Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, maí 29, 2006

Eitt stutt ...

Er nokkuð góð hérna á miðjunni miðað við aðstæður. Ætla að byrja á að óska honum pabba mínum til hamingju með 43. ára afmælið sitt í gær og henni Kiddu með 25. ára afmælið í fyrradag.

EN AÐ ÖÐRU:
Fórum, minns og Jonni, til Reykjavíkur um helgina - enn ein tónlistarhelgin :)

a) spila saman í brúðkaupi
b) Jonni spila í Borgarnesi

Gaman að því ... :) fyrir utan smá "næstum taugaáfall" því organistinn gat ekki hitt mig fyrr en klst. fyrir athöfn sökum anna og þegar ég mæti á staðinn í umrædda kirkju er karl bara ekkert þar og ekkert brúðkaup í gangi eins og hann hafði sagt mér að yrði, já og svo svaraði hann bara ekki í símann og þá var nú ágætt að hafa sinn rólega mann til að ná mér á jörðina aftur. En þetta reddaðist nú allt fyrir rest .. svona þegar ég róaðist.

Eftir brúðkaup á laugadag, þegar loksins var hægt að gefa sér tíma til að horfast í augu við þreytuna, lét hún heldur betur kræla á sér!! Jonni fór um 21 leytið í Borgarnes og ég held hann hafi ekki verið búin að setja í bakkgírinn þegar ég steinrotaðist og veit næst af mér um tvöleytið þegar mútta hringdi ELDHRESS OG BARA BOTNAÐI EKKERT Í ÞVÍ AÐ HÚN VÆRI AÐ VEKJA MIG :) Eftir stutt móðukennt símtal staulaðist ég úr stofunni og inní rúm og rétt rumskaði svo við að Jonni skreið uppí en næsta sem ég veit er að klukkan er að ganga 01 á sunnudegi.

MÍN BÚIN AÐ SOFA Í RÚMAR 15 KLST. Góðan daginn!!!!!

En höfuðverkur dagsins og næstu daga er sá að þegar maður fer úr vinnunni í nokkra daga, var nú reyndar samt að vinna í útlandinu, þá hverfa verkefnin ekkert á meðan heldur hlaðast bara upp og bíða spennt eftir manni ...... Þessi vinnudagur byrjaði kl.08 og endaði kl.21.30. ÆÐISLEGT og svona verður þetta næstu daga ...

- fyrir utan á föstudagskvöldið næsta því minn ástkæri þarf án gríns að panta tíma til að fá athygli konu sinnar þessa dagana. Ætla þess vegna að helga þetta kvöld minni fjölskyldu og engu vinnu, funda, skipulagsveseni ....

Koma tímar - koma ráð. Hlakka endalaust til þegar ég fer að lifa mínu 08-16 hversdagslífi aftur, já þessu lífi sem manni finnst svo "óspennandi" þangað til að tilbreytingin er orðin of mikil .. En best að hætta þessu tuði því ég gæti bara ekkert, þegar öllu er á botninn hvolft, verið sáttari með tilveruna :)

Jæja, gott í bili - ung og ástfangin - over and out. Ætla að hætta að eyða dýrmætum tíma í tölvunni svo og ekki ætla ég að skjóta rótum hérna í stólnum!! Gott í bili .....

5 Comments:

  • Hæ!
    Gaman að rekast hér inn!!
    Hljómar eins og lífið leiki við ykkur á Blönduósi:) Þannig á það að vera!
    Langt síðan ég hef hitt alla... sakna ykkar! Verð að fara að drífa mig á dósina:)
    Annars bara allt gott hér. Við bara enn í Noregi í góðum fíling. Stefnum á að flytja á landið góða í sumar!
    Bestu kveðjur til ykkar og ég bið að heilsa öllum:):)
    Knús Hallbera

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:09 e.h.  

  • @Hallbera - hæ hó, líka gaman að sjá að þú rambaðir hér inn :) .. og já tek sko undir að lífið sé að leika við okkur þessa dagana en reyndar á Skagaströndinni, hehe.
    Endilega að drífa ykkur hingað Norður og þá kemur auðvitað Húnavökuhelgin góða sterk inn því þá eru svo margir heima :)
    Gaman að heyra að ykkur gangi allt í haginn í Norge og stutt í ykkur á Ísland. Njósna svona öðru hvoru, líður reyndar langt í milli :), um ykkur hjá systur þinni.
    Kram Hugrún :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:48 f.h.  

  • Bara svona að kvitta fyrir mig ...er alltaf hérna inn án þess að kvitta, verð að bæta úr því :)
    Hlakka til að koma heim og sjá nýja húsið þitt ...og aðalega pallinn í góðu veðri ;)
    Kv. Kristín frænka

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:24 f.h.  

  • Sælar ...hvernig er það á ekki að fara að blogga..??

    Kv mamma

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:34 e.h.  

  • @Kristín - Takk fyrir kvittið :) Hlakka til að fá þig heim dúllan mín!! .... og ávallt velkomin í kotið okkar. Pallurinn er bara æði :)

    @Mútta - tjah ... stórt er spurt og fátt um svör!!

    By Blogger Hugrún Sif, at 1:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home