Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, maí 26, 2006

Eitt nett herna ...

Er samsagt komin aftur til Íslands og verð bara að segja að ég var hreint EKKERT sár yfir að missa af brjáluðu veðri hérna Norður í landi ;) Fannst reyndar hálf fáránlegt að koma heim úr allri grænu dýrðinni og úti á pallinum okkar blasir við mér snjóskafl!! Sé annars fram á déskoti annasama daga þar sem öll prófyfirferð og frágangur bíða mín í vinnunni, já og svo eins og ein ferð til Reykjavíkur um helgina...

Annars í frekar litlu stuði til að henda inn ferðasögu, sennilega af því að það er frá svo mörgu að segja og ég bara ómögulega nenni að skrifa svona lengi núna ...

Í stuttu máli sagt:
** krakkarnir voru frábærir
** löbbuðum 22 km í Horsens og fararstjórinn okkar fann ekki til NEINNAR vorkunnar með okkur því hann labbar jú 100 km um helgar sér til skemmtunar!! En vorum auðvitað mjög stolt af okkar 22 km :)
**ég er ennþá ung, lét að minnsta kosti gabba mig uppá lífshættulegan stökkpall í sundlauginni, og lét mitt ekki eftir liggja í rússíbananum í Tívolínu sem by the way ferðast á 77 km hraða upp og niður og í alla mögulega og ómögulega hringi.
**fór í þriðja sinn á ævinni í gegnum tollinn án þess að vera tekin í tékk, hvað var það? Mér reiknast nefnilega til að ég sé búin að fara í gegnum hann 21 sinni

Annars mikið mikið gott að koma heim aftur því eins skemmtileg og þessi blessuðu ferðalög eru þá taka þau alltaf sinn orkutoll!

Gott í bili.

4 Comments:

  • Hjartanlega velkomin heim elsku kerlingin mín! Hittumst sem fyrst;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:31 e.h.  

  • Velkomin heim... og til hamingju með þriðja skiptið að komast í gegnum tollinn án þess að vera tekin í tékk...!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:09 e.h.  

  • Velkomin heim sæta

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:02 e.h.  

  • @nonni - þakka þér kærlega Nonni minn :) Sjáumst og heyrumst!!

    @Thelma - takk takk ehemm og já hvað get ég sagt .. hehe .. þvílík gleði, múahaha :)

    @Helena - Takk kærlega :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 12:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home