Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Um daginn og veginn ....

Karlinn er heima þessa vikuna ...

kann vel við að hafa hann sem heimavinnandi húsmóður :) Ég hef ekki þurft að setja í svo mikið sem eina þvottavél, eldað eina máltíð sem var ekki meiri eldamennska en makkarónugrautur og rykið bara hverfur sjálfkrafa .... Jú - ég reyndar setti upp einar eldhúsgardínur.

ósköp ljúft allt saman - en í næstu viku lýkur nú húsmóðursorlofinu og heimilishaldið verður aftur að sameiginlegri vinnu okkar :)

Síðasta helgi varð hin allra besta. Það var allt svo óljóst hvernig fyrirkomulagið á henni yrði en úr varð að við Jonni fórum bæði Suður ásamt bróður mínum. Fórum í alveg yndislegt brúðkaup hjá Kristínu Heiðu og Gumma. Ég söng og spilaði fyrir þau í kirkjunni og litla systir mín, brúðarmeyjan, stóð sig eins og hetja í sínu hlutverki.!.

Næsta helgi verður síðan tileinkuð menningar- og fjölskyldulífi. Húnavaka - og von á fullt af fjölskyldumeðlimum í Húnavatnssýsluna. Ég mun rifja upp Kaninku hlutverkið og ætla rétt að vona að ég hræði ekki líftóruna úr neinu barni í þetta skiptið :-/ Frekar óþægileg tilfinning að heyra af barni sem dreymdi martraðir og alveg skíthrædd við þessa hræðilegu kanínu í marga daga á eftir.

Saumó í gær :) Frábært að hitta allar stelpurnar aftur þótt það reyndar hafi vantað tvær dömur. Enda líflegur klúbbur sem samanstendur af 10 stelpum (erum við annars nokkuð orðnar konur). Vigdís Elva var með "smá gúmmilaði" að hennar sögn. En þetta SMÁ orð hjá henni er bara ekkert smá því það er ótrúlegt hvað hún hristir fram úr erminni. Enn og aftur, vildi óska að ég hefði bara brot af húsmóðursgenunum hennar :-/

Jæja - komið gott fyrir lifandis lögnu. Einu sinni enn - sakna þess að sjá ekki líflegra kommentkerfi þessa dagana ;) Látið nú endilega gamminn geysa.!.

8 Comments:

  • Uss við eigum eftir að vera svo skemmtilegar að blessuð börnin gleyma því að verða hrædd ;P

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:27 e.h.  

  • Þetta er eina atriðið sem mig langar til að sjá. úff er að hugsa um að fjárfesta í video cameru bara til að eiga þetta að eilífu.
    gangi ykkur vel

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:49 e.h.  

  • @Bangsímon - segðu ;) Sjáumst í dag .!.

    Gríslingur - ahahahahah, og af hverju í veröldinni ert þú ekki með okkur að sprella. Skora á þig .. ;) en takk annars.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:45 f.h.  

  • Jæja frænka góð eða á ég að segja Kaninka góð... nú er ég á leiðinni norður í sýsluna góðu og er alveg ótrúlega spennt. Hlakka til að sjá þig sæta. ;)

    By Blogger Linda Hlín, at 12:36 e.h.  

  • Já það má svo sannarlega treysta á stelpurnar í leikfélaginu...........þeir mega svo taka þetta til sín sem vilja af karlpeningnum :-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:34 e.h.  

  • @Linda Hlín - Hlakka ótrúlega mikið til að sjá þig og auðvitað alla hina ættingjana :) Þetta á eftir að verða athyglisvert allt saman, við erum að spá í að tjalda bara minns og Jonni á laugardagskvöldinu sökum mannmergðar á Húnabrautinni, hehe. SEE YA.

    @Forynjan - HEYR HEYR, hehe. Látum ekki spyrjast út um okkur að geta ekki sprellað í nokkrar mínútur ;) EGILL ætlarðu að láta þetta spurjast út um þig ... Drattastu í Grísla og komdu með okkur!

    By Blogger Hugrún Sif, at 3:12 e.h.  

  • Takk sömuleiðis, þetta var frábær ferð. Ég er enn í skýjunum yfir þessu öllu.
    Bið að heilsa öllum
    Kveðja Sigrún

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:56 e.h.  

  • @Sigrún - skila kveðjunni og gangi þér vel í náminu þínu .!. Aldrei að vita nema að maður kíki til Eyja einn daginn og láti þá heyra í sér :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home