Proud parent

Erum að fara í fyrsta foreldraviðtalið eftir að hún kom inní líf mitt og það finnst mér svo skrítin tilhugsun eitthvað. Er stundum ekki að trúa hvað ég sé heppin að hafa fengið hana inní líf mitt og fá að taka þátt í uppeldi hennar.
Æi ég varð bara að skrifa smá um hana því það er svo mikið að brjótast um í mér hvað ég elska hana gjörsamlega út af lífinu .!.
___________________________________
Gærkvöldið tók óvænta stefnu. Ég lá alveg mygluð uppí sófa og á leið að sofa þegar Anna Margret og Helena hringja og tilkynna mér að ég sé á leiðinni á Blönduós með þeim. Auðvitað skorast maður ekkert undan svona símtali svo ég skellti mér bara með þeim og var þetta eitt af fróðlegri kvöldum
Í fyrsta lagi var maðurinn minn ansi fyndinn og lenti í ótrúlega skondinni árás frá samstarfskonu minni, og svo var ég aðeins að meika það. Ég var að tala við Jonna og fer þá að tala um mann sem ég taldi heita Slyddu-Hans en kom þá stórt glott á minn mann sem spurði hvort ég væri að tala um Élja-Grím ... Æi ég mundi allavega að það hafði eitthvað með snjó að gera .!.
En jæja, gangið hægt um gleðinnar dyr í kvöld. Ég ætla að vera heima að kúra hjá fjölskyldunni minni....
.. kveðja ..
Hugrún RÍKASTA
4 Comments:
Ha ha ha slyddu-hans heh þú ert ágæt!!!
By
Nafnlaus, at 10:56 e.h.
@Jenný - í skóla lærði ég að ágætt væri best þannig að ég reyni bara að taka þessu sem hrósi, hehe. En jamm, var aðeins að ruglast.
By
Hugrún Sif, at 8:13 e.h.
Hae Hugrun!
Konan 'i lobby-inu bidur kaerlega ad heilsa.
Kv. Vigga
By
Nafnlaus, at 10:41 e.h.
@Vigga - bbbbwwwahahahahahaha .... bið líka að heilsa henni og öllum í Boston :) you lucky bastard! Shop you ass off!!!! það myndi ég allavega gera ef ég kemst aftur þarna út.
By
Hugrún Sif, at 10:59 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home