Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Miðvikudagur

Hversu mikill Skagstrendingur er ég orðin þegar ég er farin að láta krakkana á Blönduósi syngja Komdu í Kántrýbæ? ;)

Fékk frábæra heimsókn í gær. Erla og Helga komu í mat til mín og að sjálfsögðu pasta í matinn .!. Ekki eldað pasta á mínum bæ nema að það séu matargestir því Jonni gikkurinn minn borðar það ekki og Hallbjörg vill enga sósu þannig að ekki fer ég að elda það handa mér einni eins og mér finnst það gott. Annars er þetta allt saman að koma hjá þeim, ég er soddan Hitler þegar kemur að því að borða, litla daman látin smakka allt og klára af disknum sínum. Jonni er líka farin að borða smá sósu með kjöti og karlinn borðaði marengsköku í brúðkaupi um daginn. Ég er viss um að hann verður farinn að borða fisk með bestu lyst áður en langt um líður :-D Þetta er nefnilega ekkert grín skal ég segja ykkur, það getur doldið tekið á taugarnar að fylgja öllum sérþörfum heimilisfólksins. Finnst stundum eins og ég sé skrítin þegar ég er ein að pukrast með rauðkálið mitt, ananasinn eða grænmetið mitt. En þetta hlýtur nú að hafast hjá þeim :)

Jæja - tveir dagar í helgi.
Verið blessuð .....

3 Comments:

  • Blessuð eldaðu sem oftast pasta ég er alltaf tilbúin að koma og borða með þér....eða þú mátt líka alveg mæta með afganginn til mín takk fyrir mig

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:35 e.h.  

  • Kannast við svona sérvitringa. Ein jólin borðaði sonur minn hamborgarahrygginn sinn bara með TÓMATSÓSU!!!! Engar brúnaðar kartöflur ekkert jólasalat engin uppbökuð sósa ....varð frekar foj og velti því heillengi fyrir mér til hvers ég hefði eiginlega verið að hafa fyrir þessu öllu!
    En hann er að koma til drengurinn ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:09 e.h.  

  • @Mamma - verði þér að góðu :) Þú hefur stundum notið góðs af .. hehe.

    @Solla - ahahaha þetta er snilld. Æi þetta hlýtur að koma smám saman en annars hefur þetta gerst ansi hægt þá hjá honum Jóni mínum :-D

    By Blogger Hugrún Sif, at 4:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home