Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, september 20, 2006

Allt að gerast ...

ÉG þrjóskaðist til að bíða eftir tveggja stafa tölunni :)

En annars er allt að gerast á bænum þessa dagana:

- Við Jón Ólafur tókum þá ákvörðun að halda jólin heima á Ránarbraut 22 og mun það verða í fyrsta skipti hjá okkur báðum sem við höldum okkar eigin jól. Erum mjög spennt þótt það verði skrítið að vera ekki með mömmu, Heimi, afa og Önnu. Erum sem betur fer bæði alin upp við rjúpur þannig að það þarf allavega ekki að deila um hvað verður í matinn :)

- Við vorum að bóka helgarferð í vetrarfríinu okkar og þið megið geta hvert ;) Hlakka ekkert smá til! Hittir reyndar þannig á að mútta og hennar vinkonur eru að fara út á sama tíma, jamm vetrarfrí hjá öllum kennslukonunum ;) en það er bara notalegt að vita af þeim í næsta nágrenni þar sem við erum nú ekkert að fara að sitja í fanginu á þeim :) Erum aðeins byrjuð að plana í hvað dagarnir fara en Christiania, dýragarðurinn, Strikið og að hitta Lise Lotte er allavega bókað. Jólatívolíið opnar akkúrat helgina eftir þannig að það verður bara að bíða betri tíma að Jonni fái að upplifa það. Það er eitt það magnaðasta sem ég hef séð.

Er byrjuð að hita sjálfa mig upp í dönskunni og með átak í 10. bekk sem gengur út á að inní kennslustofunni er einungis töluð danska. Maður verður hálf ruglaður á þessu því stundum þegar ég kem inní vinnuherbergi finnst mér ég ekki mega tala íslensku og svo getur þetta farið í smá bland eins og ég sagði t.d. ég spisaði í morgun, en spisaði er auðvitað dönsk sögn að hluta til en ég skellti bara íslenskri þátíð á hana.....

Stutt og laggott í dag. Megið endilega halda áfram að vera dugleg að kommenta ;)

4 Comments:

  • sæl Hugrún mín
    Það verður sko örugglega notalegt að vera bara heima hjá ykkur um jólin. Við erum líka að spá í að gera það líka nú þetta árið.
    Ohh hvað ég öfunda þig að vera að fara út núna bráðlega....
    Knús og kossar úr Grafarholtinu
    Halla

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:10 e.h.  

  • Manstu þegar ég, þú og Svanhildur fórum í jólatívolíið og vorum allar alveg dolfallnar! OOOHHH það var svo gaman!!!

    By Blogger Linda Hlín, at 7:35 e.h.  

  • Æi það er bara kósý að halda jólin sér.....Sérstaklega þegar það er barn til staðar....í staðinn fyrir að þurfa að flytja alla pakkana á milli!!!
    En vá hvað ég öfunda ykkur að vera að fara til DK, væri alveg til í að skella mér bráðlega. Hey kannski ég skoði það bara :-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:29 e.h.  

  • @Halla - hæ Halla :)
    æi já ég held það verði yndislegt að skapa sínar eigin hefðir sem verða eflaust litaðar af hefðum okkar beggja. Skora bara á ykkur að gera slíkt hið sama :)
    Æi það er svo gott að komast út alltaf öðru hvoru .!.
    Knús og kossar rakleiðis til baka :) þín Hugrún

    @Linda - æi það var bara æðisleg tilfinning. Maður þarf að fara að grafa upp spóluna og horfa á hana aftur, þetta var yndislegasti afmælisdagur lífs míns. Það sem þið náuð að koma mér á óvart, shit!!

    @Helga - hehe, einmitt það fyrsta sem mamma sagði, það verða dáldið mikið færri pakkar undir trénu þá :-D held að ég sé lítið skárri en börnin. En annars erum við voða spennt að láta vaða á þetta. Þú lætur bara vaða fljótlega á DK :) Alltaf gaman að fara þangað.

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home