Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, júní 13, 2006

USA (Boston)

Jæja. Komin heim frá Boston og þótt það sé nú alltaf frábært að fara út þá er ennþá betra að koma heim aftur!! Er gjörsamlega komin með uppí kok af ferðalögum ...... í bili ;)

En svona aðeins af ferðinni þá verslaði ég að sjálsögðu heil ósköp, enda hvernig annað hægt!! Fór og skoðaði Harvard og lenti í lífsháska á minn mælikvarða þar. Að standa alein í gluggalausu, litlu herbergi og vera allt í einu með hurðarhúninn í höndunum og hurðin læst er ekki skemmtilegt. TREYSTIÐ MÉR.

Svo sá maður auðvitað hinn víðfræga Cheers bar og dinner cruise siglingin stóð fyrir sínu. Fengum frábæran mat um borð og síðan voru þrír söngvarar sem sáu um fjörið og endað á diskóteki um borð.

Fór líka og hitti hana Elfu Þöll og átti með henni tvo frábæra sólarhringa. Hlakka mikið til að kíkja á hana þegar hún kemur í heimsókn á Ísland í ágúst með tilvonandi litla kríli :)

Að sjálfsögðu áttu skólaheimsóknir líka sinn þátt í ferðinni. Fór í þrjá mjög ólíka skóla, allt frá einkaskóla þar sem nemendur borga yfir milljón á ári fyrir að sitja í og alveg á hinn endann í skóla þar sem aðeins 6 nemendur af um 700 eru hvítir og 95 % nemendanna undir svokölluðum fátækramörkum og hafa allir upplifað að einhver í þeirra fjölskyldu eða þekkja til einhvers sem hefur verið myrtur. Mjög stór prósenta af nemendunum hafa líka átt heima í flóttamannabúðum svo það er óhætt að segja að maður hafi verið að skoða og upplifa eitthvað algjörlega nýtt!!

En jamm, ætla ekkert að hafa þessa ferðasögu lengri.... Sé fram á að ég muni blogga í algjöru lágmarki í sumar, margar góðar ástæður fyrir því..... Get ekki alveg útskýrt það þannig að það eigi heima á veraldarvefnum.....

Kveð í bili - Hugrún

11 Comments:

  • Þetta hefur verið frábær ferð út í eitt.....búin að heyra nokkrar ferðasögur og allar eru þær góðar :-)
    Samt ekki góð upplifun fyrir þig að lokast inn í þessu herbergi, ef ég á að segja alveg eins og er þá hefði ég ekki viljað vera nálægt þér....
    Ég sakna þess að þú komir ekki með til Danmerkur, þetta hefði verið góður tími fyrir okkur saman og hefði þétt okkur enn meira. En.....ætla ekkert að vera að væla um það neitt meira, maður fær víst ekki allt sem maður vill!!??!!
    Knúsí knús

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:41 e.h.  

  • @Helga - ó já þetta var æði ferð og margt brallað fyrir utan þegar ég lokaðist inni, ehemm, eins gott að einhver var nálægt!! Karlinn frá Seattle bjargaði mér ALVEG :) En já voða leiðinlegt með Danmerkurferðina, dáldið súrt að taka þessa ákvörðun en samt svo innilega sátt við að geta frekar staðið við bakið á mínum þegar á þarf að halda. Ég er sannfærð um að við fáum aftur tækifæri til að ferðast saman. Þú ert yndi!! Kram

    By Blogger Hugrún Sif, at 6:09 e.h.  


  • ....
    mig langaði bara að segja:
    fallegur söngur og flott útsetning á frábæru lagi. flautukaflinn kom skemmtilega á óvart
    ....
    ég ráfaði inná síðuna þína eftir smá ábendingu frá Lindu Maríu söngskólastúlku í kökuboði í dag.
    ....
    kveðja ásgeir helgi

    By Blogger �sgeir, at 11:08 e.h.  

  • Gargandi snilld hefur þessi ferð verið ;) Váávává öfund nei samgleðst fyrir utan innilokunina, ég hefði NETT crazyast á staðnum... Hafðu það sem best sæta mús, verð að viðurkenna eitt svona á sumrin sakna ég ótrúlega MIKIÐ alla þær snilldar vaktir sem maður stóð á haus með "genginu" hehe ;) Þú varst auðvitað hluti af því...

    Ég hélt að sá dagur myndi ALDREI renna upp að ég myndi sakna þess, en þetta voru auðvitað snilldartímar :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:25 f.h.  

  • @Ásgeir Helgi - þótt ég hafi ekki grænan grun um hver þú ert þá þakka ég kærlega takk kærlega fyrir hrósið :) Margt sem betur má fara og væri gaman að taka þetta lag upp einn daginn og fullvinna en þetta eru allaveg mínar hugmyndir hvernig má fara með lagið. Kv. Hugrún

    @Thelma - Eins erfitt og þetta var á köflum þá voru þetta líka svo skemmtilegar stundir :)Ég var náttúrulega BARA heppnust að fá þig og Finn í mitt lið því ég gat verið HITLER á köflum og alls ekki allir sem gátu tekið því. En aldrei að vita hvað gerist einn daginn :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 8:14 f.h.  

  • Gaman að heyra að ferðin hafi verið skemmtileg en það er alltaf gott að koma heim eftir að hafa verið úti.
    Shit þú að lokast inni, ekki alveg rétta manneskjan til þess en það jákvæða er nú samt að þú fékkst ekki taugaáfall sem ég hefði nú alveg trúað að gæti komið fyrir þegar þú lendir í þessum aðstæðum.
    Það styttist í að ég komi norður og þá verðum við nú að eiga nokkrar góðar stundir saman, þær hafa nú ekki verið margar á þessu ári.
    kiss kiss
    Sigrún

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:41 e.h.  

  • @Sigrún - æi veistu það bjargaði mér alveg hvað ég var stutt þarna inni ..... annars hefði ég örugglega fríkað út ... :) En jamm, hlakka mikið til að fá þig á Norðurlandið. Maður eyðir aldrei nógu miklum tíma með góðum vinkonum. Heyrumst skvís.

    By Blogger Hugrún Sif, at 6:29 e.h.  

  • @Ásgeir Helgi - HEY, forvitna ég varð svo forvitin og sló Ásgeir Helgi uppá íslendingabók og LOL heldurðu ekki að amma þín og afi minn séu systkini. Þetta er minnsti heimur EVER!!!! :-D og alveg fáránleg tilviljun :D

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:11 e.h.  

  • HeHe.. Hitler ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:27 f.h.  

  • Takk fyrir heimsóknina í Boston Hugrún mín, það var frábært að fá þig og eiga með þér smá tíma.
    Hlakka til að sjá þig í ágúst fyrir norðan.
    kv
    Elfa

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:38 e.h.  

  • @Elfa Þöll - takk Elfa mín. Sjáumst :-* ÉG bíð alltaf spennt frétta af litla krílinu, nú fer að koma tími á þetta!! :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 3:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home