Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, apríl 10, 2006

Góðan daginn!!

Góðan daginn gott fólk. Í dag er mánudagurinn 10. apríl og klukkan er 08.34. Ég er búin að hengja upp og setja í þvottavéla og hvað er svona undarlegt við það? Jú ÞETTA ER FYRSTI DAGURINN Í PÁSKAFRÍINU MÍNU og hvern fjandann er ég nú að gera vakandi.

Annað hvort er ég orðin svona gömul (sem er gjörsamlega út úr korti) eða það er birtan (sem hefur ekki stoppað mig hingað til) já eða sakna þess svo að vera ekki að kenna eins og ég ætti að öllu jöfnu að gera á mánudagsmorgni (humm nei mjög gott að fá frí af og til) og þá er ég að verða uppiskroppa með útskýringar. Kemur í ljós hvað gerist í fyrramálið.

Átti annars voðalega rólega og notalega helgi heima í faðmi fjölskyldunnar. Prjónaði alveg helling, því nú á sko að taka á því (.... síðan hvenær er að prjóna flokkað undir að taka á því) OMG ég veit ekki hvað er hlaupið í mig.

En allavega - ég er einhver mesti sérfræðingur í að byrja að prjóna hitt og þetta og svo dettur mér eitthvað annað í hug á já já þá er hitt bara sett á hold í svona 2-3 ár eða bara aldrei klárað. Mig langar SVO MIKIÐ í aðra lopapeysu og þótt amma sé svona 365 sinnum fljótari að gera hana en ég, þá ætla ég fjandakornið að þrjóskast til að gera hana sjálf í þetta skiptið þótt það muni taka mig heila eilífð!!!

EEEN ég lofaði sjálfri mér að fyrst skildi ég vinna upp eitthvað af þessum ókláruðu verkum mínum og svei mér þá ef ég er ekki að standa við orð mín. Kláraði að prjóna og þæfa eina ókláruðu töskuna og spurning um að klára næst ehemm það sem ég byrjaði á í verkfallinu í október 2004!! (eða var það nóv.?)

EN TIL HAMINGJU ÞIÐ SEM ERUÐ ENNÞÁ AÐ LESA ÞVÍ NÚ ER ÉG BÚIN AÐ TALA UM PRJÓNIÐ MITT Í 166 ORÐUM!! Aldeilis spennandi það, allir sveittir af spenningi...

Ég vaknaði upp með andfælum við einhver læti í nótt. Maður hugsar nú ekkert endilega neitt sérlega rökrétt svona um miðja nótt og fór ég mikið að spá í hvað hefði gerst? Datt í hug jarðskjálfti, álfkonur og geimverur en ákvað að bíða með málið til morguns og spá betur þá því ég vissi að þá yrði líklegra að ég kæmist að gáfulegri niðurstöðu. Eins og venjulega áttu hlutirnir sér eðlilegar útskýringar því rannsókn morgunsins leiddi í ljós að snjóþotan hennar Hallbjargar hafði fokið í rúðuna.

ÉG gleymi seint þegar hann Fróði gisti hjá okkur múttu. Hann svaf á dýnu við hliðiná rúminu hans Heimis og segir okkur mæðgum frá því að undir rúminu sé grænt skrímsli. Hann var ótrúlega sannfærandi EENN var ekki að kaupa þetta svo ég fór hugrökk í málið. Þegar ég leit undir rúm leist mér ekkert betur en honum á blikuna því þarna var grænt skrímsli (reyndar dáldið kunnuglegt)!! Dáldið treg ákvað ég nú samt að kanna málið frekar og þegar öll kurl voru komin til grafar voru staðreyndirnar þær að á gólfinu var mynd í ramma af grænu skrímsli og rammanum stillt upp við vegg. Beint fyrir neðan myndina var fjöltengi með ljósi og útkoman varð þessi líka fína speglun af óargardýrinu undir rúminu.

Jæja kveð að sinni ... Þangað til næst, lifið heil!!

9 Comments:

  • TAKK TAKK TAKK Helga og Linda fyrir hjálpina :) eheh með fólk í vinnu við að publishera því tölvan var aðeins að hrekkja mig :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 11:24 f.h.  

  • Skemmtileg þessi saga af Fróða,ég var alveg búin að gleyma þessu..

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:45 e.h.  

  • Fjárans kennarar. Alltaf í fríi. Neeeei djók! Smá öfund bara...:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:28 e.h.  

  • Nú ef þig vantar verkefni Hugrún, get ég alveg sent þér nokkar greinar í Heimspekilegum forspjallsvísindum sem mátt gera útdrætti úr fyrir mig:) hmmmm, nei annars - þú ert búin að vinna þér inn páskafrí - njóttu þess:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:35 e.h.  

  • @Mamma - þetta var algjör snilld :) og gott að ég minnti þig á þessa sögu því það væri synd að gleyma svona augnabliki :-D

    @Arnar - já passaðu þig bara :) gætir fengið mig og Birki á tröppurnar hjá þér alveg fokill ;)

    @Gréta - uuuu nei takk, þakka gott boð, eða ekki svo gott boð og ætla frekar að njóta frísins eins og þú segir :) fyrir utan það að ég vil ekki hafa lélegar einkunnir á samviskunni, myndi ekki sjá fram úr HEIMSPEKILEGUM FORSPJALLAVÍSINDUM því ég hef ekki Guðmund um það hvað það er :-D

    By Blogger Hugrún Sif, at 2:39 e.h.  

  • Það var nú lítið elskan mín... þú veist líka að ég er ótrúlega heppin að eiga frænku eins og þig. Erum svo ríkar að eiga hvor aðra að... ;) En nú er stelpan bara að halda til Kanarí og bið ég því bara að heilsa í bili! ;) hehehe...

    By Blogger Linda Hlín, at 6:58 e.h.  

  • það var nú lítið góða mín.....var þetta ekki fyrsti kennslutíminn á blogspot?? Allavega er ég nú þegar búin að læra helling :-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:15 f.h.  

  • Mikið kannast ég við svona ókláraða handavinnu. Ég er stolt af þér að drífa í að klára eitthvað áður en þú byrjar á lopapeysunni. Ég ætti að taka þig til fyrirmyndar.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:38 f.h.  

  • @Helga - hey - snilld. Nú er ekki eftir neinu að bíða fyrir þig að fara að búa til blogspot síðu. Getur dundað þér í henni og flutt þig svo þegar hún er alveg tilbúin :)

    @Elfa - hehe heldurðu að við endum kannski bara prjónandi þegar ég kem til Boston :) En nú skora ég á þig að taka upp eitthvað gamalt og hespa af .. hehe. Er rétt að klára stykki nr.2. :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home