Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, nóvember 06, 2006

DAGURINN Í DAG .!.

Jemundur Jósafatsson hvað ég hlakka til miðvikudagsins :-D Fyrsta utanlandsferðin okkar Jonna er alveg að bresta á. Karlinn í sambandinu hefur ekki farið út í tæp 10 ár en aðeins öðruvísi farið með konuna hans því hún hefur á síðustu 9 árum farið um tuttugu sinnum, þannig að ef ég fæ einhverju ráðið þá er þetta fyrsta af mörgum hjá okkur :)

Ég er mest svekkt út í sjálfa mig að hafa ekki uppgötvað hvað mér finnst gaman að skoða heiminn fyrr en ég flutti til Danmerkur. Þótt ég hafi jú eflaust lært eitthvað á að hafa farið í samband 16. ára þá er það sennilega það sem ég myndi helst vilja breyta ef ég mætti einhverju breyta um fortíðina því það hefði verið svo nægur tími fyrir það síðar. Vildi að ég hefði frekar tekið þá stefnu að gerast au-pair eða eitthvað slíkt, þannig að þið ungmeyjar, verið ekkert að flýta ykkur að binda ykkur .!. þótt eflaust séu pottþétt margir sem sjá alls ekki eftir því.

Kíkti í borgina á laugardaginn. Við Hallbjörg fórum með okkar ástkæra í Borgarnes og fórum svo þaðan með Siffu mömmu hennar Hallbjargar og afa hennar í bæinn. Endurheimtum svo karlpeninginn okkar hálfum sólarhring síðar. Sú stutta átti góðan tíma með mömmu sinni á sunnudeginum en við Jonni tókum Bónus og Ikea rúnt. Erum alltaf í einhverjum pælingum með íbúðina okkar. Alveg 225 m langur listi yfir hvað okkur langar að gera. Við erum samt alveg á sínhvorum endanum hvað varðar framkvæmdir - ég er þessi "skynsemistýpa" - sem þarf alltaf að hugsa allt í helst nokkra mánuði en Jonni vill gera alla hluti helst í gær þannig að það er passlegt að mætast á miðri leið ;) Allavega næsta mál á dagskrá er að klára tómstundaherbergið okkar og svo eru einhverjir baðherbergisdraumar að brjótast um í okkur hvenær sem það svo verður :)

Fannst svo ótrúlega krúttlegt að koma heim um daginn og sjá manninn minn standa úrvinda inní svefnherberginu okkar í þvílíku breytingunum án þess að segja mér hvað stæði til og enginn smá munur eftir að hann hafði farið þarna hamförum.

En jæja, enga væmni hér.
Nóg í dag.

9 Comments:

  • Ahhh... soldill munur á ykkur skötuhjúum varðandi útlandsþrá :)

    Skemmtið ykkur geggjað vel, ég get ekki beðið eftir USA eftir 3 daga vííí.. ;) útlandaþrá - það held ég! eða bara aðeins að losna frá vinnu, þetta virðist vera eini sénsinn til að fá frí er að yfirgefa landið ;) heh..

    Again.. hafið það ótrúlega gott úti og vá hvað ég er sammála með bindingamálin ég hefði klárlega farið öðruvísi að öllu en svona er þetta, ekki að maður sjái eftir þessu... ég hefði farið öðruvísi að..!!

    Fórstu í nýja IKEA.. kræst ég bý hérna og hef ekki enn farið!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:39 f.h.  

  • Góða skemmtun í útlandinu öfunda ykkur svo. Væri svo til í að vera far eitthvað út og geta keypt einhverja jólagjafir:O) Jóln eru víst á næsta leyti er mér sagt. En enn og aftur skemtið ykkur vel úti:O)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:11 e.h.  

  • Já það verður svo ljúft og gaman hjá ykkur úti :-) Skemmtið ykkur endalaust vel!
    Mikið skil ég þetta með að vilja breyta í kringum sig, væri alveg til í að hægt væri að leigja húsgögn og innréttingar og geta skipt út með reglulegu millibili!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:36 f.h.  

  • Skemmtið ykkur rosalega vel og njótið þess að vera í fríi. Ég hlakka líka til að fara til danmerkur um jólin...gaman gaman. Bið að heilsa Margréti vinkonu minni og co í stróra flotta húsinu niðri í bæ. Það er reyndar stundum erfitt að komast inn til hennar, það eru jú einhverjir gaurur alltaf þarna fyrir utan með risa svarta hatta og þykjast passa hana... skil þetta ekki ;)
    En skemmtið ykkur vel :-D
    Kveðja Linda María

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:25 f.h.  

  • Góða ferð elskurnar mínar og verið dugleg með bjórinn. Segðu Jonna að finna neftóbak handa mér :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:15 f.h.  

  • @Thelma - hehe, held reyndar að hann hefði alveg verið til í að fara aftur en kannski ekki alveg haft tök á :) Góða skemmtun í USA, muna svo bara að versla frá sér allt vit, það er nefnilega eina vitið, og vá hvað ég er sammála þér þetta með fríið. Drífðu þig nú í Ikea en ekki samt fara nema þú tímir að eyða því maður freistast alltaf í eitthvað ;)

    @Elva Dröfn - takk kærlega :) Við ætlum einmitt að reyna að klára jólagjafapakkann sem mest þarna. Það verður víst nóg annað að gera í desember.

    @Helga - æi já það verður sko ljúft :) smá sárabót fyrir Danmerkurferðina sem ég missti af í sumar ;)

    @Linda María - ég segi þeim bara að ég þekki þig og þá verða þeir ekki með neitt múður ;) Heyrumst svo aftur fljótlega. Ég er ennþá rasandi yfir þessu símameti mínu um daginn, það sem við gátum blaðrað lengi, úff, greinilega þurfum að heyrast oftar :)

    @Arnar - takk fyrir það karlinn minn :) Ég efast ekki um að bjórinn verði ósnertur, allavega mun Jonni standa sig í honum .!. Sjáum til með konuna hans. Varðandi neftóbakið, hef rekið mig á að það er miklu betra að finna það í Svíþjóð ;) en annars þarf ég ekki að hafa nokkrar áhyggjur af að komast með slíkan varning í gegnum tollinn því dótið mitt er alltaf tekið og grandskoðað því ég er svo krimmaleg sjáðu til...

    By Blogger Hugrún Sif, at 12:55 e.h.  

  • Skemmtið ykkur vel.
    kv. Halla

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:38 e.h.  

  • @Halla - takk Halla mín :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:58 f.h.  

  • ég er farin að bíða eftir næstu færslu..... ég er orðin háð þeim :-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home