Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Eintóm gleði og hamingja

Þá er maður orðin 25. ára og var það bara hin minnsta gleði miðað við ástandið á mér þann daginn.

Ætlaði náttúrulega að vera ógurlega sterk og vera EKKI VEIK þennan dag þannig að ég hundsaði öll líkamleg einkenni um að halda mér heima þann daginn. Til að gera langa sögu stutta lifði ég af tvær kennslustundir og í þeirri þriðju sagði drengur í 4. bekk

,,Hugrún mín - þegar maður er lasinn, er þá ekki bara best að maður sé heima"

... og þetta hljómaði svo innilega þroskað og rétt hjá honum að ég gat ekki annað en sagt með skömmustusvip JÚ og þau eins og ljós og lofuðu að bjarga sér og vera góð á meðan ég fyndi einhvern til að leysa mig af hólmi. Þannig að ég dreif mig heim með samviskubit því á leið minni út úr skólanum fékk ég fregnir um að í 10. bekk biði mín kaka !! Þau voru reyndar búin að hóta því en mér datt nú ekki í hug að af því yrði.

Þannig fór fyrri parturinn.

Seinni parturinn var lítið skemmtilegri því ég fór á Blönduós í rannsókn, reyndar fékk alveg fínustu ummönnun hjá fyrrverandi starfssystrum mínum :) en engin niðurstaða fékkst á málið þannig að ég fór bara heim aftur og æi manni finnst maður bara vera aumingi þegar ekkert skýrist.

Þegar heim kom náði ég loksins að festa smá blund, enda búin að vaka nánast alla nóttina og vaknaði svo við að mamma og Helga komu. Þær náðu sko að létta mér lífið en þegar þær kvöddu var planið að Jonni eldaði fyrir mig en ég var ekki hressari en það að ég bað hann að fresta matnum sökum lystarleysis og kornflex það eina sem ég gat hugsað mér það kvöldið.

Svo fékk ég tengdaforeldra mína og Ellen í heimsókn og toppaði daginn endanlega. Mér nefnilega tókst að festa mig, já FESTA MIG í orðsins fyllstu því ég fékk þennan líka fína krampa í vöðva sem ég veit nú bara ekkert hvað heitir og gat mig hvergi hreyft. Þetta varð alls herjar panik því löppin varð að vera í ákveðinni hæð og ég gat hvorki sest né staðið upp og lá þarna bara eins og fífl, í hláturskasti því þetta var dáldið fyndið eftir allt sem á undan var gengið, en um leið titrandi og skjálfandi með kökkin í hálsinum því mér var nú hreint alls ekki sama. Upp hófst mikil tilraunastarfsemi og handapat að koma mér á lappir og eftir smá garg og tilfæringar tókst þeim mæðginum að hafa mig á loft. Jesús hvað ég skammaðist mín samt.

Dagurinn í dag er nokkurn veginn svona. Leiðist – leiðist meira – leiðist ennþá meira – æli kornflexi – skráði mig á organistanámskeið sem verður sennilega highlight of the day!!

Jebb alveg einstaklega jákvæð og skemmtileg í dag, eða þannig.
Kveð að sinni.

5 Comments:

  • Djöfull er að vita þetta Hugrún mín! Ertu nokkuð að liggja banaleguna? Sendi volga batastrauma héðan úr Kópavogi, þar sem er bæði gott að búa og vinna :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:43 e.h.  

  • @Arnar - tjah, enginn veit sína ævina fyrr en öll er svo ég tali nú af alvöru. En takk fyrir batastraumana og jáh ég bara tek í sama streng með Kópavoginn þótt Bibbi sé ekki á sama máli og við, hehe. Bjó nú þarna í þrjú ár og vann í smá tíma og ég held mér hafi ekkert orðið neitt rosalega meint af :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 7:01 e.h.  

  • Gott að geta glatt þig aðeins í þessum veikindum ;-) En ert þú sem sagt búin að ná tækni við að festa þig í fleiru en snjóskóflum!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:11 e.h.  

  • @Helga - ahahahahah snillingur, ég var ekki búin að sjá þetta í þessu ljósi :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 3:13 e.h.  

  • Til hamingju með afmælið krútta (",)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:46 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home