Í bljúgri bæn
Í bljúgri bæn og þökk til þín
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ drottinn minn.
5 Comments:
Þú ert yndislegust !!!
By Nafnlaus, at 10:48 e.h.
Þetta er einn fallegasti sálmur sem ég veit um og ég fékk alveg tár í augun við að lesa hann yfir hjá þér....
By Nafnlaus, at 8:20 f.h.
Þetta er uppáhalds sálmurinn minn (",)...
By Nafnlaus, at 10:02 f.h.
Ótrúlega fallegur sálmur:)
By Nafnlaus, at 11:06 f.h.
@Helena - Takk dúllan mín og takk fyrir ómetanlegan stuðning undanfarið .!.
@Helga - æi já hann hefur svo rosalega mikinn boðskap.
@Halla - einn af mínum uppáhalds líka :)
@Gréta - sammála þar.
By Hugrún Sif, at 7:14 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home