Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Þriðjudagur til þrautar

Jæja síðustu stundirnar í tölunni 24 virðast ætla að verða eftirminnilegar fyrir leiðindi því akkúrat í þessum rituðu orðum kl.09:07 ligg ég uppí rúmi með makkarann í fanginu, leiðist heil ósköp og vorkenni mér ægilega því ég er bara lasarus núna. Maginn gjörsamlega í hönk og ég sem ætlaði að gera svo ægilega mikið í dag, já eða allavega smá. Hafði hugsað mér að skella í 2-3 kökur eða svo - svona ef einhverjir skyldu slæðast í heimsókn á morgun en já, það verður bara að koma í ljós hvort heilsan mun bjóða uppá rjómakökur og rúsínur eða bara vatn og brauð. Heilsunni SKAL ég allavega ná fyrir morgundaginn.

Skrifaði mjög samviskusamlega helgarblogg eftir síðustu helgi en þegar ég las það í gegn var það ekki birtingarhæft sökum þess hve ég kom færslunni frá mér á drepleiðinlegan hátt. Var næstum sjálf sofnuð þegar ég las hana yfir. Þannig að hún verður bara áfram vistuð sem draft.

Bið að heilsa ykkur .!.

17 Comments:

  • Æi skvísa ertu lazarus.....ikke god, vonandi jafnar þú þig fyrir morgundaginn :-/

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:27 f.h.  

  • @Binni - bwahahahahahaha .... já shit OMG ég hefði betur sagt makkann í fanginu því þetta lítur ekki vel út fyrir okkur tvö, já eða mig, jú eða þig.

    By Blogger Hugrún Sif, at 3:18 e.h.  

  • Það er búið að redda rjúpunum.. :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:19 e.h.  

  • @Þórður - bwaaaaaaaahhhhhh ertu ekki að grínast. Ef ég væri ekki lasin núna myndi ég koma hlaupandi inná Blönduós og knúsa þig svoleiðis í bak og fyrir. Nú ert þú gaurinn sem bjargaði jólunum hvað hann nú hét aftur þarna í myndinni. En þúsund milljón þakkir þú ert algjör snillingur. Sjáumst á laugadaginn :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 7:08 e.h.  

  • Elsku Hugrún mín
    Vonandi batnar þér fljótlega ekki gaman að vera lasinn.
    knús úr Rvk

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:24 e.h.  

  • Til hamingju með daginn sætust ;-* Sé þig í dag!!!!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:42 f.h.  

  • Til lukku með daginn ;-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:41 f.h.  

  • Elsku sæta Hugrún mín! Til hamingju með stórafmælið og eigðu frábæran dag (vona að heilsan sé komin í lag). Kos, Jórunn

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:54 f.h.  

  • Hjartanlega til hamingju með daginn:O)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:32 e.h.  

  • Til hammó með ammó elsku sæta skvísí færnka mín ;) Knúsa þig í tætlur þegar ég kem heim :D
    Kv. Kristín í Lúxinu :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:28 e.h.  

  • @Halla - takk Halla mín og takk kærlega fyrir afmæliskveðjuna. Ágætt að geta smá brosað í gegnum veikindin .!. :)

    @Helga - takk, og ástarþakkir fyrir komina og gjöfina. Hún var alveg að slá í gegn :)

    @Gummi - takk Gummi minn :)

    @Jórunn - tusind tak, segja þeir það ekki líka á norsku :) svo langar mig nú að fara að sjá framan í þig stelpa!!!

    @Elva Dröfn - takk takk takk ;)

    @Kristín - hlakka til að knúsa þig í ræmur þegar þú kemur heim. Vona að þú hafir átt góða daga með Evu og Marsibil :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 8:49 e.h.  

  • Til hamingju með afmælið "litla" frænka. Það er alveg ótrúlegt að það séu orðin 25 ár síðan litla lukkutröllið með rauða hárbrúskinn ákvað loksins að fæðast.
    Reyndu nú að láta þér batna sem fyrst.
    Kveðja úr sveitinni.
    Þórunn

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:28 e.h.  

  • Hæ pæ!

    Til hamiongju með afmælið.
    Kveðja frá Nr. 1

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:23 e.h.  

  • Jamm, ætti bara að skella mér á Skagaströnd í jólafríinu. Gæti slegið tvær flugur í einu höggi og hitt á Sigrúnu í leiðinni :o) Verst hvað stoppið verður stutt á Norðurlandinu í þetta skiptið.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:49 f.h.  

  • Láttu þér batna skvísa ;) Sendi hugarorku til þín... Og what síðan hvenær eru bloggin þín leiðinleg að þú sofnar yfir að lesa þau yfir - þú ert greinilega veik!!!

    Knúskv.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:57 e.h.  

  • & of course til hammó sæta essó harðstjórinn minn ;*

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:58 e.h.  

  • @Þórunn - takk frænka mín :) já og hvað varð um rauða hárið segi ég nú bara, hehe. Sjáumst sem fyrst, það líður varla sá dagur að sú stutta spurji ekki hvenær hún fái eiginlega að fara í sveitinia því Harpa sé svo góð vinkona hennar.

    @Vigga - takk takk :)

    @Jórunn - hey, nú verðurðu bara að koma :) þú ert búin að freista okkar Sigrúnar og allt of langt síðan þú hefur komið!! Skora hér með á þig.

    @Thelma - Thanks Thelma mín, eins og staðan er núna er ég víst ekkert á leiðinni út, þannig að ég þigg hugarorkuna með þökkum og takk fyrir afmæliskveðjuna OOGGG úje gömlu góðu essó stundirnar. Engin sem höndlaði harðstjóra Hugrúnu jafn vel og þú og Finnzi þinn;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 1:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home