Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, september 25, 2006

Helgin í allri sinni dýrð

Nú er fyrstu messunni minni sem organisti lokið .!. Hallbjörg var meira en til í að fara með mér og sat eins og ljós allan tímann og söng með. Vildi reyndar fá kirtil eins og fólkið í kirkjukórnum en ég fékk hana af því þegar ég sýndi henni að þeir eru aaaðððeins of stórir. Ég var mjög stollt móðir þegar hún fór með Faðir vorið fullum hálsi en hún leit reyndar á mig með stórt spurningamerki í augunum þegar kom að Trúarjátningunni.


Það var aðeins einu sinni sem hún gat ekki setið á sér, en það gátu kirkjugestir, kórinn, prestur og meðhjálpari heldur ekki. Ég varð fyrir árás í miðjum sálmi í orðsins fyllstu. STÓR fluga kom aðvífandi og byrjaði á því að setjast beint á annað glerið og tók þá við alls herjar barátta þar sem ég reyndi að hrista hana af mér en ófétið kom alltaf til baka og settist ýmist á hausinn á mér, glerið eða gerði sér það hreinlega til skemmtunar að fljúga rakleiðis á andlitið á mér. Eftir smá baráttu sá maður hlátursglampann í augum flestra sem áttu bágt með annað en að hafa gaman af þessu stríði. Það er nefnilega ekkert þægilegt að spila á orgel og stjórna kór við þessar aðstæður :)

Örugglegast rólegasta laugardagskvöld hjá mér í marga marga mánuði! Fyrir klukkan ellefu vorum við Jonni bæði steinsofnuð í sófanum undir teppinu okkar og sváfum þar á okkar græna til klukkan að ganga þrjú og auðvitað röltum bara inní herbergi og héldum áfram að sofa .!.

Jeg smutter .....
Hugrún Sif

4 Comments:

  • það var einmitt fluga sem hélt fyrir mér vöku í gærkveldi og þurfti ég að eyða dágóðum tíma í að ganga af henni dauðri.

    útrýmum flugunum......

    By Blogger **********, at 2:50 e.h.  

  • ahaha .. sé þig alveg fyrir mér. Hefði líka boðið í að reyna að fara að drepa fluguna í þessum aðstæðum sem ég var. Ehemm, kannski ekki :-D

    Hvenær kemurðu eiginlega Norður !?! Saknaði þess mikið að sjá þig ekki stóðhesta helgina.

    By Blogger Hugrún Sif, at 4:57 e.h.  

  • Verður maður að fara í messu á Skagaströnd.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:12 e.h.  

  • Tjah ... það gæti endað með því :) eða kannski þú verðir bara að koma í kirkjukórinn á Skagaströnd ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home