Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, október 20, 2006

Föstudagur

Ég lenti í alveg skelfilegri lífsreynslu í dag. Ég var í voða action að taka til og þrífa og verður þá ekki RISASTÓR könguló á vegi mínum. Mín alveg í panik kast og ekki um annað að ræða en SOS símtal til tengdamóður minnar til að biðja hana að bjarga lífi mínu! Hún kom á sömu mínútunni yfir - og harkan í henni, það vantaði ekki - því hún tók kvikindið bara upp á löppunum og fleygði henni út á meðan ég hljóp um eins og smákrakki og veinaði. Mér fannst þetta sko stærsta og ljótasta könguló sem ég hef séð en henni fannst hún bara lítil og ekkert hættuleg ..... Ég var samt ekki hræddari en þegar músarhelvítið skokkaði um á húddinu hjá mér í miðri ökuferð forðum daga. Þá hélt ég að hjartað í mér myndi stoppa, svei mér þá.

Þessi mánuður hefur liðið hraðast af öllum þeim mánuðum sem ég hef upplifað á ævinni. Ég bara skil EKKI hvað varð um þessa 20 daga sem eru búnir af honum. Reyndar ekkert verra þar sem það er svo margt að hlakka til hjá mér núna en mér líst bara ekkert á málið ef þetta heldur svona áfram.....

Hrefna og Þórður kíktu til okkar annan föstudaginn í röð með guttana sína þrjá :) Takk fyrir að koma Hrefna mín, mér finnst alltaf svo gaman að fá ykkur í heimsókn, vona að ég sjái ykkur að viku liðinni!!

Annars bara góða helgi :)

3 Comments:

  • Við látum sjá okkur:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:05 e.h.  

  • Hugrún mín, komdu bara til Hveragerðis þá hættir þú að vera hrædd við köngulær, hér eru þær risastórar og fallegar.... :)
    kv. Selma

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:44 e.h.  

  • @Hrefna Ósk - Hlakka til að fá ykkur :)

    @Selma - uuu ég hélt sko að ég væri ekkert hrædd við köngulær fyrr en ég mætti þessari, þannig að ég held ég bíði aðeins með Hveragerði :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home