Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, september 27, 2006

Úr einu í annað



Punktar dagsins:

* Ég mæli engan veginn með því að skera dágóðan bút af nögl vísifingurs vinstri handar því það er alveg viðbjóðslega VONT!!! Ég hef reyndar mínar grunsemdir um að Jóhann hafi ætlað að ráða mig af dögum því hann gaf okkur hnífinn ekki alls fyrir löngu og hefur örugglega vitað að klaufinn ég myndi nota hann á eitthvað sem ekki á að nota hann...

* Getur einhver reddað fyrir mig rjúpum í jólamatinn? Ef einhver getur orðið við þessari bón væri vel þegið að fá símtal eða comment ;)

* Er jafnvel að hugsa um að fara í jólakortagírinn og byrja að búa þau til á laugardagskvöldið eða sunnudaginn. Er einhver með?

* Jæja - hverjir þora? Þeir sem gerast svo djarfir að kommenta munu fá svar til baka sem inniheldur þrjú lýsingarorð um þann sem kommentar ;) Er alveg að missa mig í að vera sorgleg, hehehehehe!

Kveð á vinstri kantinum.
Aríós.

19 Comments:

  • Ohh það er svo vont að skera sig, þoli ekki þegar það gerist:O(

    Þú ógó dugleg að fara gera jólakort:O)Kannski maður ætti að fara gera nokkur sjálfur:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:44 e.h.  

  • Hæ pæ!
    Harkan í þér ad ætla ad gera jólakort, ég hugsadi um þad þegar ég sá auglýsinguna út í búd um ad þad ætti ad selja allt í þau á föstudaginn.....en veit ekki, eitt árid gerdi ég tæplega 100 í þrívídd.
    Sjáumst.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:11 f.h.  

  • Ég er endilega til í að gera með þér jólakort en bara ekki um helgina.Þetta gekk svo ljómandi vel hjá mér í fyrra ég fékk fullt af hugmyndum hjá þér þá.
    Annars hafið það gott og sjáumst eftir helgi.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:50 f.h.  

  • úfff.. ég væri sko alveg til í að gera nokkur jólakort... ef ég væri ekki að drukkna úr verkefnum í skólanum!!! En þar sem ég er svo mikið jólabarn þá fer undirbúningur hjá mér senn að hefjast.. ;)

    By Blogger Linda Hlín, at 12:11 e.h.  

  • Hey hvernig væri að kaupa jólakortin í bónus og fara á rjúpuveiðar ;) ég sá tvær á vappi við leikskólann á Blönduósi held ég.... sá þær einhverstaðar....

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:28 e.h.  

  • á meðan sumir eru í atkvæðaleitum fyrirkomandi alþingiskosningar þá held ég að þú sért á kommentaveiðum:)

    By Blogger **********, at 1:30 e.h.  

  • Jólakort hmm ekki vittlaus hugmynd .... svona miðað við að það eru bara 87 dagar til jóla :)))

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:45 e.h.  

  • Jæja það er eins gott að standa við stóru orðin :)Svindla kannski oggupons á að hafa þetta lýsingarorð, vel einhver a.m.k. þrjú orð sem klæða fólkið.

    @Elva Dröfn - Harðdugleg, brosmild og einlæg.

    @Vigga - traust, dugleg og myndarleg í einu og öllu.

    @Mamma - orkubolti, vinamörg, yndisleg

    @Linda Hlín - traust vinkona, fyndin og falleg að innan sem utan.

    @Anna Margrét - fyndin, glaðleg og dugleg

    @Erla - HETJA, MJÖG gáfuð og vel gefin, yndisleg vinkona

    @Solla - góður leikari, hress, flippuð, hehe ;)

    FLEIRI?

    By Blogger Hugrún Sif, at 5:08 e.h.  

  • Ég ætla ekki að missa af þessu.....en hittumst kannski í borginni um helgina....svo er ég alltaf til í kortagerð

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:32 e.h.  

  • Hæ sæta
    Í síðustu færslu þinni var ég búin að skrifa heila ritgerð hérna í kommentakerfið en vitið menn þá fraus tölvan. En ok jólakort ég er til í það eb get það ekki um helgina. Áttu ekki vefmyndavél? hvernig væri að planta henni niður og við finnum okkur tíma og búum til jólakort saman í beinni, snildin ein :). Ég þarf endilega að fara að bjalla í þig við gott tækifæri. Okkur tókst ekki að hittast þarna um helgina góðu, svona er þetta þegar mikið er að gera hjá okkur. Ég læt þig vita með fyrirvara næst þegar ég kem heim og þá getum við skipulagt eitthvað skemmtilegt. Heyrðu er ég alveg að missa mig hérna obboobb. Greinilegt að ég er ekki búin að kommenta hér lengi
    En allavega knús og kiss frá mér til þín.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:45 e.h.  

