Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, september 15, 2006

heil & sæl

Doldið langt síðan síðast ....

Um þarsíðustu helgi var mín fyrsta athöfn sem organisti - jarðaför. Ég lifði það allt saman af og skilaði mínu bærilega. Hefði getað gert betur og hefði getað gert verr, það verður bara að lifa með því, kórinn allavega stóð sig frábærlega. Ég var ekkert smá kvíðinn þessari athöfn og var með NON-STOP magaverk frá því að ég fékk að vita um þessa athöfn þangað til hún var afstaðin. Líkaminn minn er ekkert voðalega hrifinn af þessu ástandi og þótt ég éti út í eitt hrynja kílóin og er ég í fyrsta skipti síðan í grunnskóla held ég svei mér þá komin undir 60 kg sem mér finnst bara ekki nógu sniðugt verandi 171 cm á hæð. Ekki að ég sé að kvarta undan því að léttast án þess að þurfa að hafa fyrir því - HELL NO - en þetta er nú samt komið gott í bili.

Undanfarnar tvær vikur hef ég verið "einstæð" móðir því Jonni er búinn að halda sig um borð í Arnari, en hann var í slipp á Akureyri. Þótt ég saknaði hans nú helling þá var líka mjög gott að fá smá tíma ein með Hallbjörgu. Höfum haft svo gott af því að vera bara tvær einar saman og ekkert yndislegra en að vakna við að hún sé að lauma sér undir sængina manns og að knúsa mann. Það var samt yndislegt að endurheimta Jonna aftur úr vistinni og karlinn meira að segja svo sætur að koma með gjöf handa konunni sinni. Prik fyrir það.

Síðasta helgi var Æ-Ð-I í alla staði. Við skötuhjúin fórum í göngur með Geitaskarðsmafíunni. Nýja veiðihúsið í Langadalnum tekið á leigu og svo kom kokkur á laugardagskvöldinu og eldaði handa okkur besta mat ever þegar við komum af baki og vorum búin að liggja í heita pottinum.

Vorum á hestbaki frá 08:30 til ca 18:30 á laugadeginum og ég fékk þessa líka hrikalegu strengi í bakið. Þurfti nefnilega að skipta um hest seinni hluta leiðar því ég var ekkert að ráða við Hróa, hestinn sem ég fékk. Hann var allt of viljugur fyrir mig og þegar hann var búin að prjóna tvisvar með mig af því að ég fór ekki af stað þegar honum hentaði og alveg búin á því að halda í hann til að hann ryki ekki gafst ég endanlega upp á honum og orðin pínu smeyk þannig að pabbi lét mig hafa Tý í staðinn. Þá fyrst fór ég að njóta ferðarinnar almennilega og gat loksins verið samferða Jonna með slakan taum. Hugsa samt að Jonni hafi lent í mestu hrakningunum í hópnum því við tvö ásamt Auði þurftum að fara á undan áður en við komum í Kirkjuskarð út af áðurnefndu óþolinmóðu hrossi sem ég var á og fórum við doldið vitlausa leið :-/ Get verið svo mikill sauður, átti alveg að vita leiðina þar sem ég hef nú farið þetta áður en ....

Allavega - í stað þess að fylgja ánni óðum við í einhverjar mýrar og þar pomsaði hesturinn hans Jonna niður og meira að segja hausinn á hestinum fór í kaf. SHIT hvað mér brá en Jonni var fljótur til að stökkva af baki og hjálpa merinni að krafla sig upp aftur.

En jæja, nóg af hestasögum í bili. Skora síðan á ykkur að nota kommentkerfið því þetta er nú doldið lonely blogg finnst mér þessa dagana og algjör skandall að það séu vel rúmlega hundrað heimsóknir á dag en einungis einn og tveir að kommenta. I know ég er að tala um þetta í 63. skiptið, en það er bara svo miklu skemmtilegra að skrifa þegar lesendur taka þátt. Fer hér með í bloggfrí þangað til að kommentin eru komin í tveggja stafa tölu.

Bið að heilsa í bili,
ykkar Hugrún

10 Comments:

  • Jonni á hestbaki þetta er eitthvað sem ég verð bara að sjá hehe! Farðu svo að hætta þessu stressi vil ekki sjá þig hverfa niðrí ekki neitt!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:50 f.h.  

  • Brjálað að gera - tjékk
    Ævintýri - tjékk
    Svaðilfarir - tjékk

    Vertu nú dugleg að blogga krúsin mín.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:11 f.h.  

  • Kvitt kvitt :)

    kv Lena

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:38 e.h.  

  • Hæ pæ!
    Takk fyrir mjög gódan klubb í sýdustu viku.
    Sjáumst.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:42 e.h.  

  • kvitti kvitt:)
    alltaf gaman að sjá nýtt blogg á þessari síðu.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:04 e.h.  

  • Ekkert bloggfrí góða mín!! En takk fyrir ágætis rall á lau.kvöldinu.....spurning hvort fólk haldi að við séum snobbaðar eða asnalegar :-) hehe

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:04 f.h.  

  • sæl frænka mín. Þetta hlýtur að hafa verið þvílíkt ævintýri þessar göngur. En hlakka til að sjá þig aftur sem fyrst sæta mín. Verum líka duglegar að tala í síma.. you know! ;)

    By Blogger Linda Hlín, at 1:00 e.h.  

  • kvitt kvitt er frekar lélegt komment en mér dettur ekkert skárra í hug

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:24 e.h.  

  • Göngur, það er bara æði!! Fór líka í svoleiðis síðasta laugardag og ég get svo svarið það að ég var með strengi ALLSTAÐAR. Meira að segja í maganum!! Kvitt kvitt Líf&Fjör

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:34 e.h.  

  • @Jenný - hehe, þú kemur bara með okkur að ári ;) en já já er að vinna í stressinu sko, er öll að mildast :)

    @Jórunn - Talan er allavega komin í tveggja stafa þannig að það ætti að detta inn ein á næstunni.

    @Lena - móttekið móttekið

    @Vigga - Takk sömuleiðis, þurftum að tala voðalega mikið eitthvað ;) en fegnastur er maður alltaf að nú eru allavega 8 klúbbar í að ég sé aftur næst, hehe.

    @Gréta - móttekið .!.

    @Helga - takk sömuleiðis, þetta var með allra slöppustu röllum ever, hehe, og örugglega allir á því að við séum snobbaðar frekar en hitt, múahaha.

    @Linda Hlín - Göngurnar voru bara æði :) en já hlakka sömuleiðis til að hitta þig aftur dúllan mín. Það er svo gott að eiga þig að og æði að spjalla við þig um daginn. Verum duglegri að hringjast á.

    @Egill - betra en ekkert :-D

    @Solla - shit, minnstu ekki á strengina, var gjörsamlega að farast úr strengjum í bakinu ... en verkirnir voru sko þess virði.

    @Soffía - jú stórt prik, nýtt blogg á leiðinni ;) Verð svo að fara að hitta þig stelpa. Gengur ekki að þú verðir farin aftur þegar maður fer að setja sig í startholurnar fyrir það.

    By Blogger Hugrún Sif, at 6:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home