Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, október 24, 2006

Þriðjudagur til þrautar

Það er kominn vetur og mér finnst það hreint ekki skemmtilegt.

Veturliði (rauða drossían okkar fyrir þá sem ekki vita) er ekki alveg uppá sitt besta. Hann er farinn að taka uppá sjálfstæðum vilja. Hann hleypir bensíninu ekkert alltaf inná sig og þá verður maður bara að lifa með því að þurfa kannski að dóla á 40 km hraða í smá stund þangað til honum þóknast að halda áfram för sinni á þeim hraða sem ÉG óska eftir. Kannski ágætt svona endrum og sinnum að fara sér hægt en stundum er þetta full mikið af hinu góða.

Ég er ekkert allt of spennt fyrir komandi vetrarmánuðum því allt í einu er ég orðin svo agalega lífhrædd að það hálfa væri hellingur. Það má ekki vera snjókorn á veginum og þá er ég komin með hjartað í buxurnar og viss um að enda einhvers staðar út í móa. Ekki alveg að sætta mig við þetta ástand, en ég hlýt að lifa af.

Lenti í sniðugu atviki í skólanum í gær. Anna Margret kennari var að ganga upp stigann og atvikaðist þannig að hún var að gefa öllum nemendum 2. bekkjar five. Þegar hún kemur upp stigann mætir hún nemanda í 8. bekk sem réttir líka fram spaðann en kippir að sjálfsögðu hendinni frá :-D Vill ekki betur til en að ég er að rölta fram hjá þeim og þar sem hún hitti ekki höndina á honum gaf hún mér beint á kjammann :-D Æi þetta var svona eitt af þessum agalega óheppilegum atvikum sem var ekki hægt annað en að hlæja að.

Bið að heilsa ykkur.

5 Comments:

  • Já þessi snjór vekur blendar tilfinningar!! gleði og hræðslu :-/
    Annars bara fyndið þetta með fævið!!
    Eins gott svo fyrir þig að komast í næsta klúbb í jólakortagerð. Hann veður hjá mér og ég stefni á að halda hann 9. nóv...

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:51 e.h.  

  • @Helga - heyrðu ... nei ég kemst nefnilega ekki þá :-/

    By Blogger Hugrún Sif, at 5:52 e.h.  

  • Í alvöru!!!! Arrgý garrrggý....þá eru sko rúmar þrjár vikur frá síðasta klúbb og ég get ekki haft í næstu viku því þá verð ég að koma að sunnan. En kannski bara á fös. kvöldinu 3. nóv? Ég skoða þetta bara en 9. nóv. kemur samt sterkur inn....

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:38 f.h.  

  • @Helga - jamm kemur allt saman í ljós. En hvernig er með ykkur Erlu og Strandarheimsóknina. Ég var að spá í að elda handa ykkur ofsa góða súpu. Er það eitthvað sem blivar annað kvöld?

    By Blogger Hugrún Sif, at 1:05 e.h.  

  • Erla frestaði ferðinni. Hún kemur ekki fyrr en á laugardaginn næsta og ætlar að vera í viku. Svo við þurfum að finna okkur tíma í næstu viku.....

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home