Voru 4,2 sekúndur að skipta um dekk á kappakstursbíl
(hluti úr frétt af mbl.is)
,,Óvenjuleg keppni var haldin í Smáralind í dag í tilefni af heimsókn Marks Webbers, ökumanni Williams-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum, hingað til lands. Kepptu sex 12 manna lið í að skipta um dekk á Williams kappakstursbíl á sem stystum tíma. Vinnufélagar hjá fyrirtækinu Vörumiðlun, sem skipuðu eitt liðið, gerðu sér lítið fyrir og skiptu um dekkin á aðeins 4,2 sekúndum og slógu þar með met í slíkri keppni.
Um var að ræða svonefnda „pit stop“ keppni, sem hefur verið haldin víðsvegar um heiminn síðastliðin tvö ár. Vinnufélagarnir hjá Vörumiðlun, sem höfðu stofnað með sér liðið Truck Co., slógu fyrrverandi dekkjaskiptamet svo um munaði með tímanum 4,2 sekúndur en það er sá tími sem það tók liðið að losa fjögur dekk á felgum og setja 4 ný á kappakstursbílinn. Gamla metið var 6,1 sekúnda og munar um minna í sporti þar sem hundraðshlutar úr sekúndu geta skilið að fyrsta og annað sætið.
Að launum afhenti Mark Webber félögunum í Truck Co ferð á Formúlu 1 keppnina í Tyrklandi þann 26.-27. ágúst. Innan liðsins var gantast með það hvort þeir væru búnir að fá frí í vinnunni til að fara á keppnina.
Þetta er í fyrsta skiptið sem svona keppni er haldin á Íslandi en bíllinn var fluttur sérstaklega til landsins ásamt búnaði til dekkjaskiptana á vegum Baugs Group."
Til hamingju með þetta Ármann Óli og félagar .!.
4 Comments:
Maður er náttlega..stoltur af frænda sínum.Stoltur afinn sá honum bregða fyrir í sjónvarpinu.Eða svo hélt hann.
By Nafnlaus, at 10:30 e.h.
Dekkjaskipti !!!!!!!!!!!!!!
By Nafnlaus, at 10:42 f.h.
Hver er ananymous í þetta skiptið :)
By Hugrún Sif, at 7:32 e.h.
anonymous
By Nafnlaus, at 11:32 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home