Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, maí 09, 2006

Allt og ekkert :)

Þá er kominn tími á blogg ...

Stærstu og bestu fréttirnar eru þær að þann 6. maí fæddist þeim Nonna (ritara á þessum bæ) og Þórdísi fallegur og heilbrigður drengur. Hann var 51 cm og 15 merkur og heilsast móður og barni vel. Innilega til hamingju Þórdís, Nonni og Björn Ívar og mikið voðalega hlakka ég til að fá ykkur heim :-* Vænti þess að Nonni segi svo betur frá þessu öllu saman í góðu tómi.

En já svona aðeins af ferðum mínum síðustu daga. Dægurlagakeppnin gekk vel og ég er reynslunni ríkari eftir þátttöku í henni. Aðsóknarmet var á keppnina og voru vel rúmlega 700 áhorfendur og öll umgerð rosalega flott. Skelli inn myndum við tækifæri.

Eftir keppni brunuðum við svo í bústað og óhætt að segja að sú ferð hafi verið tipptopp. Ég held svei mér þá að ég hafi náð að fullhlaða batteríin fyrir næstu mánuði og það sem koma skal .. Er búin að vera doldið trekkt undanfarið - obbosí - það fór að hellast yfir mig allt sem er framundan og doldið stress í stelpunni .... EEEEEEeeennn það reddast nú allt saman og mikil hjálp í að eiga yndislegan kærasta sem tekur geðsveiflum konu sinnar með stakri ró og er ennþá yndislegri ef eitthvað er þegar ég á það svo minnst skilið ....

En jæja, gott í bili, ætla að halda heim á leið á vorverkin. Ég og minn maður erum á fullu í að klippa trén og róta í beðum :) Doldið skrítið hvernig viðhorfin breytast um leið og maður er að fást við sitt eigið því við vorum bæði sammála um að þessi garðvinna okkar sé búin að vera hin skemmtilegasta í alla staði :) Spurning hvernig það verður eftir 20 ár ....

.... og svo er bara að muna að ég á heima á Ránarbraut 22 og það er sko ekkert rosalega langt að fara frá Blönduósi að heimsækja mig ;) Allavega lifi ég allar þessar endalausu ferðir mínar til vinnu af ... Nestið ykkur bara upp og takið NMT síma með... ;) Ég nefnilega heyri reglulega að ég sé svo löt við að láta sjá mig hér og þar en einhverra hluta vegna hef ég ekkert orðið vör við þetta sama fólk heima hjá mér ;)

SJÁUMST :)

7 Comments:

  • Já en Hugrún það er ekki eins langt frá Skagaströnd til Blönduóss, eins og frá Blönduósi til Skagastrandar. Það er sko miiiikið lengra skiluru!

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:23 e.h.  

  • Hæ! Það er rétt, það er miklu lengra frá Blönduósi til Skagastrandar heldur en frá Skagaströnd til Blönduós :)
    Takk fyrir innlitið síðustu tvö kvöld :) ég á eftir að sakna þín ef þú kemur ekki í kvöld.
    Kv. Vigga

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:28 e.h.  

  • @Solla - HEY maður fer að halda það :) Nei nei ... ég hlýt að fara að sjá framan í liðið :) Birtist á dyrakarminum hjá mér þegar ég á síst von á.

    @Vigga - Tjah .. eitthvað hlýtur það að vera :) En það er nú ekki langt niður Ránarbrautina, alveg búin að fatta það svo að ég niðist bara á þér :) En annars gaman að kíkja á þig og ég á örugglega eftir að vera dugleg við það. Þarf líka að koma með skottuna með mér svo við getum leyft krökkunum að leika. Sjáumst :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:12 e.h.  

  • Já oft virðist leiðin á Skagaströnd vera löng en er það alls ekki, þannig að þú mátt búast oft við mér á næstunni. Svo eru þið Jonni svo frábært og styttir það leiðina enn meira :-) Annars skil ég vel að þú fílir garðvinnuna, væri alveg til í að hafa minn eigin garð þessa dagana en get nú víst alveg aðstoðað mömmu!!! Það er bara ekki eins gaman

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:21 e.h.  

  • @Helga - Komdu sem oftast :-D Verður líka geðveikt í sumar í góða veðrinu að hafa pallinn okkar. Sæmilega sem við munum skjóta rótum þar í sólbaði. En takk annars kærlega hlý orð :) og já það er svo skrítið með það að þetta er svo miklu skemmtilegra þegar maður á húsnæðið sjálfur. Erum alveg að missa okkur í skipulagningunni á íbúðinni og garðinum :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:29 e.h.  

  • Þið eruð velkomin í mat á föstudagskvöldið, það er kjöt og kjötsúpa.

    Kv mamma

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:51 e.h.  

  • @Mútta - Takk fyrir það :) Við mætum!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home