Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, október 09, 2006

TÍMAMÓTAMYND


Þessi mynd á sér mikla sögu .!. Einhver sem getur giskað í eyðurnar? :)

Annars er kominn október og fyrst að búið er að taka ákvörðun um jólin var alveg eins gott að fara að pæla í áramótunum líka. Það er svo "undarlegt" með það að þetta verða þriðju áramótin okkar saman en fyrstu jólin :D Held að það sé best að reyna ekkert að botna í hvernig það má vera því það er voðalega flókin saga ...

Karlpeningurinn kom með ósk um að halda líka uppá áramótin heima .!. Hann er orðinn dáldið heimakær þykir mér en mér líst samt vel á það svo ég læt það eftir honum :) Okkur langar að fara að skapa okkar eigin hefðir og það verður voðalega gott fyrir okkur öll held ég að vera þrjú saman og njóta nærveru hvers annars þar sem við eigum ekkert voðalega mikinn tíma aflögu svona dags daglega. Hef grun um að Jonni eigi ekkert eftir að hleypa mér nálægt eldhúsinu því hann gafst held ég endanlega uppá utangáttu minni í gær. Ég skar mig nefnilega all hressilega á SAMA helv...... hnífnum og síðast nema í þetta skiptið tók ég litla putta fyrir og er því með tvö lemstraða fingur á vinstri hönd og ég orðin ennþá sannfærðari um að Jóhann hafi lagt bölvun á hnífinn áður en hann gaf okkur hann.

ÞETTA ER PÆLING.

En jæja, skíturinn hérna frammi röltir víst ekkert sjálfkrafa út þannig að það er best að fara að taka til hendinni.

9 Comments:

  • Haha.. hnífasögurnar þínar :) SPES.. ú ú bara 76 dagar til jóla...! jeje

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:52 e.h.  

  • @Thelma - ææææææ ég þarf sko á vorkunn að halda :öD

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:59 e.h.  

  • Ég skal vorkenna þér aftur á bevítans hnífnum. Sendi þér knús:O)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:00 f.h.  

  • Ég get sko vel og innilega fyllt inn í eyðurnar með þessa mynd góða mín...... meira segja lagði mannorð mitt að veði svo hún gæti átt sér stað í tilverunni í dag!!! :-)En er stolt af því.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:23 e.h.  

  • @Elva Dröfn - hehe takk, loksins einhver :)

    @Helga Kr. - ahahah en þessi mynd er samt orðin tæplega tveggja ára gömul sko :) En vá já, þú ert sko búin að leggja þitt á lóðarskálarnar fyrir okkur. Þúsund knús og kossar fyrir það.

    By Blogger Hugrún Sif, at 4:45 e.h.  

  • Ég tel mig vita ýmislegt um þessa mynd og sérstaklega tvo einstaklinga á henni. Saman, sundur og sssaaaammaaannnn....
    Hvað varðar hnífinn þá veistu vonandi að það á alltaf að borga fyrir bitjárn svo ekki hljótist vandræði af. Ekki skerist á vináttubönd nú, eða fingur!!!
    Borgaðu Jóhanni 10 krónur, eða svo, fyrir hnífinn góða og sjáðu svo til.
    Takk fyrir helgargestinn. Ég hélt að hún hefði verið sett í Kornsárbann eftir að hún vann Kubbinn forðum :)
    Kveðja úr sveitinni
    Þórunn

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:35 e.h.  

  • @Þórunn - það vantar ekki uppá að þú hafir ráð á reiðum höndum :) ég greiði Jóhanni við fyrsta tækifæri og þá hlýtur að létta á þessari bölvun. Takk fyrir stelpuna :) hún veit sko ekkert skemmtilegra en að heimsækja sveitina svo það er algjör skandall að hafa ekkert leyft henni að koma aftur fyrr :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:50 e.h.  

  • Ég fékk samtals 3 hnífa að gjöf frá bróðir og mágkonu um daginn. Borgaði 10 kr. við afhendingu. Það liðu 5 mínútur og þá var ég búin að skera mig á 2. puttum. Held að þetta sé frekar fljótfærni og dass af klaufaskap sem fylgir okkur frænkum. ;)

    By Blogger Linda Hlín, at 1:31 e.h.  

  • @Linda - ahahaha .. æi það er ekki hlæjandi að þessu en sennilega er þetta alveg hárrétt hjá þér, bara kunnum ekki að fara með hnífa :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 4:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home