Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, apríl 07, 2006

SMA FROÐLEIKUR ;)

Tók mér það bessaleyfi að fá fróðleikinn í lok færslunnar lánaðan hjá henni Helgu minni :) Annars bara nokkuð góð fyrir utan að gera sennilega bestu tilraun lífs míns til að drepa mig í morgun. Hélt að hjarta, lungu og lifur færu út um hausinn á mér ég varð svo skelkuð. Mér fannst samt skrítnast að upplifa að á meðan hlutirnir voru að gerast, og það hratt, þá náði ég einhvern veginn í allri hringrásinni að hugsa heil ósköp á meðan. Velti m.a. fyrir mér hvað ég myndi slasast mikið, hvort ég væri algjör klaufi að hafa komið mér í þessar aðstæður, að það væri ferlegt að komast ekki í vinnuna og fleiri svona fáránlegar hugsanir. En æðri máttarvöld björguðu þessu nú öllu saman og hjartslátturinn er nú farinn að hægjast á nýjan leik svo ég verð komin í gott stuð í kvöld. Njomm njomm .. föstudagskvöldin standa fyrir sínu því þá er pizzakvöld líkt og hjá svo mörgum öðrum og eru þær yfirleitt í höndum Jonna sem framleiðir alveg úrvals flatbökur :)

Annars var líka saumó í gærkvöldi hjá henni Þórdísi Erlu og lofaði stelpan að hafa ekkert fyrir klúbbnum þar sem hún á að taka lífinu með ró þessa dagana sökum erfingjans sem kemur í heiminn von bráðar. Ég veit ekki hvort hún var að svindla svona rosalega eða hvort hún hefur ekkert fyrir stórveislum því það var ekki að sökum að spyrja!! Borðið var að svigna undan kræsingunum. Lentum svo í smá ævintýri á heimleiðinni, ég og Vigdís Elva, vorum 45 mín. að koma okkur aftur út á Skagaströnd, þetta er venjulega svona korters leið eða svo.

EN SNÚUM OKKUR NÚ AÐ MÁLI MÁLANNA, ÖLLU HELDUR FRÓÐLEIK DAGSINS ;)

1.HVERS VEGNA ERU KARLMENN GÁFAÐARI MEÐAN ÞEIR HAFA MÖK? (vegna þess að þeir eru tengdir við snilling! Nú skil ég af hverju svo margir karlar eru að reyna að komast í bólið með mér! )

2.HVERS VEGNA BLIKKA KONUR EKKI AUGUNUM MEÐAN ÞÆR HAFA MÖK? (þær hafa einfaldlega ekki tíma því karlinn er svo fljótur!)

3.HVERS VEGNA ÞARF MILLJÓNIR SÆÐISFRUMA TIL AÐ FRJÓVGA EGG? (þær stoppa ekki til að spyrja vegar)

4.HVERS VEGNA HRJÓTA KARLMENN ÞEGAR ÞEIR LIGGJA Á BAKINU? (pungurinn fellur yfir rassgatið og stöðvar gegnumtrekkinn)

Þið eruð farnar að brosa núna stelpur, er það ekki? ;o)

5.HVERS VEGNA FENGU KARLMENN STÆRRI HEILA EN HUNDAR? (annars væru þeir riðlandi á fótleggjum kvenna í kokteilboðum, það væri nú samt gaman að sjá það)

6.HVERS VEGNA SKAPAÐI GUÐ MANNINN Á UNDAN KONUNNI? (þú þarft jú gróft uppkast áður en þú gerir lokaútgáfuna)

7.HVE MARGA KARLMENN ÞARF TIL AÐ SETJA KLÓSETTSETUNA NIÐUR? (hmm, veit ekki.....það hefur ekki gerst ennþá)

8.HVERS VEGNA SETTI GUÐ KARLMANNINN Á JÖRÐINA? (vegna þess að titrari slær ekki garðinn)

9.HVERS VEGNA ERU KONUHEILAR ALLTAF SELDIR ÓDÝRARI EN KARLAHEILAR? (vegna þess að ekki er hægt að selja notaða vöru jafn dýra og ónotaða)

8 Comments:

  • He he!

    Ef ég væri ekki í framboði léti ég nú nokkra góða koma hér;)EN.......

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:46 e.h.  

  • @Nonni - Láttu vaða!! ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:19 e.h.  

  • Þetta er mikil speki, spurning um að stela þessu á mína síðu ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:17 e.h.  

  • Við höfum nú verið svo heppnar með það...að það er greinilega einhver góður..góð sem lítur eftir þér.Og örugglega eins gott því það er alltaf svo mikið að gerast hjá þér.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:28 e.h.  

  • Ekki séns að hann gerir betri pízzur en við Kristín Birgis úrvals pízzugerðarmenn!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:54 e.h.  

  • spurðu bara heimi elskuna :*
    veeeit að hann dýrkar okkar pízzur mest í geimi :)

    Nari nari nari brilliant blogg

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:55 e.h.  

  • @Anna M- Do it :) við stelum öllu steini léttara í þessum bloggheimi :)

    @Mamma - jamm ekki veitir af :)

    @Thelma - oooojú :) Heimir geimir .. það má ekki einu sinni vera ananas á pizzunni því það mengar hana ... bwahahaha vitleysan ein :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:15 e.h.  

  • já það er satt... ananas mengar pízzuna, en lærði að lifa með því með Birgis :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home