Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, október 23, 2006

.. LÍFIÐ OG TILVERAN ..

Fyrst ber að nefna:
Ég er enn ekki búin að véla neina rjúpnaskyttu og er alvarlega farin að hafa áhyggjur af því að þurfi á röltið með byssu í hönd á Þorláksmessu því það má bara ekki ske að við náum ekki að redda okkur rjúpum. Búin að prófa svoleiðis jól, THAT SUCKS. Elsku fólk með byssuleyfi, er einhver til í að slá á þráðinn til mín eða senda mér póst ef þið sjáið fram á svo mikið sem eina rjúpu afgangs ;)
MESSA:
Ég er alveg búin að sjá að organistastarfið er eitthvað sem ég sé ekki eftir að hafa ráðið mig í. Eins erfitt og það getur verið að koma sér af stað í kirkjuna á sunnudögum þá líður mér alltaf jafn vel eftir messu. Við höfum öll svo gott af því að eiga svona stund með sjálfum okkur, hreinsa hugann og velta fyrir okkur hlutunum og því sem presturinn hefur að segja. Ég mun pottþétt verða ein af þessum fáu hræðum sem láta sjá sig í messum á sunnudögum þegar ég hætti að sitja við orgelið. Ég er líka rosalega þakklát fyrir að hafa fengið svona stóran og skemmtilegan kór og samstarfsfélaga til að starfa með. Þetta væri pottþétt ekki svona skemmtilegt ef ég hefði ekki svona frábært og þolinmótt fólk mér við hlið.
Kvöldstund:
Eins yndislegt og kvöldið var í kirkjunni í gær þá var ennþá yndislegra að koma heim því ég á bara besta kærasta í heimi. Takk ástin mín fyrir það sem þú gerðir fyrir mig - elska þig .!.
Að lokum:
Svona af því að það eru svo margir Húnvetningar sem skoða síðuna mína þá langar mig til að benda ykkur á myspace síðuna hans Birkis þar sem þið getið heyrt lögin hans. Endilega kíkja á það því þarna er snillingur á ferð.
Komið gott.

7 Comments:

  • Eins og máltækið segir: betri er organisti en kommúnisti :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:19 f.h.  

  • Elsku Hugrún mín!

    Ég er með byssuleyfi en ég efast stórlega um að ég muni hitta einhverja.....
    Flott myndin af þér á forsíðunni :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:14 e.h.  

  • Elsku Hugrún mín!

    Ég er með byssuleyfi en ég efast stórlega um að ég muni hitta einhverja.....þú stendur þig vel í kirkjunni.
    Flott myndin af þér á forsíðunni :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:14 e.h.  

  • @Arnar - ahahahaha ... er þetta máltæki made by Arnar eða?

    @Vigga - heyrðu heyrðu, nú líst mér á það :-D ÉG skal koma með þér og við getum þá reynt að hlaupa á eftir þeim og fanga þær ;) En takk annars kærlega fyrir kommentið á myndina :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 5:35 e.h.  

  • Þetta máltæki er úr bókinni "100 best gleymdu máltæki Húnvetninga". Kannastu ekki við þá skruddu?

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:55 e.h.  

  • @Arnar - skynja ég ákveðna hæðni í þessu ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 2:57 e.h.  

  • Tjah... stórt er spurt! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home