Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Í bljúgri bæn
Í bljúgri bæn og þökk til þín
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.

Ég reika oft á rangri leið
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer
og man svo sjaldan eftir þér.

Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ drottinn minn.

5 Comments:

  • Þú ert yndislegust !!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:48 e.h.  

  • Þetta er einn fallegasti sálmur sem ég veit um og ég fékk alveg tár í augun við að lesa hann yfir hjá þér....

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:20 f.h.  

  • Þetta er uppáhalds sálmurinn minn (",)...

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:02 f.h.  

  • Ótrúlega fallegur sálmur:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:06 f.h.  

  • @Helena - Takk dúllan mín og takk fyrir ómetanlegan stuðning undanfarið .!.

    @Helga - æi já hann hefur svo rosalega mikinn boðskap.

    @Halla - einn af mínum uppáhalds líka :)

    @Gréta - sammála þar.

    By Blogger Hugrún Sif, at 7:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home