimi bróður og Helgu Gests til að veita mér kompaní :) Fannst BARA GAMAN að koma þangað aftur, varla að ég hafi komið þangað síðan ég átti heima þar sumur tvö. Hitti alveg voðalega marga eitthvað sem ég hef ekki hitt í óra tíma og hellings uppfærslur á lífum fólks í gangi.

Til vitnis um það var spurning kvöldsins án efa "er Óli Ben ekki hérna með þér" og ég sem varð ekkert nema vandræðaleg ansaði "þessi spurning hefði talist eðlileg fyrir 5 árum síðan".

Já það er nefnilega þannig að stundum heldur maður að maður fylgist með fólki og viti nokkurn veginn hvað er í gangi en svo líða óvart dagarnir, mánuðir og ár og já ... segir sig sjálft að maður hefur ekki grænan Guðmund um gang mála.

Frekar skrítin helgi framundan. Ég er að kenna dönsku á föstudaginn frá kl.15.40-18.10 og svo aftur aðfaranótt laugadags frá kl.03.10-05.40. Ég á eftir að sjá hvernig mér gengur að halda mér í dönskustuði - hef reyndar ársreynslu af þessu en hell no ég var ekki á svona skrítnum tíma þá.

Jæja ... hér er sól og blíða og ókosturinn við það er að þá sér maður rykmaurana sem fjölga sér hraðar en andskotinn. Best að gera eitthvað í þessu máli ....

5 Comments:

  • Sú sem spurði þig um Óla var líka alveg miður sín á eftir!!!

    En gaman að sjá þig. Þótt við töluðum lítið sem ekkert saman...

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:43 e.h.  

  • 10. bekkjar marþon dauðans, liggur í augum uppi að þetta verður glimmer - okkar maraþon hér í denn var nú bara TÆR snilld...

    AnYwaYs.. hafðu það gott ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:22 e.h.  

  • takk fyrir síðast, rosalega gaman að hitta ykkur Helgu.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:55 f.h.  

  • @Erna Sif - æ æ .. þetta var nú bara fyndið, ekkert til að vera miður sín yfir :) Vona að hún sé búin að jafna sig á þessu!! En já það var gaman að sjá þig .. en leiðinlegt að við spjölluðum ekkert. Ég varð hálf feimin svei mér þá :) Bætum úr þessu næst!!

    @Thelma - æææææ er ekki að nenna að standa í þessu núna. EN THANKS og sömuleiðis hafðu það gott ;)

    @Kolla - takk sömuleiðis Kolla mín. Manstu nokkuð það sem við vorum að ræða - spurning um að kýla á það ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:47 e.h.  

  • Já við verðum að gera það! Svei mér þá ég var líka eithvað feimin;´)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home