Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Blogg skal það verða

Er alveg lens þessa dagana. Opna bloggið aftur og aftur og aftur og kem ekki einu einasta orði af viti frá mér. Búin að vista svo margar færslur sem draft af því að mér finnst þær bara ekkert eiga erindi á veraldarvefinn... þannig er nú það.

Átti gott framtak í gær. Týndi bíllyklunum og var nú ekkert á því að þora að segja mínum manni frá því, ekki að það kæmi honum á óvart en þetta eru einu lyklarnir okkar og hefði nú orðið skrautlegt ef bíllinn væri fastur á skólaplaninu og ég háð því að komast á milli, en jæja, leitaði allavega vandlega í skólanum því ég mundi VVEEELL eftir því að hafa læst bílnum með lyklunum. Mundi hins vegar ekki eftir því að hafa svo bara labbað í burtu og skilið lyklana eftir í skránni ...... Fjúkket að einhver tók sig ekki til og keyrði bara í burtu á drossíunni, það hefði orðið kapituli út af fyrir sig.

Kántrýhátíðin var haldin með pompi og prakt um helgina. Jonni var á útopnu í hljóðkerfinu og ég spilaði með honum nokkur lög og tók svo þátt í gospel. Héldum líka afmæli í íbúðinni okkar, ekki mitt og ekki hans, heldur 25. ára afmæli fyrir hana Helgu okkar. Heppnaðist vel og allir kátir með kvöldið held ég, meira að segja Helga Braga kom í teitið og ekki langt frá því að hún yrði gerð kjaftstopp. "Þú ert svo falleg á litinn, hefurðu verið einhvers staðar erlendis" :-D Fórum svo öll í kántrý og doldið mikið stappað þar en við Jonni vorum síðan orðin svo þreytt að við stungum af þaðan, heim í holuna okkar, án þess að láta kóng né prest vita.

Over and out, farin.

4 Comments:

  • Já þetta með lyklana í gær var bara snilld því ég var alveg búin að spyrja þig nokkrum sinnum hvort þeir gætu verið í bílnum :-) En takk kærlega fyrir mig um helgina, þetta var yndislegt í alla staði og þið eru æði að hjálpa mér svona mikið og mest æði fyrir að lána mér húsnæðið. Takk takk takk!!! Viðvera Helgu Brögu var mjög skemmtileg og já þessi setning er rosalega minnistæð úr partýinu....nýasta pikk up línan...þú ert svo flott á litin ;-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:28 e.h.  

  • @Helga - þeir voru sko strangt til tekið ekki inní bílnum ;) En já, helgin var æði pæði, ekkert smá gaman hjá okkur þótt ég hafi nú verið orðin voðalega lúin undir restina, hélt meira að segja að ég myndi ekki hafa það af að vakna í messuna.

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:03 e.h.  

  • Já við eigum það greinilega sameiginlegt með lyklana þessa daga. Ég fann mína, þeir voru nú bara á sínum staði í vinnunni, gera nú lítið gagn þar þegar ég er læst úti, en það bjargaðist sem betur fer.
    Þessi lína var bara snilld :)
    Takk fyrir helgina :)

    Kidda

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:40 e.h.  

  • @Kidda - takk sömuleiðis kærlega. Vildi að þú kæmir oftar Norður til okkar, og æi get reyndar ekkert stært mig af því að vera dugleg að láta sjá mig í Rvk-inni hjá þér :/

    By Blogger Hugrún Sif, at 5:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home