Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, apríl 24, 2006

Gaman að öllu svona ;)

1. Aldrei í lífi mínu: mun ég fara í lyftu. NEVER EVER!!
2. Þegar ég var fimm ára: eignaðist ég lítinn bróður og var doldið ringluð nóttina sem hann fæddist því ég vaknaði upp annars staðar en heima hjá mér. Þessa nótt fékk ég sár á löppina sem síðar varð að öri og mér "þykir alltaf vænt um" það sem nokkurs konar tákn um Heimi ...
3. Menntaskóla árin voru: ágæt á margan hátt en samt margt sem ég myndi gera öðruvísi ef ég færi aftur í gegnum þau ..
4. Ég hitti einu sinni: Juliu Styles .. já eða meira stóð með henni í röð en miklu meira cool að segja að ég hafi hitt hana ;)
5. Einu sinni þegar ég var á bar: ásamt nokkrum vinkonum hitti ég Geir Ólafs og djíses kræst .. gæti ælt yfir egóstælunum í honum ... jakk. Hélt að við myndum allar falla skítflatar fyrir honum ...
6. Síðastliðna nótt: kúrði ég hjá manninum sem ég elska út af lífinu ...
7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: verð ég að spila í brúðkaupi í Lágafellskirkju ásamt Jonna
8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: ehemm ... fullt af möppum og bókum sem veitti ekki af að raða betur
9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: svoooo margt, t.d. tvær tölvur, prentara, skanna, skrifborðsstóla ...
10.Þegar ég verð gömul: verður gaman (ef heilsan lofar) því mér finnst svo margt sem gamla fólkið gerir skemmtilegt .. :) Þá mun ég spila spil, föndra, ferðast, arka um minigolfvöllinn og fá mér í aðra tána þess á milli ...
11. Um þetta leyti á næsta ári: á ég mér þá ósk heitasta að vera jafn hamingjusöm og ég er í dag og sennilega engar stórvægilegar breytingar aðrar en að ég verð ef að líkum lætur útí Tónó á þessum tíma dags en ekki hérna í skólanum ..
12. Betra nafn fyrir mig væri: tjah .. ég er mjög sátt bara við mitt skírnarnafn ...
13. Ég á erfitt með að skilja: svooo margtt ... að ég nenni ekki út í alla þá sálma hér.
14. Þú veist mér líkar vel við þig ef: þú kemur fram eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
15. Fyrsta manneskjan til að eignast barn í þínum vinahóp væri: Humm .. doldið margir búnir að afreka það, en Kidda var klárlega fyrst, og Þórdís verður næst.
16. Uppáhalds morgunmaturinn minn er: Ég vildi óska að ég væri nógu öguð til að vakna nógu snemma til að elda mér hafragraut á morgnana. Koma tímar - koma ráð.
17. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup ef: ég elskaði ekki minn tilvonandi.. en maður væri væntanlega búin að fatta það áður en til brúðkaups kæmi svo það þyrfti ansi mikið til að stoppa það.
18. Heimurinn mætti alveg vera án: - hvar á ég að byrja.. stríðs, fátæktar .... æi svo ofboðslega margt.
19. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: aaahhh erfitt að segja ..
20. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: svo æði margt ...
21. Ef ég geri eitthvað vel, er það: ég reyni nú held ég alltaf að gera vel en það má auðvitað alltaf gera betur ..
22. Myndir sem þú fellir tár yfir eru: ææ það geta verið margar!! Fer eftir stemningunni .. þarf oft voða lítið til að stelpan felli tár.

10 Comments:

  • Gaman af lesa þetta :-) Við erum báðar í þeim hópi að eiga auðvelt með að fella tár.....

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:56 e.h.  

  • Þú veist að ég er fyrst með allt :) er það ekki rétt hjá mér ? Alla vega þegar kom að barneignum :) Get nú nefnt annað dæmi en lætum það vera (en það er samt ekkert dónó sko)
    spurning hvað ég á að gera næst :)


    Kidda

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:26 e.h.  

  • Mér finnst svo ótrúlegt hvað þú ert orðin gömul ..nei nei þú ert ekkert gömul ég átti ekki við það.Það er bara svo stutt síðan þið systkinin voruð svo lítil. Það er nú annars gott hvað þið eruð góð hvort við annað.
    Þetta fer að verða svolíti djúpt er ég farin að kafa..
    Kv mamma

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:55 e.h.  

  • @Helga - hehe .. erum þessar mjúku manneskjur :-D en annars gott að e-r hafa gaman af :)

    @Kidda - heyrðu heyrðu .. það þýðir ekkert að kasta e-u svona fram og segja svo ekkert meira :) TELL ME - TELL ME .. hehe .. en já það var sko erfitt að toppa þinn tíma á barneign .. hehe

    @Mamma - ehemm .. ef þú segir að ég sé orðin gömul þá ertu komin á hálan ís með þinn aldur ;) En jamm .. við getum verið góð svona þegar Heimir er ekki að leika sér að því að æsa systur sína upp því hann kann svo nákvæmlega lagið á því og finnst það stundum lúmskt gaman :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:17 e.h.  

  • Gaman að lesa þetta, snilld ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:26 f.h.  

  • Ertu með lyftufóbíu? Einhver sérstök ástæða fyrir því? Lokaðistu kannski inni í lyftu þegar þú varst þriggja ára? :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:29 f.h.  

  • @Thelma - Sama og ég sagði við Helgu .. gott að einhverjir hafa gaman af :)

    @Arnar - Tjah .. ekkert endilega eingöngu lyftur - bara innilokunarkennd.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:34 f.h.  

  • Þá ertu með svokallaðan "innilokara" eins og Pétur Kristjáns kallaði þetta :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:02 e.h.  

  • Stal þessu af þér sæta mín - vona að það sé í lagi glimmer frú Hugrún Sif.. ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:05 e.h.  

  • @Arnar - tjah eitthvað er það án þess að ég fari út í brjálaða sjúkdómsgreiningu hérna :)Löng saga á bak við það hvaða aðstæður ég höndla og hvaða ekki. Í stuttu máli sagt þá er ég samt hin rólegasta ef ég er nálægt glugga ..

    @Thelma - Ekki málið í kálið :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home