Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Ákvarðanataka

Í dag er hausinn á mér u.þ.b. 6 kg léttari!! Loksins búin að taka ákvörðun um hvernig næsta hausti skal háttað. Ég er voðalega þakklát fyrir það hvað allir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að gera mér kleift að pússla saman þessu pússluspili mínu. Eflaust verða margir hissa á hvernig ég ætla að hafa þetta en jæja ... prófa þetta svona og sé svo til hvernig þessi samsetning mun ganga hjá mér :)

Þetta mun allavega leiða til þess að ég get verið meira á Skagaströnd og held ég að Hallbjörg verði ánægðust af öllum með það. Hún ræðir reglulega við mig hvort ég geti ekki unnið á Skagaströnd. Hún var meira að segja búin að hugsa málið það langt að hún hafði alveg á hreinu hvar ég gæti unnið

,,sko það eru þrír staðir, tónlistarskólinn - þú getur kennt krökkunum að flauta eða kanntu kannski að syngja? Svo geturðu verið kennari í skólanum á Skagaströnd og svo geturðu líka unnið í íþróttahúsinu eins og amma!!!"

Mér fannst bara sætt að hún væri búin að stúdera þetta svona því hún stakk í rauninni bara uppá þeim störfum sem kæmu til greina hjá mér, kannski fyrir utan íþróttahúsið. Maður hefði kannski haldið að hún minntist á búðina, leikskólann eða e-ð slíkt en nei hún er sko alveg með þetta á hreinu litla daman :)



EN bið til guðs um að ekkert verði af þessum stormi. Það færi alveg með það .... Var að setja inn myndir bæði á myndasíðuna mína og svo setti ég myndirnar úr afmælinu hennar Hallbjargar á síðuna hennar. Síðan er reyndar læst en verið óhrædd við að biðja um aðgangsorðið :)

3 Comments:

  • Sæl skvísa
    Já það verður spennandi að vita hvernig þessi ákvörðun þín verður. Það yrði gaman að hafa þig á Skagaströnd þegar við flytjum norður, bara svona svo þú vitir það :). Hún Hallbjörg er algjör snúlla og gott að þið séuð svona nánar.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:24 e.h.  

  • Við vorum samt flottar saman í búðinni hér í denn!!! Ég sé samt á eftir þér á Ströndina vinkona góð, næseríheitið í gær þegar þú komst loksins að kvöldi til í heimsókn (þar sem þú varst veðurteppt) ýtir enn meira undir að ég sakni þín. En....meðan þú ert hamingjusöm er ég ánægð svo ekkert meira væl um þetta ,,félagi"

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:09 e.h.  

  • @Sigrún - Gat ekki annað en hringt bara í þig svo ég gæti fyllt inní þær eyður sem ekki eru útfylltar á blogginu :) EN JÁ það verður æðislegt að fá ykkur aftur Norður og hálf skrítnar aðstæður að ég sé allt í einu komin á þinn heimavöll.

    @Helga - hehehe það var sko ALLTAF stuð, skemmtilegar minningar :) en vá hvað þú ert alltaf yndisleg :) ég er svo ánægð að örlögin hafi sent þig til okkar á Blönduós, skrítið hvernig hlutirnir atvikast en ég og Sigrún erum samt að reyna að finna ráð við því hvernig við getum flutt þig á Skstr. Það var gaman að koma til þín í gærkv. og bara bjargaði því hvað ég var svekkt að vera veðurteppt. Bara fínt að vera það eftir allt saman :) En ég er nú ekki langt í burtu og þú ekki langt frá mér svo það er flott að hafa ástæðu til að sækja bæjarfélögin í kring :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home