Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, október 09, 2006

Helgarpakkinn .!.

Önnur hver færsla virðist víst alltaf verða skýrsla helgarinnar :) eeeennn við fórum allavega til borgarinnar um helgina, Jonni að vinna inn aura í heimilisbúskapinn og ég skellti mér í tvö afmæli, til Valdísar og Laufeyjar. Takk kærlega fyrir mig skvísur. Mjög gaman á báðum vígstöðum en það sem kryddaði kvöldið var að heima hjá Laufeyju hitti ég svo marga sem ég hef ekki hitt lengi lengi og það er alltaf jafn gaman að "endurnýja" gömul kynni :)

EITT HEILRÆÐI SVONA EFTIR HELGINA:
Ávallt er hjálplegt að hafa á hreinu hvert maður er að fara svo maður komist hjá því að djöflast t.d. á bjöllunni á Njálsgötu 80 í staðin fyrir á Grettisgötu 80 og halda síðan að bjallan sé bara biluð!! Erla mín við vorum dáldið gáfulegar eða þannig :-D

Lögðum síðan þokkalega snemma af stað heim á sunnudeginum svo ég yrði nú komin tímanlega til messu og mun ég héðan í frá ekki mæta í pilsi ef til stendur að nota fótbassann mikið .!. Ég nefnilega fattaði ekki að pilsið myndi skyggja á fótbassanótur svo ég varð að bregða á það ráð að vera minna kvenleg og hreinlega hífa pilsið upp um mig. Held að kirkjugestir hafi ekkert orðið varir við þetta en kirkjukórinn sá kannski meira af mér en þau kærðu sig um :-/ en ég held nú samt að þau séu farin að venjast því hvernig ég er þannig að þau eru nú sennilega hætt að kippa sér upp við undarlegar uppákomur á mínum vegum.

WELL. Status annars góður.
Heyrumst :)

6 Comments:

  • Frábært að helgin var góð!!! Ég ákvað líka að rifja upp góðar minningar og gömul kynni og skellti mér á réttarball í Víðihlíð!! Vá hvað það var gaman :-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:48 e.h.  

  • þú ert BARA yndisleg - sé þetta eitthvað svo fyrir mér með pilsið :-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:30 e.h.  

  • veiiii... ég var gestur númer 100.000!!! ligga ligga láii... lov´ya!

    By Blogger Linda Hlín, at 3:42 e.h.  

  • @Helga - ja hérna hér :) aldrei hefði mér dottið í hug að láta vaða þangað en hefði samt örugglega verið gaman :)

    @Helena - hvað meinarðu, hehe :) Var að reyna að hringja í þig áðan stelpa í heimasímann. Hvað gastu haft mikilvægara að gera en að svara mér :)

    @Linda - og þú hefur unnið þér inn ... tjah .... eitthvað sniðugt. Lov ya too :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 7:10 e.h.  

  • það er ekkkert að því að hanga á dyrabjöllum hjá ókunnugu fólki og heimta að fá að koma í partý er það ekki annars?

    By Blogger **********, at 8:29 e.h.  

  • @Erla - ROFL ... þetta var bara fyndið :-D og enn betra að botna ekkert í af hverju það stóð ekki Laufey á bjöllunni :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home