Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, apríl 03, 2006

Síðustu dagar fyrir páskafrí :)

Aldeilis erilsöm en skemmtileg helgi að baki :) Tónleikar, dönskukennsla, bakstur, léttvínspottur, afmæli og fleira.

Hún Hallbjörg getur verið svo fyndin og átt þvílíka gullmola. Greinilega pínu gömul sál í henni því hún á það til að láta svo fyndnar fullorðinslegar setningar út úr sér. Þegar ég sótti hana til ömmu sinnar á laugadaginn var ég búin að fylla ísskápinn af kökum fyrir afmælið hennar og þegar sú stutta kom heim byrjaði hún á því að opna hann. Heyrist þá ekki úr eldhúsinu "Ég á bara ekkert einasta orð!!!" :)

EEEEEEEENNNNNNN haldið þið ekki að léttvínspotturinn hafi fallið í minn hlut um helgina. TALAN 2 var að meika það en ég hélt nú fyrst að um aprílgabb væri að ræða þegar stelpurnar fóru að senda til hamingju í símann minn :) Jamm orðin 10 flöskum ríkari og held að mér hreinlega endist ekki ævin til að drekka þetta allt saman. Sem betur fer rennur þetta nú ekkert út ...

En já svona til öryggis, tókst sko að gabba einhverja, múahaha, þá er færslan hér fyrir neðan að sjálfsögðu aprílgabb. Mér skilst að bakaríisvinnan hans Jonna hafi nú komið upp um þetta hjá ansi mörgum, fólk var ekkert að alveg að kaupa það og Jonna fannst nú að ég hefði alveg mátt láta hann hafa betri vinnu :)




EN jæja, það stefnir í óefni í tippleiknum. Við Jónurnar erum komnar í 5. sætið í riðlinum sem þýðir afturrúðubikarssæti. SHIT. Það sem pirrar mig mest er að þessi stigafjöldi okkar myndi duga okkur í toppsætið í tveimur riðlum. Já við erum sko í riðlinum þar sem keppendur kalla ekki allt ömmu sína. Höfum eina umferð til að bjarga okkur og munum svo sannarlega láta finna fyrir okkur.

Megið endilega vera dugleg að kommenta því það gerir þennan bloggheim miklu skemmtilegri :)

Kveð að sinni ....

11 Comments:

  • hvaða hvaða.. bara afsakanir með riðla.. þetta er nú samt ekki búið..

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:29 f.h.  

  • Skál og til hamingju með pottinn. Trúðu mér, þetta endist ekki í mörg ár. Ég er strax farin að hlakka til að fá maípottinn :)
    Svo er þetta með gömlu sálina. Ég þekki aðra gamla sál og hef þekkt hana í tæp 25 ár :)
    Kveðja úr kuldanum í sveitinni
    Þórunn

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:13 e.h.  

  • Hehehe þú ferð nú létt með þessar flöskur... Sko !! nú er gott að eiga kvótann minn ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:06 e.h.  

  • @Heiðar Logi - nei það er ein umferð til stefnu en maður verður náttúrulega alltaf að hafa afsakanir á reiðum höndum ;)

    @Þórunn - Takk takk :) það er satt, maður þarf ekki annað en að fá gesti, hehehehehe.
    En já gamla sálin, humm, hver ætli það sé ;) Tæplega 25 ár er kunnuglegur aldur.
    Klæddu þig vel í kuldanum :)

    @Anna Dögg - ÉG bið um hjálp við þær og efast ekki um að einhver sé reiðubúinn í það verkefni. ÞÚ FÆRÐ EKKI AÐ HJÁLPA ;) ekki strax allavega :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:01 e.h.  

  • Náttla enn og aftur til lukku með flöskurnar :-)
    Já bakarístarfið var ekki að virka fyrir Jonna annars væri ég viss um að allir hafi trúað þessu....hehe...ég ætla nú rétt að vona að maður fái nú tækifæri að troða upp í brúðkaupinu hjá ykkur....:-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:44 e.h.  

  • Hummmmm,, þú verður ekki ein í keppninni um afturrúðubikarinn ;-( verst hvað það kætir Nonna,,,,,,,,,,,,

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:21 e.h.  

  • @Helga - Takk takk .. hikk hikk :) en já .. það kemur vonandi að því :)

    @Höski lögga - ÉG ÆTLA EKKI AÐ VERA Í AFTURRÚÐUBIKARNUM. PUNKTUR!!! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:53 e.h.  

  • Þið hafið ekkert að gera með allt þetta léttvín. Sendu eitthvað af þessu suður til mín þar sem þörfin er raunveruleg...:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:48 f.h.  

  • Glimrandi gleði með flöskuvinninginn :) Snilldar mál

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:52 f.h.  

  • @Arnar - Maður þarf nú t.d. að drekkja sorgum sínum þegar veðrið er svo brjálað að maður kemst ekki heim til sín :) Annars geturðu fengið nóg að drekka, bara verður að koma á Skagaströnd til að vera skenkt í glas ;)

    @Thelma - BARA GAMAN :) ég er nú ekki enn farin að smakka en spööörning um að taka upp eins og eina í páskafríinu :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:14 e.h.  

  • Öshj Hugrún Sif... vantar þig smá hjálp með allt þetta vín... man til með að muna ef e-ð klikkar er númerið 112 :) Muhah...

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:22 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home