Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Ég get, ég ætla, ég skal.

Hæ elskurnar mínar :)

Nú er allt komið í fullt fjör í skólanum og ég eins og ég á að mér að vera frá fyrsta degi. Tókst að skrifa TVISVAR sinnum á töfluna með permanent (varanlegum) túss sem fer ekkert af nema með hundakúnstum. Tónó byrjar eftir helgi og kirkjukórinn fer hvað úr hverju á fullt, alls er ég komin í 185 % stöðugildi sem er engan veginn sniðugt en æi ég hlýt að lifa þessa 9 mánuði af og geri svo róttækan niðurskurð. Ætla nú t.d. í SUMARFRÍ næsta sumar, enda erum við fjölskyldan byrjuð að skipuleggja smá reisu :)

Verð að segja eina ótrúlega krúttlega sögu af dóttur minni .!. Hún var á Blönduósi aðfaranótt sunnudags og hefur alltaf fengið að sofa hjá Raddý í holunni hennar en á sunnudagsmorguninn vaknaði hún ekki þar. Nú var illt í efni, kominn köttur í ból bjarnar. Hún arkaði til baka og spurði af hverju hún hefði verið færð, frekar mikið ósátt. Fékk þau svör að það hefði ekki verið pláss fyrir þrjá, en þá svaraði hún um hæl, getur hann ekki sofið annars staðar? Æi hún var nú ekkert alveg á því að deila Raddý sinni með sér :)

Við skötuhjúin vorum að ganga frá ótrúlega spennandi helgi, fáum að fljóta með Geitaskarðsmafíunni í Skrapatungugleðinni. Ætluðum fyrst að vera bara með á laugadeginum en freistuðumst til að taka bara helgina í þetta og vera með frá upphafi til enda. JJJiiiii hvað þetta verður yndislegt, ég nefnilega missti af þessu í fyrra, "mátti ekki fara" ..... smá biturleiki, sorrý.

En jæja, er á svo miklu bjartsýnisflugi núna, æi sem betur fer. Búin að vera svo agalega lítil og líða svo öömurlega illa í sumar, jamm þannig er það bara því miður, kaldhæðnislegt þar sem ég á svo góða að en með hjálp góðs fólks og endalausa þolinmæði unnusta míns er þetta að komast í góðar horfur. Það tekur ekkert smá á að leika hana Pollýönnu allan daginn, orkan hendist í burtu frá manni og þegar heim kemur fær heimilisfólkið á baukinn ... Held ég standi bara eftir sem sterkari einstaklingur og reynslunni ríkari.

Takk kærlega þið yndislega fólk sem hefur staðið við bakið á mér :-*
Maður segir fólkinu sem manni þykir vænt um aldrei nógu oft frá því ....

3 Comments:

  • Þú ert yndislegust ;-) Spurning samt um að fara að plana einhverja stelpuferð upp í sumarbústað og skilja kallfuskana okkar eftir heima með börnin......

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:04 e.h.  

  • Æji þú ert lítill æðibita moli.. ;) Ótrúlega krúttuleg saga með litlu dömuna ;) Kitlaði fram bros..

    Annars gangi þér geggjað vel með þessa KLIKKUN vinnu stelpa, veit að þú beilar ekkret á svona löguðu...

    Over and out

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:30 e.h.  

  • @Helena - Líst vel á þetta plan, hehe ;)

    @Thelma - æðibita moli, ahaha, þetta er snilldarlýsingarorð :-D Ég reyni mitt besta að beila ekki, tel niður dagana þangað til minnkar hjá mér :) Aríós

    By Blogger Hugrún Sif, at 4:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home