Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, október 30, 2006

-RITAÐ Í GÆR-

**** Góður sunnudagur langt kominn ****


Ákváðum fjölskyldan að taka Skagahringinn og fengum smá óvænta uppákomu í Kálfshamarsvíkinni. Þar heiðruðu okkur með nærveru sinni tveir selir og voru bráðskemmtilegir. Þeim fannst við greinilega dáldið forvitnileg þannig að þeir syntu á eftir okkur og þegar við loksins létum hafa okkur út í kuldann út úr bílnum komu þeir frekar nálægt okkur. Hallbjörg varð reyndar alveg skíthrædd þegar þeir nálguðust en það breytti því ekki að henni fannst æðislegt að sjá þá.

Dáldið gaman að koma þarna því eins og maður er duglegur að skoða heiminn þá er til skammar að maður hafi ekki komið á svona athyglisverða staði á landinu sínu og í sinni heimabyggð í þokkabót!! Það er ekki lengra en síðan árið 1930 sem byggðin leistist upp og gaman að sjá leifarnar sem eftir eru. Það er sko alveg á hreinu að við fjölskyldan ætlum hringinn í kringum landið í sumar.

2 Comments:

  • Ohh elska bloggin þín - þau bara engu lík litla sæta fjölskylda ;-) Endalaus gleðitár hérna, looove it...

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:57 e.h.  

  • @Thelma - THANKS :-D

    By Blogger Hugrún Sif, at 2:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home