Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

JÓAKIM AÐALÖND ;)

Vissuð þið að það tæki mig og Jonna 24 ár og 1 mánuð
að safna 10 milljónum miðað við núverandi sparnað, en það magnaðasta er að dæmið liti svona út:

Áunnir vextir: 7.028.754 kr.
Okkur framlag: 2.990.000 kr.

Bara að deila þessu með ykkur í gúrkutíð bloggskrifa minna því ég er á þessu reglulega skeiði sem ég bara hef nákvæmlega EKKERT að segja .!.

Kærastinn minn, úff hvað þetta hljómar 16. ára legt, semsagt maðurinn en samt ekki þar sem við erum ekki gift, en allavega Jonni gerði góðlátlegt grín að mér um daginn því ég á svona töfraskáp - því alltaf þegar eitthvað stendur til, afmæli eða eitthvað slíkt þarf aldrei að stússast í að kaupa gjöf því ég luma alltaf á einhverju inní skápnum góða.

Þetta kalla ég nú bara fyrirhyggjusemi ;) og eitthvað svona Þórunnar frænku legt.

Góða helgi .!.

5 Comments:

  • Takk fyrir síðast.
    Vonandi hafa laufabrauðskökurnar komist heilar til Skagastrandar:)
    Það er ekkert annað en gott um það að eiga töfraskáp. Það kemur sér oft vel og ekkert til að grínast með.
    Kveðja úr sveitinni.
    Þórunn

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:46 e.h.  

  • @Þórunn - takk sömuleiðis :) Kökurnar komust heilar heim en ég ætla ekki að segja þér hvað þær eru að gera mér lífið leitt því ég þarf að horfa á þær hvern einasta dag girndar augum og beita sjálfa mig valdi til að stelast ekki í þær. Það er svona að eiga ekki búr :) Held ég setji þær fljótlega í pössun fram að jólum, þetta er að gera mig brjálaða :-D

    OG JÁ

    það ætti hver manneskja að sjá að þetta er auðvitað ekki fyndið bara vottur um gáfur ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 7:10 e.h.  

  • hehe...
    ég var að hugsa þegar ég var að lesa þetta hvað þetta væri mömmulegt...
    Svanhildur

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:55 e.h.  

  • @Svanhildur - hélt það ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 5:34 e.h.  

  • Mér datt nú líka Þórunn í hug um leið og þú fórst að tala um töfraskápinn. En ég á þetta til líka, enda fékk ég smá uppeldi hjá Þórunni:-)
    kv
    Elfa

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:44 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home