  • Jæja .. áfram með smjörið :)

    @Helga - klár, metnaðarfull, yndisleg og traust vinkona

    @Soffía - skemmtileg, músíkölsk, brosmild

    @Sigrún - Æææ ertu mesta dúllan eða bara MESTA dúllan. Farðu nú að koma heim stelpa, og get ekki beðið eftir að þú FLYTJIR HEIM .!. En snúum okkur að lýsingarorðunum húmoristi og alltaf hægt að hlæja með þér, traust og yndisleg vinkona, humm veit ekki alveg um rétta orðið en gleymir manni aldrei og eins mikill trassi ég er að hringja og láta heyra í mér þá passar þú alltaf að láta ekki líða of langt á milli samtalanna okkar og það er frábært :) Vá nú er komin langloka frá mér líka, hehe.

    By Blogger Hugrún Sif, at 11:47 e.h.  

  • Þvílíkur dugnaður í þér að ætla að fara að byrja á jólakortunum strax kona - áttu nokkuð auka klukkustundir í sólarhringinn til að gefa?

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:32 e.h.  

  • @Gréta - GÁFUÐ, skipulögð, einlæg :) En já þú segir, ahahaha, ef ég ætti sko auka klukkutíma múahaha, en ég er sko að reyna að vera OFUR skynsöm og byrja strax því ég sé ekki fram á að hafa tíma til að sofa í jólaösinni því þá er kirkjukórinn á útopnu og tónleikastand og þess háttar hægri vinstri :) En ef einhver getur lánað þér þá máttu benda honum á mig líka :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 12:50 e.h.  

  • VáVáVá... jólakortagerðin bara að gera sig á Dósinni, Hulda Birna var einmitt að ræða við mig um jólakortagerð og hvort við ættum ekki að drífa okkur ;) Það er enn september á dagatalinu mínu *haha*

    En BEEN THERE- DONE THAT með knífós, það var ekki ljúft og mjjjög fallegur skurður... en grær áður en þú giftir þig ((afi er vanur að segja þessi orð við mig))

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:24 e.h.  

  • @Thelma - duglegasti starfskraftur EVER, allavega sem ég hef haft á mínum snærum, samviskusöm, eiturhress :)

    Heyrðu .. það er ekki í ráð nema í tíma sé tekið. GO HULDA ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 2:32 e.h.  

  • ohh ég fékk alveg hroll þegar ég las að þú hefðir skorið þig...úff það hlýtur að hafa verið VONT!!!

    Veistu það hljómar MJÖG vel að gera jólakortin...ég væri sko alveg til í að fara í það með þér...

    knús
    Halla

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:00 e.h.  

  • @Halla - hjartahlý, yndisleg manneskja, góð móðir.
    Æi ég vona svo að þið flytjið einn daginn á Blönduós. Alveg vonlaust að hafa þig þarna fyrir sunnan :-/ Svo getið þið líka flutt á Skagaströnd ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 7:14 e.h.  

  • Hrikalega vildi ég að ég hefði þig hér til þess að gefa mér gamla jólaundirbúnings kraftinn sem ég hafði í denn ;-/ Væri sko alveg til í að setjast niður með ykkur og föndra fyrir jólin, jólakort, óróa, músastiga ;-) eða bara hvað sem er, það var svo mikil stemming í þessu í gamla daga og ég neita því ekki að sakna þess örlítið! Kanski verður þessi umræða til þess að við letingarnir hérna á suðurlandinu förum að grafa eftir föndurkössunum og gera eitthvað af viti.... hver veit! Hafið það gott elskan mín og ég bíð spennt eftir jólakortinu frá þér og þínum :-) Bestu kveðjur Sigurlaug!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:38 e.h.  

  • @Sigurlaug - alltaf hægt að tala við og treysta, yndislegt hjartalag, góður kokkur, gestrisin :-* en já, af hverju erum við frænkurnar og mæður okkar ekki með svona jólahelgi þar sem við hittumst allar, jafnvel gistum, eldum góðan mat og gerum eitthvað sniðugt fyrir jólin. Gæti verið mismunandi þema frá ári til árs ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 1:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home