Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, maí 02, 2006

..... HEIL OG SÆL .....

Búið að vera slatti að gera og ekkert lát á :/ Á miðvikudagskvöldið spiluðum við Jonni í söngvakeppninni Garg og að sjálfsögðu heil mikill undirbúningur og æfingar í kringum það. Myndir frá keppninni má sjá hér!!

Átti langþráð frí á fimmtudagskvöldið en á föstudag héldum við svo Reykjavíkur í tvennum erindagjörðum, að hitta Kolbrúnu Camillu og á burtfarartónleika í FÍH hjá Birki og var hann með allt sitt efni frumsamið. Þetta voru alveg FRÁBÆRIR tónleikar í alla staði!! Tónlistin hans snerti heldur betur marga strengi í mér og verður að viðurkennast að það var ekki bara gæsahúð því það laumuðust nokkur tár með.



INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ ÞETTA BIRKIR MINN!!

Héldum svo fjölskyldan heim á leið á laugardagsnóttina en sunnudagsdagskráin bauð uppá fermingarveislu hjá honum Rúnari Þór. Á mánudaginn var svo 1. maí hátíð í Féló og eins og fram kom í færslunni hans Nonna söng kórinn minn og stóðu stelpurnar sig vel - duglegar stelpur sem eiga margar framtíðina fyrir sér í tónlist og á öðrum sviðum :)

Á föstudaginn taka nemendur mínir samræmt próf í dönsku og eftir hádegi fer ég ásamt bakraddastelpunum mínum á Sauðárkrók á æfingu og generalprufu fyrir Sæluvikukeppnina. Um kvöldið er svo keppnin sjálf!! Er búin að æfa þónokkuð undanfarna daga með Margréti, Ástu og Erlu og er orðin þrælspennt en um leið stressuð fyrir allan peninginn. Er rosalega ánægð að hafa stelpurnar með mér því þær bæði standa sig svo vel og miklu skemmtilegra að hafa félagsskap í þessu öllu saman.

Eftir keppni ætlum við Jonni svo ásamt Helgu Kristínu E-listakonu að bruna í Munaðarnesið og eiga rólega og góða helgi með Arnari og Birki. Uppskriftin nokkurn veginn svona: Heitur pottur, góður matur, gott vín og tónlist.

... og svo held ég að það sé orðið óhætt að segja frá því á opinberum vettvangi að mitt í þessari ös eignuðumst við fjölskyldan þak yfir höfuðið og erum ekkert smá ánægð með það :) Keyptum sumsé af Reyni og Petu og erum ekki aaaallllvvvveg búin að venjast tilhugsuninni. Ég hringdi í Jonna á föstudaginn og bað hann um að hringja í bankann til að athuga hvort við værum ekki örugglega búin að borga leiguna. Hann að sjálfsögðu gerði það mjög samviskusamlega og síðan ekkert spáð meira í það. Á sunnudaginn fór ég svo að spá í þessu betur og spyr Jonna af hverju við værum að borga þeim leigu þegar við værum búin að kaupa af þeim!! Jamm .. svona getur tekið mann tíma að venjast hlutunum :-D

Jæja þetta er orðið gott í bili!!
Þangað til næst, elskið náungann :)

14 Comments:

  • Jahérna hér!!! Heyrðu,ég óska ykkur innilega til hamingju með íbúðina;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:01 e.h.  

  • Okey, okey ..ég skal vera dugleg að commenta hjá þér elskan mín ;)
    Vá hvað ég væri til í að geta mætt á dægulagakeppnina og heyrt ykkur syngja ..get ekki einu sinni hlustað á ykkur á netinu þar sem ég verð bara stödd á Salou að tjútta ;) EN gangi ykkur allveg ógeðslaega vel ...ég hef trú á að þið massið þetta :D

    Og já til hamingju með íbúðina :) hlakka ekkert smá mikið ti lað koma og kíkja á ykkur í sumar :D
    Kristín í Lúx ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:49 f.h.  

  • Til hamingju með húsnæðið elsku sæta mín :) Og góða skemmtun og gangi þér/ykkur vel í Dægurlagakeppninni.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:49 f.h.  

  • @Nonni - Humm, hélt að þú vissir þetta fyrir löngu sko ... en allavega takk fyrir og farðu svo að koma í heimsókn!! ;) Ég skipti um mynd í rammanum hjá Hallbjörgu og ég var EKKI vinsæl, hún vildi hafa sína Nonnamynd áfram!! :-D

    @Kristín - hehe dúllan mín, varð að skjóta á þig af því að þú varst að skamma okkur fyrir kommentleysi :) En skemmtu þér vel á Salou og við allavega gerum okkar besta, og já takk fyrir og hlakka til að fá þig í heimsókn!! :)

    @Jórunn - Takk fyrir Jórunn mín :) Nú þarftu bara að fara að koma í heimsókn!!! Ekkert mikill krókur ef þú ætlar Þverárfjallið ;) svona þegar þú ert á leið í sveitina.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:25 e.h.  

  • Til hamingju með húsnæðiskaupin - það er alltaf mikið gleðiefni þegar fólk eignast þak yfir höfuðið:)
    Vona líka að þér gangi vel í söngkeppninni.. Svo styttist óðum í brúðkaupið og ég hlakka til að heyra í ykkur skötuhjúum syngja fyrir brósa og frú:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:12 f.h.  

  • VáVáVá endalaust knús og til hamingju með nýju íbúðina ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:05 e.h.  

  • @Gréta - takk takk og aftur takk fyrir :) en já það er sko STUTT Í bryllupið!! :) og mjög gaman að syngja í þessari kirkju, alveg á frábærum stað og mjög falleg. Á samt eftir að skella mér eina ferð fyrir utan landsteinana fyrst :)

    @Thelma - Búin að segja svo oft takk að í þetta sinn er það mange tak ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:11 e.h.  

  • Þá á maður bara eftir að koma í heimsókn. Ekki dugir að bjóða ykkur í heimsókn. Þið eruð svo bissí he he. Annars takk fyrir síðast

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:37 e.h.  

  • Sá þig í sjónvarpinu í kvöld. Í rosa nærmynd og allt. Tókst þig vel út stelpa

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:28 e.h.  

  • @Hrefna Ósk - hehe ... jújú bjóddu okkur sem oftast þvi þá kannski endar með því að við finnum lausa stund :) Eigum það sameiginlegt við Jonni að vera frekar busy!! En jamm ... heyrði af mér á sjonvarpsskjánum, en missti af, þótti frekar alvarleg að sjá :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:49 e.h.  

  • Frétti að sæluvikadæmið hafi gengið glimmrandi VEEL ;)-enda ekki við neinu öðru við að búast af söngdívu og tónlistarálfs heh...

    ... Og það hafi verið aðsóknarmet ;)
    Bara glimmer stöööð :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:55 e.h.  

  • @Thelma - heyrðu það gekk bara fínt og mjög gaman :) og snilld með aðsóknarmetið, aukning um rúmlega 300 manns sem var bara GAMAN :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:33 e.h.  

  • Til hamingju með húsakynnin :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:22 e.h.  

  • @Solla - Þakka þér :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home