Helgin
Var í borginni um helgina. Yndisleg helgi í alla staði, róleg og skemmtileg. Buðum Ellen yngri systur hans Jonna með okkur og svo var auðvitað Hallbjörg. Gistum í góðu yfirlæti hjá pabba. Kíktum aðeins í verslunarleiðangur, fórum í keiló, hittum Kolbrúnu Camillu, heimsóttum Birki, heimsóttum Jenný og Elvar og fórum út að borða. Litla daman okkar Jonna var hugrökkust, ég hljóp inní eina búð að kaupa á eyrnalokka og á meðan ákváðu þau feðgin í sameiningu að hún fengi sér göt í eyrun. Ákváðum að drífa okkur á meðan kjarkurinn væri ennþá til staðar og þetta gekk svoooo vel .!. Þær voru tvær að þessu og skutu í bæði eyrun samtímis og þeirri stuttu fannst þetta ekkert mál og ekkert smá sátt við þetta.
Upp úr kvöldmatarleytið á laugardeginum fórum við Jonni svo í smá heimsókn á læknavaktina - að láta tappa úr vörinni á mér. Fékk svo loksins vísun á góðan lækni sem á að geta lagað þetta því þetta er víst kirtill sem lætur svona illa, þannig að ég verð víst að fara fljótlega í aðra bæjarferð.....
Ég fer EKKI í réttir í ár :( Ekkert smá sár og alveg með tárin í augunum út af því en svona er þetta víst þegar maður er með margt á sinni könnu, þá verður víst að fórna hlutum sem manni langar alls ekki að fórna.....
Urðum dálítið hissa þegar við náðum í Ellen á sunnudaginn. Hallbjörg vildi endilega bíða í bílnum sem er mjög ólíkt henni. Þar sem við ætluðum að vera svo fljót leyfðum við henni það en eftir stutta stund kom sú stutta á eftir okkur og ástæðan fyrir því af hverju hún vildi bíða fylgdi henni ljóslifandi. Hún hafði náð sér í snyrtitöskuna mína og var búin að meika sig og setja á sig maskara. Úff ég fæ alveg í magann að hugsa um hvað stelpur er snemma byrjaðar að pæla í útliti.
Kveð í bili .... Rugl vika framundan - brjááálað að gera :/
Upp úr kvöldmatarleytið á laugardeginum fórum við Jonni svo í smá heimsókn á læknavaktina - að láta tappa úr vörinni á mér. Fékk svo loksins vísun á góðan lækni sem á að geta lagað þetta því þetta er víst kirtill sem lætur svona illa, þannig að ég verð víst að fara fljótlega í aðra bæjarferð.....
Ég fer EKKI í réttir í ár :( Ekkert smá sár og alveg með tárin í augunum út af því en svona er þetta víst þegar maður er með margt á sinni könnu, þá verður víst að fórna hlutum sem manni langar alls ekki að fórna.....
Urðum dálítið hissa þegar við náðum í Ellen á sunnudaginn. Hallbjörg vildi endilega bíða í bílnum sem er mjög ólíkt henni. Þar sem við ætluðum að vera svo fljót leyfðum við henni það en eftir stutta stund kom sú stutta á eftir okkur og ástæðan fyrir því af hverju hún vildi bíða fylgdi henni ljóslifandi. Hún hafði náð sér í snyrtitöskuna mína og var búin að meika sig og setja á sig maskara. Úff ég fæ alveg í magann að hugsa um hvað stelpur er snemma byrjaðar að pæla í útliti.
Kveð í bili .... Rugl vika framundan - brjááálað að gera :/
5 Comments:
ohh bíddu bara þið verðið farnar að rífast um spegilinn á baðherberginu áður en þú veist af hehehe!
By Nafnlaus, at 3:22 e.h.
Þú ert alltaf svo hress... droppaði við og fékk minn skammt af Hugrúnu hér, þá meina ég endalaus hamingjugleði hér hægri vinstri alls ekki amalegt! ;)
Samhryggist með réttirnar..
Kv. thelma
By Nafnlaus, at 12:12 e.h.
Jenný - ég held nefnilega að það sé orðið agalega stutt í það :-D og svo þarf nú Jonni sinn tíma þar líka þannig að það er spurning um að fara að byggja við ;)
@Thelma - hehe, ég er að jafna mig á þessu með réttirnar.
By Hugrún Sif, at 7:50 e.h.
hæhæ!
Ég er búin að tala við Dóru og henni fannst þetta bara mjög sniðugt. Er byrjuð að æfa pie Jesu, undirleikurinn er ekki svo flókinn...held ég :/ dóra var allavega sannfærð um að þú gætir spilað þetta. Heyri í þér, Linda María
By Nafnlaus, at 5:40 e.h.
Pie Jesu er eitt af mínum uppáhalds :) Hlakka til að fá undirleikinn og enn meira að flytja þetta með þér .!.
By Hugrún Sif, at 9:22 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home