Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

MIÐVIKUDAGUR .!.

Hamingjan er þvílík að vera loksins komin út á meðal fólks aftur .!. ;)

Í tilefni dagsins kíkti ég á hana Þórdísi eftir allt allt of langt heimsóknarhlé og var stelpan svo ofvirk að ég fékk þetta þvílíka samviskubit yfir ýmsum ókláruðum hlutum heima hjá mér en um leið vítamínsprautu þannig að þegar Jonni skreið hundþreyttur inn um dyrnar sagði ég honum að hafa til málningu og tilheyrandi því við værum að fara að mála.

.... ok skipaði honum kannski ekki alveg en gaf afar skýr skilaboð um að þetta þyldi enga bið. Alls óvíst að ég kæmist aftur í svona stuð á næstunni ;)

Sú stutta er tekin við af mér því hún var með magapest á mánudag en hin allra hressasta í gær og dag en í kvöld byrjaði fjörið aftur, bara margfalt verra en fyrr í vikunni. Æi eins og manni líður hryllilega þegar manni er óglatt og er eins og lítið barn sjálfur þá finnst manni full mikið lagt á lítinn kropp. Vona að þetta verði bara nóttin í nótt hjá henni og svo búið.

En jæja, margt að gerast á stóru heimili.
Nóg í kvöld.

6 Comments:

  • Hva, er einhver ólétta í gangi ?

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:50 f.h.  

  • @Hugrún Sif - ahahaha hjá Hallbjörgu þá eða? :-D Það væri það! P.S. Hér kommentum við undir nafni ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 8:51 f.h.  

  • Hva á að fara að mála yfir fallegu mállinguna mína hehe, annars sjáumst í jólafríinu mínu

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:55 e.h.  

  • @Peta - uuuuuuu, hehe, smá svona að lappa upp á stærstu sunnudagana ;) Annars þarftu að fara að kíkja á íbúðina þína um jólin. Alltaf eitthvað að breyta henni :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 3:01 e.h.  

  • svo bara
    ná sér upp úr pestinni
    koma suður
    og djamma með okkur stelpunum

    By Blogger **********, at 3:45 e.h.  

  • @Erla - újé ;) Nú erum við farnar að tala saman!!!!! Sjæse hvað það verður gaman að fara með þér, júbbs og stelpunum líka, á skrall eftir allan þennan tíma.

    By Blogger Hugrún Sif, at 4:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home