Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, október 25, 2006

Íþróttadagur

Íþróttadagur í vinnunni í dag og svo sem ekkert merkilegt um það að segja nema að ég kom rúmu korteri of seint því ég var 43 mínútur á leiðinni frá Skagaströnd því vegurinn var bara rugl. Keyrði á 30-40 km hraða alla leið með hjartsláttartruflanir af hræðslu því mér fannst ég dansa út um allan bévítans veg. Ég á eftir að sjá mig gera þetta í allan vetur. ÚFF. Í guðs bænum minnið mig á hvað mér finnst þetta streituvaldandi þegar ég fer að pússla saman næsta vetri.

.... og svo verð ég náttúrulega að koma því á framfæri að sigurganga okkar kennara hélt áfram í íþróttakeppni okkar við 10. bekk. Þau reyna greyin með öllum ráðum að finna íþrótt sem þau geta mögulega sigrað okkur í en það er ekki alveg að takast hjá þeim. Í fyrra sigruðum við bandý keppni og knattspyrnuleikurinn í ár fór:

3-1
Ég er gjörsamlega að springa ég hlakka svo til jólanna. Í gær vorum við Fjölnir prestur að velja sálmana fyrir aðfangadagsmessuna og mín að æfa hátíðarmessusvörin á fullu. Ætlum líka að vera ofsa dugleg að versla jólagjafirnar í Köben þannig að nú bíður maður bara eftir jólunum. Allt að verða klárt ...... EÐA ÞANNIG...... Það er víst nóg stressið framundan.
Hætt í dag.

9 Comments:

  • @Soffía - úff, takk. En hvernig er það með þig. Hvar elurðu manninn þessa dagana? Ertu á Íslandi eða í Danmörku?

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:10 f.h.  

  • Slaka Hugrún, slaka... :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:36 f.h.  

  • Hva Arnar bara kominn í jógatakta.....en þá ekki best að ég segi....anda inn, hægt og rólega um nefnið. Anda svo hægt og rólega út um munninn.... Skil þig samt svo vel og innilega!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:06 f.h.  

  • VVVEEEIIIII ég er ekki sú eina sem er farin að hlakka til jólanna :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:41 f.h.  

  • @Arnar - Ég er svo að reyna ... hehe .. lagði reyndar af stað fyrir allar aldir í morgun svo ég gæti verið róleg á tímanum en komst þetta þá á 23 mín í staðin :)

    @Helga - Arnar er allur í þessu, ekki til rólegri maður held ég :)

    @Anna Margret - koddu að gera með mér jólakort stelpa.

    By Blogger Hugrún Sif, at 1:29 e.h.  

  • Ok, ég mæti. Þú segir bara hvar og hvenar :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:34 e.h.  

  • @Anna Margret - cool!! Ég er sko ekkert að djóka með þetta ;) Sunnudag jafnvel? Hljómar það ágætlega?

    By Blogger Hugrún Sif, at 12:54 e.h.  

  • jólin eru bestust í geimi ;-) langar að gera jólakort... & sjá SNJÓ!!!

    kv. thelma þ

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:55 e.h.  

  • @Soffía - cool. Þá verðum við kannski í sama fluginu aðra leiðina þ.e. ef við förum með sama flugfélaginu.

    @Thelma - veistu hvað eru margir dagar til jóla ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 2:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home