Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Fyrsti umsjónarbekkurinn minn :)










Ljósmynd: Jón Sigurðsson

Æi ég varð eiginlega að setja inn eina mynd af árgangi 1990 :)
Þessi bekkur á alltaf eftir að lifa sterkt í minningunni því þau eru fyrstu umsjónarkrakkarnir mínir og svo margt sem ég lærði af þeim. Þau urðu sko fyrir barðinu á fullt af byrjendamistökum mínum sem kennari ;) en ekki hægt að hugsa sér betri bekk til að byrja með. Ekki skemmdi svo Danmerkurferðin okkar fyrir sem heppnaðist frábærlega :) Mér finnst líka svo skondið að hugsa til þess að þess að þegar ég var í 10. bekk voru þau 1. bekkingar :-D svo ég náði einu ári með þeim sem nemandi grunnskólans.
Svei mér þá .... þetta fer að hljóma eins og minningarræða .... en ég allavega sé eftir þeim.

9 Comments:

  • hahaha... snilld! Þú gætir alveg verið bara ein af þeim, að útskrifast úr 10 bekk! ;)

    By Blogger Linda Hlín, at 7:06 e.h.  

  • Flottur hópurinn þinn og þú :)
    Ég er svo sammála þér, maður á eftir að sakna krakkanna sinna sem manni þykir ótrúlega vænt um. Við eigum eftir að fylgjast með þeim úr fjarlægð.
    Kv. frá nr. 1

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:43 e.h.  

  • @Linda - hehe, já maður er kannski hálf krakkalegur bara þarna með þeim :) vonandi að það verði sem lengst!!! Annars er ég orðin ansi spennt að hitta ykkur 1982 fólk og taka með ykkur rúnt um skólann .. :)

    @Vigga - æi já mér finnst þetta svo flottur hópur eitthvað. Maður á eftir að "njósna" um þau þegar fram líða stundir og vona í hjarta sínu að öllum vegni vel.. Er annars alltaf á leið götuna í kaffisopa ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 8:04 f.h.  

  • @Soffía - Humm, held að kommentið þitt hafi akkúrat komið á meðan ég var að svara hinum :-D En jamm þeim hefur fjölgað jafnt og þétt og frekar fróðlegt að pæla aðeins í þessari mynd og telja hvað þau eru mörg þarna sem voru frá 1. bekk, og er það hér með orðin gáta ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 8:07 f.h.  

  • Já.. það verður án efa stemmning í því... ég heyri nú í þér fljótlega áður en ég kem norður!

    By Blogger Linda Hlín, at 7:00 e.h.  

  • @Skúli - ó já ... þau vaxa og eldast og þroskast :) ... og ó já maður þykist nú eiga pínu pons allavega .. hehe

    @Linda - Jamm láttu heyra í þér. ÉG held hreinlega að stærstur hluti fjölskyldunnar sé barasta á leiðinni á svæðið. Bara gaman :)

    EN GÁTAN ..... Enginn??

    By Blogger Hugrún Sif, at 1:33 f.h.  

  • Sæl Hugrún! Bara fyrir þessa mynd og þína fyrirmynd þá ætti ég kannski tilverurétt á krækju hjá þér. Hvort sem þér líkar betur eða verr þá er hún 123.is/jonsig

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:12 e.h.  

  • Kære Hugrún
    Dejligt billede og dejligt at gense din søde klasse. Stort tillykke med dem og til dem. jeg kan stadig huske de flestes navne.... underligt noget at gå at huske på!
    Her i Århus er sommeren i top med sol og blå himmel de fleste dage. Thor vokser og glæder hver dag sine forældre.
    Mange kærlige hilsener fra Vangen 6

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:37 f.h.  

  • @Jón Sig - Búið að kippa því í liðinn :) og breyta aðeins færslunni. ÉG því miður er bara ekki búin að venja mig á að virða höfundarrétt annarra hvað varðar notkun ljósmynda á internetinu. Hugsunarleysi þar á ferð. Maður er alltaf svo meðvitaður að geta heimilda þegar maður er að gera eitthvað á riti en hugsar ekkert út í svoleiðis með myndirnar og vonandi hér með skref tekið í átt að því. Vona að þetta hafi ekki komið að sök.

    @Anne - Sjovt at du kan stadig huske navnene ;) Kan du ogsaa huske hvordan de skal udtales ;) Her i Island har vi ikke set saa meget sol, MEN REGNVEJR .. ja det faar vi masse af. Jeg er meget ked af at jeg ikke kunne komme til DK, sidste gang men haaber at jeg kan komme snart og se jer. Kærlig hilsen fra Skagastrond. Hugrun :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home