Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Sumar það ....

GLEÐILEGT SUMAR :) ... og takk fyrir veturinn!! (megi nú snjórinn hérna á Skagaströnd fara að bráðna) ...

Annars fínasti dagur, var í Féló á Sumarskemmtun að láta krakkana syngja og tókst vel. Heilmikið kikk úr því líka að spila fyrir troðfullu húsi í fjöldasöng og tala nú ekki um hvað er líka gaman að vera tónmenntakennari þegar krakkarnir skila sínu eins vel og þau gerðu í dag :) Smá mont ég veit ég veit - ég má það þetta er mitt blogg!! ;)

EEENNNN er virkilega ekkert verið að grínast með bensínlítrann, geta þeir ekki tekið tillit til þess að ég þarf að keyra til vinnu á Blönduós á hverjum degi :) Þetta endar með því að ég fer að taka Gísla lækni til fyrirmyndar og hjóla þetta bara. Shit yrði nú þokkalega lengi að því held ég .... en maður hefði nú samt gott af því að hjóla þessa rúma 50 km á dag ...

EN .. var að setja inn slatta af myndum úr páskafríinu, á nú samt eftir að bæta helling við svona þegar ég nenni....

12 Comments:

  • Já, þetta með bensínlítrann er lélegt spaug! Skil annars ekkert í þér að ætla að keyra á milli á hverjum degi...
    Sjáumst og takk fyrir síðast.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:46 e.h.  

  • @Vigga - og það sem verra er, er að hann er ekkert að fara að hætta að hækka :( Annars fer ferðunum að fækka niður í þrjár á viku í september .... Þangað til .. verð bara að taka þessu eins og manneskja og fá mér dísel .. skömminni skárra ...
    En annars takk fyrir síðast já :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:56 e.h.  

  • Jerimias & jólakökur er ég ánægð að vinna ekki á ESSÓ þessa dagana og næstu :) Rifna úr gleði... en öshj þetta er samt ekkert grín, hvurn fjandinn gengur hér eiginlega á!

    Annars gleðilegt sumar mín kæra...

    Góða skemmtun um helgina mín kæra...

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:35 f.h.  

  • glæsilegar myndir, sérstaklega þessi sem Reimar tók af okkur:-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:37 f.h.  

  • @Thelma - Sé alveg fyrir mér "skemmtilegu" kúnnana sem eru handvissir að við afgreiðslumennirnir berum alla ábyrgð á verðlaginu .. ó nei - þeirra sakna ég EKKI!!
    .. og jamm. Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn :)

    @Kolla - Hann var bara fyndinn með þessa myndatöku sína :-D En gaman annars að hafa verið með myndavél þetta kvöld :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:08 f.h.  

  • Það er svosem í lagi fyrir þig þó að bensínið hækki!!! Það er ekki eins og þú borgir fyrir það hvort sem er;) En hins vegar mætti Heimir greyið kvarta ;)

    Bara svona að koma þessu að;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:08 e.h.  

  • @Nonni - Það er aldeilis að þú reitir af þér brandarana :-D ... hhhhhaaaaaa!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:23 e.h.  

  • smá skólaupplýsingar???
    veistu hvort grunnskólinn á blönduósi sé með jafnréttisáætlun?

    By Blogger **********, at 8:06 e.h.  

  • Já það er jafnréttisáætlun í skólanum!Hún felst í því að konurnar vaska upp og hella uppá kaffið á kennaraskrifstofunni en karlarnir hins vegar drekka kaffið og skilja bollana eftir á borðinu!!!!

    Þetta er sem sagt áætlun sem gengur útá það að skipta með sér verkum;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:48 e.h.  

  • @Jón Örn Stefánsson - Hvað er hlaupið í þig í dag :-D ... og ég sem setti hreinan einn á Chelsea .. fari það kolað!!

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:41 e.h.  

  • Hei kommon! Ég er nú bara að grínast EN HÉLSTU VIRKILEGA AÐ CHELSEA MYNDI VINNA????????? Er ekki í lagi?

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:31 e.h.  

  • @Nonni - Já ég hélt það virkilega og sé eftir því þar sem ég er á brjálaðri baráttu í afturrúðubikarnum ásamt spúsu þinni :) Annars hélt ég að svar þitt til Erlu væri ný stefna hjá ykkur Á-lista fólki ;) Nei nei .. gott að hafa húmorinn á sínum stað. Farðu svo að blogga!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:53 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home