Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, ágúst 28, 2006

VIKA 2

Hvers eigum við að gjalda??

Símanúmerið í Kántrýbæ er 452-2829
Símanúmerið okkar er 452-2928

Þetta hefur í för með sér að nánast á hverjum einasta degi heyri ég á hinni línunni "er þetta ekki í Kántrýbæ" og ég segi "nnnnneeiiiii það er öfugt" Alveg spurning að fara að taka bara á móti pizzupöntunum, annars er nú komin vetraropnun núna þannig að þessu fer að linna í bili.

Við fjölskyldan erum að fara í hópferð til tannlæknis á morgun og ég er ssssvvvvooo með í maganum yfir því .!. Ég verð nefnilega að játa á mig að ég hef ekki farið í rúmlega 6 ár því síðasta ferð varð algjör martröð. Tannsi rak hnífinn í kinnina á mér og þurfti að sauma þar nokkur aukaspor og svo tók hann jaxl, en af því að hann óx á hlið varð að mölva hann upp. Þetta var svo hræææðilegt og ég var svo bólgin og æi ég verð bara eins og lítið barn þegar ég hugsa um þetta því þetta er það versta helvíti sem ég hef lent í og mig langaði bara að öskra og gefa tannsa á kjammann því deyfingin var ekkert að virka sko. En vonandi að þetta verði nú betri upplifun á morgun. Jonni á yfir höfði sér svipaðan trassaskap og ég þannig að ég er ansi hrædd um að þetta muni kosta okkur nokkrar krónur ......

Við fórum í alveg frábæra afmælisveislu um helgina þar sem Hallbjörg fór á kostum. Þær frænkur, hún og Valgerður, létu sig ekkert muna um að syngja fyrir tæplega 100 manns, ó nei, þeir vildu bara ólmar fá að syngja bara meira :) Jonni stóð sig líka frábærlega, sá um veislustjórnina. En skrifa nánar um þetta allt saman á síðuna hennar Hallbjargar. Alveg nóg að skrifa um þetta einu sinni :)

Jæja - bið að heilsa - vona að ég lifi morgundaginn af.

4 Comments:

  • Hehehe þú myndir nú kannski græða smá ef þú færir að baka pizzur fyrir Skaggana :-) En gangi ykkur vel hjá tannsanum...... Annars verður hún Erla okkar hérna í vikunni og við vorum að hugsa um að fá þig með okkur í vinkonukvöld :-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:27 f.h.  

  • @Helga - jamm en verst að ég sé ekki alveg fram á að finna tímann til þess, annars gera þeir í Kántrýbæ úrvals flatbökur þannig að þeir mega bara gera það áfram :)
    Snilld ..... vinkonukvöld hljómar alltaf rosalega vel, efast sko EKKI um að við getum ekki spjallað eeendalaust. Alveg til í að taka aftur svona matarkvöld eins og síðast og við leyfum þér núna að smakka pastað sem okkur langaði svo að láta þig smakka síðast :) Hvernig hljómar þetta plan?

    By Blogger Hugrún Sif, at 11:36 f.h.  

  • Þetta plan hljómar alveg glimrandi, nei óhætt er að segja að við getum talað endalaust og það er svo innilega gott!! Hlakka bara til.....

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:45 e.h.  

  • @Helga - Þið eruð velkomnar til mín ef þið viljið, annars er alveg komið að mér að koma á Blö, en svo þægilegt að hafa íbúðina út af fyrir okkur :) Get alveg lofað ykkur að Jonni er til í að yfirgefa svæðið eina kvöldstund fyrir okkur :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 6:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home