Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, maí 11, 2006

Ferðasaga ;)

Var hreint ekki í blogg-gír í síðustu færslu og tjáði mig lítið sem ekkert um sumarbústaðarferðina góðu. Var rétt í þessu ofsa dugleg að henda inn myndum svo held ég að ég verði nú að skutla smá ferðasögu með. REYNDAR - REYNDAR eru myndirnar í kolvitlausri tímaröð en ég laga það kannski seinna meir ...

EN ALLAVEGA

Lögðum sumsé af stað frá Króknum eftir keppnina hjá mér og þá var klukkan um miðnætti. Kipptum Helgu uppí bílinn á Blönduósi og gekk ferðin vel, reyndar smá tafir hjá Hreðavatni þar sem laganna verðir eru einstaklega duglegir að stoppa bílinn minn þessa dagana. Eftir skemmtilegt spjall við lögregluþjónana sem voru hinir hressustu og áfengisblástur gátum við haldið leið okkar áfram :) Fyrsta sinn sem ég prófa að blása og bara gott mál að þeir séu að taka svona tékk á fólki.

Komum loksins í bústað um, tjah þrjúleytið minnir mig, og fórum við rakleiðis í heita pottinn því Arnar var mættur á svæðið og að sjálfsögðu búinn að láta renna í hann. Lágum þar í logni og rólegheitum (fyrir utan þegar ég gerði tilraun til að kveikja í handklæðinu mínu) við kertaljós til að ganga sex og svo farið í háttinn.

Á laugardeginum var ég rifin á lappir um hádegi og haldið af stað í menningar-, verslunar- og ísferð í Borgarnes. Tókum Samkaup og Bónus á þetta og bragðarefur og shake á eftir, enda perluveður og ekki annað hægt en að kæla sig niður.
Þegar í bústað kom tóku strákarnir pott en við stelpurnar leggings og freistaði svo auðvitað strákanna fyrir rest að taka blund með okkur. Veit svo af mér næst þegar ég vakna við mjög hávært kall frá bílastæðinu.

"Góðan daginn, karlinn er mættur á svæðið"

Minnir allavega að hann hafi orðað þetta svona en hann var allavega í alveg glimrandi stuði. Ég fattaði um leið hver væri þarna væri á ferð, hver annar en BIRKIR RAFN, og örugglega í fyrsta sinn sem ég fæ hláturskast á sömu sekúndunni og ég vakna. Fljótlega fórum við að græja kvöldmáltíðina góðu, lambalæri ala Jonni með sítrónukryddi og hvítlauk, bakaðar kartöflur, úrvals salat, hrísgrjón (HALLÓ - ekki spurja mig af hverju Arnari og Helgu fannst það algjör must) og hvítlausbrauð. Þessu var síðan sporðrennt með rauðu og hvítu. Sumir höfðu á orði að þetta væri besta lambalæri since ever svo að óhætt er að segja að kjetið hafi heppnast stórvel hjá karlinum :) Eftir máltíð sá karlpeningurinn svo um uppvask sem var frekar vinsælt.

Eftir át, át og át tókum við Trivial en reyndar hættum MJÖG FLJÓTLEGA þar sem það er gjörsamlega óþolandi að spila spilið við Jonna því hann veit allt helvískur. Það fer nú ekki vel í mig að tapa alltaf hreint fyrir honum :) Tókum stefnuna í pottinn, já já alltaf er maður ungur í anda og til í fíflaskap, og svo endað í sófanum með gítar & söng. Vorum komin í háttinn í fyrra fallinu, tjah bæði þreytan að segja til sín og ræs snemma morguninn eftir svo að Jonni kæmist á nemendatónleikana hjá nemendum sínum.

Sumsé vaknað á ókristilegum tíma morguninn eftir og við Norðlendingarnir stungum af og Bibbi og Arnar sátu í súpunni með tiltektina. Þeim verður launaður greiðinn næst :) WELL .... Held ég hafi engu gleymt - allavega engu sem er prenthæft!! Yndisleg helgi að baki sem við vorum sammála um að endurtaka sem allra fyrst...

8 Comments:

  • Þetta var frábær ferð og held ég að þú hafir ekki gleymt neinu prenthæfu eins og þú segir :-) Takk fyrir mig og svona ferð verður farin fljótlega og sér gefinn aðeins meiri tími.....see'ya

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:20 e.h.  

  • Shjiiit vatn í munninn - fyrir utan grjónin ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:45 e.h.  

  • ung í anda? þú ert ung punktur

    By Blogger **********, at 6:27 e.h.  

  • @Helga - amm ... tær snilld. Hélt ég fengi hrísgrjónaræðu í kommentkerfið :-D en ekki spurning um að stoppa lengur næst!

    @Thelma - tell me about it - rak upp stór augu þegar grjónin voru heimtuð :)

    @Erla - Er það? Tjah .. jú svo sem nær tvítugsaldrinum en þrítugs en maður er þokkalega komin á það stig að vilja ekki eldast lengur :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:10 e.h.  

  • Ég kommenta ekkert á þessa fínu ferð þar sem ég er svo asskoti öfundsjúk, en ég verð að kommenta á myndina af ykkur skötuhjúum... þið eruð BARA sæt ;) Aldeilis fínn hjónasvipur á ferðinni þarna :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:12 e.h.  

  • Ég tek alfarið undir með Thelmu - hver borðar hrísgrjón með lambalæri??? Ég hélt að það væru bara kartöflur, baunir, salat og brauð.... hehehehe
    En frábært að heyra að þið áttuð góða helgi - alltaf gaman að fara í bústað með góðum vinum:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:58 e.h.  

  • Hvað er verið að dissa hrísgrjónin? Hafiði smakkað þau með piparsósu.? Namminamm :) Annars stóð lærið hans kallsins þíns uppúr. Og líka lærið sem hann grillaði alveg par-exelans!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:46 e.h.  

  • @Anna Dögg - takk elsku Anna mín :) Það er gott að heyra að það sé hjónasvipur með okkur enda líður okkur mjög vel saman :) En koma tímar - koma ráð - þú ferð í svona dekurbústaðarferð þegar litla skvísan ykkar er komin í heimin :)

    @Gréta - Ég sé að fólk er jafn hneykslað og ég á þessari grjónaskál :-D Annars farið að styttast í að við sjáumst í brúðkaupi :)

    @Arnar - Karlinn klikkar ekki :) alveg elska þegar hann tekur sig til og eldar eitthvað svona fínerí. En já Arnar minn, ég er ekki sú eina sem ekki botnar í þessu grjónarugli þínu, hehe.

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home