Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

ósköp tíðindalítið...

Jæja nú er yngsti fjölskyldumeðlimurinn orðin lasin .!. :(
Henni reyndar líkar það ekkert svo illa, trúði mér fyrir því áðan að það væri fínt að vera veik og ætlaði bara að vera það áfram fyrst hún þyrfti ekki að fara til læknis því hún fengi að horfa eins mikið á video og hún vill - þannig að ég held hún sé nú að hressast :)
.... og þar sem ég hef lítið annað að tala um en veikindi ætla ég bara að segja ykkur smá brot úr ferðasögu sem átti sér stað árið 2004.....
Þá var ég að ferðast sem undirleikari með unglingakór einum. Við gistum við nokkra kosti og á einum staðnum vorum við í hótelherbergjum og ég sett í herbergi með fararstjórunum en inní herberginu voru tvær kojur, sem mér fannst fínt .!. Hugsaði mér gott til glóðarinnar að þurfa ekki að sofna við einhver galsalæti í stelpunum því ég var gjörsamlega búin á því eftir daginn.
Svo kom að því að fara að sofa og það einhver mesta hamingjustund lífs míns að fá að tylla hausnum á koddann því ég var svoooooooo þreytt. Nema hvað, ég varð fyrir því óláni að það voru fleiri þreyttir en ég
Konan í næstu koju náði að sofna á undan mér....

Nú voru góð ráð dýr því hún hraut svo hryllilega hátt og hrotur er eitt af því sem ég get bara alls ekki sofið við undir nokkrum einustu kringumstæðum. Fyrst leið ein klukkustund og svo önnur og svo kom sú þriðja og ég alltaf þreyttari og þreyttari og langaði mest að grenja því ég þráði það eitt að fá að sofa. Búin að reyna að sofna með puttana í eyrunum og setja koddann ofaná hausinn á mér og reyna að sofna undir sæng og ég veit ekki hvað ég reyndi ekki uns ég sá mér ekki annan kost en að reyna að gera eitthvað við konuna.
Þar sem ég þekkti hana svo gott sem ekki neitt þorði ég ekkert að fara harkalega að henni og rétt svona kitla hana í von um að hún snúi sér en allt kom fyrir ekki. Eftir smá tilraunastarfsemi og alveg með tárin í augunum og búin að reyna að stynja líka uppí rúmi og sparka löppunum niður og í hluti í þeirri von um að hún vaknaði sá ég ekki marga kosti í viðbót.
Ég ákvað að flýja vettvang. Ætlaði mér að banka á einhverju herbergi, setja upp hvolpasvit og biðja um að ég yrði hýst þannig að ég stóð upp með sængina mína og koddann, lokaði millihurðinni, en sé þá klósettdyrnar og fékk nýja hugmynd!!

Ég fór inná klósett og lokaði líka þar og lagðist þar með mitt hafurhask og sofnaði á sekúndunni eins og ungabarn. Síðan veit ég ekki af mér og sef bara værum blundi þangað til að klósetthurðin allt í einu opnast og ljósið kveiknar og er þá ekki hrotukonan mætt. Ég hrekk svona hryllilega við og án gríns hendist uppí loft og lendi jafnfætis og rek upp þetta skaðræðis öskur sem varð ekki bara til þess að herbergisfélagar mínir ALLIR vöknuðu heldur líka nágrannarnir og áttu þeir stutt spjall sem var víst nokkurn veginn svona.
"Ji, það hefur einhver oltið niður úr kojunni"
Ég svaf ekki meira þá nóttina og í morgunmat daginn eftir heyri ég þessa rosalegu sögu um að einhver hafi dottið niður úr kojunni sinni um nóttina. ÉG náttúrulega þorði ekki að segja eitt einasta orð um þetta því ekki gat ég farið að segja öllum að konan hafi hrotið svona hræðilega en ekki ætlaði ég að upplifa aðra svona nótt svo ég trúði nágrönnum sem höfðu vaknað um nóttina fyrir þessum hrakningum mínum og fékk að gista hjá þeim en gaf fyrrverandi herbergisfélögum mínum engar frekari skýringar.

... svo þær halda eflaust að ég sé eitthvað skrítin .!.

3 Comments:

  • Snilldarsaga:O) Sé þig alveg fyrir mér sofandi á gólfinu. En er alveg sammála þér með hroturnar, ég get ekki heldur sofanað þegar einhver er hrjótandi hliðina á mér:O(

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:40 e.h.  

  • hehe þetta er nátturlega bara snilld.....

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:29 f.h.  

  • @Elva Dröfn - þetta er það mest óþolandi í heimi og ég get guðs svarið að ég myndi setja þetta fyrir mig hvað varðar val á mannsefni ....

    @Helga - mér fannst þetta sko ekki hætishót fyndið þá!!! Er fyrst núna að sjá húmorinn í þessu.

    By Blogger Hugrún Sif, at 5:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home