Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, október 11, 2006

DREGUR NÚ TIL TÍÐINDA .....

..... því drossían okkar er komin á götuna. Við nefnilega fjárfestum í einu stykki fjórhjóladrifnu vetrartæki og ætlum að taka BMW-inn okkar af skrá á meðan mestu veðurharðindin ganga yfir. Þetta fína tryllitæki heitir Toyota Touring og er árgerð sautján hundruð og súrkál. Hún er vínrauð að lit og í henni er fínasta kasettutæki - já já - en karlinn er nú samt með rosa plön um að græja þetta upp fyrir mig og setja CD-spilara. HLAKKA TIL!!

Það rennur alltaf betur og betur upp fyrir mér að ég er orðin hryllilega snobbuð á bíla þannig að ég hef hreinlega bara gott af því að fara að gíra mig aðeins niður í því og notast við þennan ferðamáta. Ég fékk samt svona Daihatsu fíling í dag, en það er sko gamla góða græna þruman hennar mömmu og ýmis ævintýri að baki á þeim góða grip.

Efst í huga mér er æfingaaksturinn þar sem ég var allavega einu sinni ef ekki tvisvar næstum búin að kála okkur mæðgum, ók fyrir vörubíl (hann Magnús í Miðhúsum) í annað skiptið og í hitt skiptið fór ég á vitlausa akrein og á móti umferð og þá varð mamma sko alveg fokbrjáluð :-D

Ég gleymi líka seint þegar við Helga vorum á sín hvoru farartækinu 17. ára - NÝ KOMNAR MEÐ BÍLPRÓF - á Subaru Justy og ég náttúrulega á Daihatsu Charade (kann nú ekki alveg að stafa þessi bílanöfn) en allavega veðrið var alveg snældubrjálað í Langadalnum og ég alveg að drepast úr áhyggjum að keyra bara aftan á Helgu því við sáum EKKI NEITT.. jú ég sá einhvern helvítis snjó. Hringdi alveg í panik kastinu í múttu í vinnuna og var við það að kalla út björgunarsveitina þegar hjálpin berst frá Holtastöðum!! ÉG út úr bílnum til að láta hjálpina ekki renna úr greipum mér og gleraugun náttúrulega fuku af mér. Náði á endanum að komast til byggða og Holtastaðaprinsinn rosa ánægður að hafa bjargað okkur.

EN nú vantar nafn á drossíuna?
Hugmyndir vel þegnar .!. Við erum búin að nota græna þruman og Gorbi fjölskyldan.
Segjum þetta gott í bili.

11 Comments:

  • "Rauði drekinn" :) En til lukku með drossíuna ;*

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:19 f.h.  

  • Mér finnst að bíllinn ætti að heita Veturliði:)
    Hann ætlar að hjálpa þér og ykkur í vetur; kemur að liði í vetur:)
    Kannski ekki svalasta nafnið - en hei, ég mátti til með að koma með eitthvað íslenskt og gott:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:31 f.h.  

  • Já þessi saga okkar 17 ára vinkvennanna þegar við ætluðum að reyna að komast í "mömmuhús" og lögðum af stað fílelfdar í snjógöllum frá Króknum. Þú á þínum bíl og ég mínum. Stoppuðum í Varmahlíð í þessu fínasta veðri og skyldum ekkert í að fólk hefði verið með áhyggjur af veðrinu. Við skyldum það mjög vel þegar nær dró Blönduósi :-) Gleymdu samt ekki setningunni sem þú sagðir við Holtastaðagaurinn þegar hann hjálpaði þér "hey vinkona mín er einhvers staðar hér á undan, passaðu þig að keyra ekki á hana" Hehe þetta var bara snilldarsetning. Allavega fattaði ég ekki að ég væri komin á Bl. fyrr en ég keyrði fram hjá Særúnu!!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:45 e.h.  

  • @Thelma - takk takk, hugmynd tekin til greina :)

    @Gréta - Heyrðu að öllum öðrum hugmyndum ólöstuðum þá er þetta alveg brilliant hugmynd :-D Held hann heiti hér með barasta Veturliði.

    @Helga - baaaahahaha .. þetta er svo fyndið eitthvað í minningunni, sérstaklega af því ég var alveg búin að steingleyma þessari upplifun þangað til að ég fór að ferðast á tjah ætli hann heiti ekki Veturliði héðan í frá :)Maður fékk sko sína lexíu í snjó þarna. ÚFF.

    By Blogger Hugrún Sif, at 3:53 e.h.  

  • Sko mín bara komin á fjórhjóladrifinn. Verst að þá á maður nú kannski ekki eftir að heyra sögur af þér einhversstaðar fastri í smá snjóskafl já og eiginlega eina skaflinum á Skagaströnd hahah. En þú snillingurinn þér tekst nú örugglega að festa þig einhvern veginn. En ég var að rifja upp um daginn, veit nú ekki af hverju, þegar við ætluðum að fela bílinn hans Reimars (var það ekki bíllinn hans?) og fórum með hann eitthvað á bak við vistina og okkur tókst að festa bílinn í smá drullu en svo komumst við af því eftir að hafa reynt að ýta bílnum og erfiða mikið að bílinn var í hambremsu haahaha. Man nú ekki alveg hvor okkar var að keyra???? :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:36 e.h.  

  • Til hamingju með nýja kaggann. Hann á eftir að nýtast ykkur vel í snjó-farganinu í vetur.

    Takk kærlega fyrir síðast og takk fyrir mig. Allt of langt síðan maður hefur séð þig. Þú lætur endilega vita þegar þú kemur næst í bæinn og við endurtökum kannski leikinn. Vonandi verður Erla komin á drykkjuhrútalistann og við getum dregið hana með okkur í svallið...

    Kv. Laufey

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:12 e.h.  

  • @Sigrún - svona svona :)en jemundur minn, ég var búin að steingleyma þessu prakkarastriki okkar :-D algjör snilld þetta atvik og það sem við fengum hláturskastið á meðan mesta hafaríið gekk yfir. Skildi Reimar muna þetta ennþá? :)

    @Laufey - Takk sömuleiðis, þetta var æði :)ÉG mun sko láta vita af mér fljótlega aftur því það er svo gaman að taka svona kvöld, og maður gerir það ALLT ALLT of sjaldan. ÉG ætla sko líka að gera mér sér ferð til Rvk ef þess þarf þegar Erla er game í krús aftur. Algjört must að við gerum eitthvað gott kvöld úr því :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:22 e.h.  

  • Mikið er ég stolt núna:) Ég bið að heilsa Veturliða:D

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:08 f.h.  

  • Veturliði :) Grétan klikkar ekki!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:45 e.h.  

  • rakst á þessa síðu en Rauða þruman ;) það klikkar ekki..

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:29 f.h.  

  • @anonymous - en hver er svo á bak við kommentið sem rakst á síðuna :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 1:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home