Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, október 04, 2006

.. Smá upprifjun ..

Ég hef oftar en ekki verið dálítið utan við mig um ævina og í þessu ástandi mínu hefur mér tekist allur fjandinn. Ég var nefnilega að lesa smá minningu á blogginu hennar Lindu en hún fjallaði um það þegar hún var að kenna mér að keyra í Rvk. Litla frænka veit nú alveg hvers konar vitleysingur ég get verið og bara hreinlega BANNAÐI MÉR að keyra ein ákveðin gatnamót því að hennar mati voru minni líkur en meiri að ég kæmist lifandi yfir þau.

En svona að gamni gert verð ég aðeins að hafa húmor fyrir sjálfri mér og rifja upp nokkrar sögur :-D Megið endilega bæta við í kommentkerfið ef þið munið eftir einhverju.


  • Gleymi náttúrulega aldrei þegar ég fór til Danmerkur að syngja með Kammerkór Rvk en bókaði flug alveg snarvitlausan dag heim þannig að þegar ég mætti á flugvöllinn átti ég að sjálfsögðu ekkert far heim og átti að vera flogin heim fyrir viku síðan. Ég var SSSVVVOOO sannfærð um að ég hefði ekki bókað vitlaust heldur væri tölvukerfið bilað, að ég fékk af einhverjum ótrúlegum ástæðum að fara með vélinni heim og mun héðan í frá ávallt halda tryggð minni við Icelandexpress því þeir rukkuðu mig ekki krónu fyrir þessa vitleysu í mér.

Ein dáldið gömul en ég hélt mikið uppá Madonnu lag og langaði voða mikið til að eiga það á kasettu, það var auðvitað aðal stuffið þá. Kvöld eitt er ég inní eldhúsi og góðar vinkonur mínar í heimsókn og heyri ég þá ekki lagið í útvarpinu og mín stekkur af stað með tilþrifum, hendi mér í orðsins fyllstu í áttina að græjunum með tilheyrandi látum og uppskar tognaða fingur og braut styttur. EN ÉG NÁÐI LAGINU, þannig að mér var slétt sama.

10 Comments:

  • Hæhæ
    Það er bara snilld að rifja upp svona minningar, nauðsynlegt, eina sem er, mér finnst ég vera svo gömul :(

    kv. Kidda

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:46 e.h.  

  • Af hverju er bara til ein Hugrún Sif?
    Þú ert stórkostleg og ég vona að það bætist fleiri sögur af þér inn á kommentakerfið:) heheheh

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:45 e.h.  

  • bwahahaha... gatnamótin frægu... en þú veist það elsku besta frænka mín að mér þykir rosa vænt um þig og vildi ég að sjálfsögðu ekki að þú færir þér að voða. Mér var fúlasta alvara... hehe...

    By Blogger Linda Hlín, at 12:00 f.h.  

  • Bara magnað að rifja upp sögur um þig!!!
    Hér poppa strax upp tvær góðar....
    Þegar þú varst í vinnunni að sumri til og steigst óvart ofan í sýrufötu, þú þurftir því auðvitað að fara úr fötunum. Það eina sem var í boði var snjógalli sem þú gast farið heim í til að skipta um föt....Hugrún hjólaði því að sumri til nakin...:-) í snjógalla heim til sín....bara snilld

    Í hálku tóskt þér alltaf einhvern veginn að vera sú eina sem steigst á svellbúnka....og nátturlega féllst alltaf eins og þér einni er lagið....

    Mér þykir svo vænt um þig hrakfallabálkurinn minn :-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:11 f.h.  

  • eitt... fórstu einhvern tíman öfugan hring í hringtorginu á dósinni!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:22 e.h.  

  • Hugrún Sif þú ert sko bara yndisleg :-) Ég man þennan dag þinn á flugvellinum eins og hann hafi gerst í gær, því þú hringdir í stóru frænku og baðst hana að tékka á þessu fyrir þig og það kom því í inn verkahring að segja þér að samkvæmt bókuninni hefðir þú fyrst flogið heim og svo út :-) Mundu bara að stelpur eins og þú gefa lífinu lit!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:16 e.h.  

  • hahaha :D Þú ert bara æði!! Man vel eftir þessu í danmörku. Þetta var snilldarferð hjá okkur. Þín er sárt saknað í kórnum, vorum að fá nýjan stjórnanda, líst bara vel á hann. Heyri í þér. kv Linda María

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:53 e.h.  

  • sæl Hugrún mín
    Það er svo gaman að lesa bloggið þitt Hugrún mín....þú kemur manni alltaf til að brosa..þú ert algjört æði (",)...
    knús og kossar
    Halla

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:33 e.h.  

  • @Kidda - æi já það er alltaf gaman, en já maður er aðeins farin að vilja stoppa tímann núna :)

    @Gréta - það eru sko til fimm ;) Bara engin sem er samfeðra og ég, hehe. En Helga kom sterk inn með gamlar góðar sögur :)

    @Linda Hlín - þú varst bara æði!! vissir sko alveg hvar mörkin áttu að liggja :-D

    @Helga - ji það var bara bilun þetta með sýruna!! :-D Mér þykir líka ofur vænt um þig dúllan mín!!

    @Thelma - ehemm, hvernig í fjandanum veist þú af því? og það kórónaði það allt saman að löggan var á brúnni.

    @Sigurlaug - ji já, ef ég man rétt þorði ég ekki að hringja í mömmu því ég var svo hrædd um að hún fengi taugaáfall. En sem betur fer reddaðist þetta.

    @Linda María - það er gott að mín er saknað, nei djók, það kemur alltaf maður í manns stað og ég er sannfærð um að þú standir þig eins og hetja í sópraninum. Langar rosa mikið að fara að koma á tónleika hjá ykkur og ekki síst til að berja nýja kórstjórann augum.

    @Halla - alltaf ertu jafn yndisleg og einlæg Halla mín. Ekki finnst mér verra að þú getir stundum brosað að mér :-D Knús og kram frá Skstr.

    By Blogger Hugrún Sif, at 7:55 e.h.  

  • Bwahahahahaha, þú ert svo frábær Hugrún Sif!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home