Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, október 03, 2006

SÆL & BLESS ....

Alltaf styttist og styttist í Danmerkurferðina okkar. Það verður SSSSVVVOOOO yndislegt að eiga ALVEG ÞRJÁ DAGA í röð bara fyrir okkur tvö. Engin vinna, engin þrif, engin eldamennska, ekkert hversdags neitt sem maður fær alltaf nett leið á en saknar samt ef hversdagsleikinn hverfur of lengi. Svona getur nú grasið alltaf verið grænna hinu megin.

Það er annars mesta furða hvað þessi 185% vinna mín rúllar vel (ennþá). Þetta einhvern veginn hefst allt saman og ég kemst alltaf áfram á þeirri hugsun að það er ekkert svo rosalega margir mánuðir í langt og gott frí. Ef ég þekki mig líka rétt verð ég orðin ansi óþreyjufull að fara aftur á fullt ..... Þannig er ég bara úr garði gerð.

Ég fór á alveg magnaða tónleika í gær (Tónlist fyrir alla). Gítar og tveir þverflautuleikarar, Martiall (spilar með sinfoníunni og kenndi mér í bænum) og kona hans. Eins frábært og það er að horfa á svona flotta spilamennsku þá er gallinn sá að mann langar helst heim að skella flaututöskunni sinni í lás og opna hana aldrei aftur því ég á aldrei eftir að komast með tærnar þar sem þau eru með hælana sem þýðir að manni finnst maður bara ekki geta baun. Sá líka bassaþverflautu í fyrsta sinn á ævinni, algjör snilld, og held örugglega að þetta sé sú eina sem til er á Íslandi. Skellti mér á ebay að tékka á þeim. Sá eina sem myndi kosta rúmar 200 þús með tollum. Kannski einn daginn....

En jæja kirkjan kallar, messa á sunnudaginn .!.
Smá átak í gangi, reyni að æfa mig og æfa svo ég taki nú einhverjum framförum af viti í vetur.
HEYRUMST :-*

4 Comments:

  • Kvitt kvitt! Er Jonni ekkert að standa sig í heimilisverkunum!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:40 e.h.  

  • @Jenný - góð .!. heyrðu jú, hann má nú eiga það hann Jón minn að hann á það til að vera mjög duglegur við heimilisverkin :) Ég var að reyna að adda þér inná msn en sé þig aldrei online, ætli ég hafi gert eitthvað vitlaust mail eða ertu bara búin að neita mér, múahaha :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 4:35 e.h.  

  • bassaþverflauta ég er nú með 1. stig á bassablokkflautu ég gæti kannski kennt þér eitthvað eða verið með þegar þú stofnar hljómsveit einhvern daginn þar sem ég held að það sé nokkuð öruggt að ég fái ekki hljóðnema

    By Blogger **********, at 8:02 e.h.  

  • @Erla - HVAÐ MEINARÐU? Ertu búin að gleyma hvað ég sagði einu sinni við þig í ágætu partýi? ;) Mig minnir að það hafi verið nokkurn veginn svona "Erla þú syngur ekkert svo rosalega illa"

    By Blogger Hugrún Sif, at 12:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home