Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, júní 30, 2006

HOW DO YOU LIKE IT !?!

Kominn tími á að setja bloggið í sumarklæðnað - hvernig líst ykkur á breytinguna? Er reyndar í smá vandræðum, næ ekki að vista breytingarnar þannig að það sé hægt að skrolla alla leið niður. Ef einhver kann lausn við því, please tell me ;)



Annars lýsi ég yfir ánægju minni með veðurguðina þessa dagana. Ég er ekki frá því að sólin létti lundina alveg um heilan helling. Erum búin að vera dugleg að fara í gönguferðir og ég er orðin öllu fróðari um Skagaströnd. Þórdís kom líka í menningarferð þangað í gær og það var yndislegt að fá hana og taka smá rölt með henni um bæinn. Ég sakna þess svo mikið að hafa ekki lengur mínar bestu vinkonur í göngufæri við mig!! Fann það svo voðalega mikið eitthvað þegar hún kom hvað mig hefur vantað það mikið undanfarið...

** Annars athyglisverðar auglýsingar í dagblöðum landsins :)
- Skv. Frétta- og Morgunblaðinu er ég að fara að leika á fiðlu á laugadaginn .. fiðlan mín er nú samt silfurlitað blásturshljóðfæri.

En jæja .. nú væri gaman að fá einhver komment á þetta, eiginlega alveg must svo maður verði ekki að einhverjum lonely bloggara. Góða helgi.

6 Comments:

  • hæ hæ Hugrún mín! Þetta er mjög sumarlegt hjá þér ;) Það er líka sumar og sól hér í hólminum. Er að plana ferð til þín, hvenær verðurðu í útlöndum? Gangi þér vel með fiðluna! :) sumarkveðjur Linda María

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:15 e.h.  

  • @Linda María - Hæ skvísa, takk takk, kannski að þetta sé dáldið litlaust :) Líst meira en vel á að fá þig í heimsókn og öllum mínum utanlandsferðum er lokið í sumar svo að þú ert velkomin anytime!
    ehemm .. já gangi mér vel .. hehe .. þetta verða reyndar þverflauta, píanó og söngur hjá mér en auglýsingin var engu að síður fyndin :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:18 e.h.  

  • Sælar..!
    Þetta LOOK er svo sannarlega að gera sig! Hélt fyrst að ég væri komin á allt allt allt aðra síðu, en ég er bara fáviti ;) Það er svosem ekkert nýtt!!

    Fiðlu! WHAT! Jæja, landkrabbar í morgunblaðinu! Söshj :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:42 f.h.  

  • Ég hélt að ég væri að villast :)
    Mér líst vel á þetta útlit. Fínt að breyta til stöku sinnum.
    Þetta með fiðluna! Þú klórar þig nú fram úr því með stæl. Ég hef einu sinni prófað og gat spilað a,b,c,d.....Þá er bara að redda fiðlunni ;)
    Veðrið er alveg dásamlegt þessa stundina. Það rignir svo mikið að ég hengdi óhreina þvottinn út á snúru og tek hann svo vonandi hreinan og fínan inn þegar þornar ;) Ekki amalegt það.
    Kveðja úr "Léttvínskoti" og koss til Hallbjargar.
    Sveitavargarnir

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:33 e.h.  

  • Ég hélt að ég væri að villast :)
    Mér líst vel á þetta útlit. Fínt að breyta til stöku sinnum.
    Þetta með fiðluna! Þú klórar þig nú fram úr því með stæl. Ég hef einu sinni prófað og gat spilað a,b,c,d.....Þá er bara að redda fiðlunni ;)
    Veðrið er alveg dásamlegt þessa stundina. Það rignir svo mikið að ég hengdi óhreina þvottinn út á snúru og tek hann svo vonandi hreinan og fínan inn þegar þornar ;) Ekki amalegt það.
    Kveðja úr "Léttvínskoti" og koss til Hallbjargar.
    Sveitavargarnir

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:02 e.h.  

  • @Thelma - Sælar :) Danke ... gott að lookið fór allavega ekki framhjá þér ;) Fiðluspilið gekk vel, múahaha.

    @Þórunn - Nei, nei, engar villigötur :) Jamm, komin með dáldið leið á græna litnum.
    ÉG hefði klórað mig fram úr ýmsum prentvillum, en fiðlu, tjah ekki viss um að það hefði farið vel. Skila kossinum ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 8:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home