Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, nóvember 13, 2006

VETRARFRÍ

... Ferðin okkar til Danmerkur var fullkomin ...


Þessi ferð verður án efa falleg minning hjá mér og ástinni minni sem var besti ferðafélagi EVER. Svo ég stikli á mjög stóru þá fórum við saman uppí skóla á salsa æfingu hjá gömlu hljómsveitinni minni og svo hittir maður auðvitað alltaf einhverja óvænt sem maður þekkir svona til að minna mann á hvað Köben er mikil Íslendingaflóra. Í þessari ferð var það Óli Tómas. Gengum óhemju mikið og borðuðum endalaust af góðum mat. Dýrin standa alltaf fyrir sínu og búðirnar fengu aðeins að finna fyrir okkur.


Gerðum góðverk - það verður svona okkar Jonna á milli bara :) Við vorum allavega voðalega ánægð með okkur .!.


En alvara lífsins er tekin við á ný, svo mikið er víst.


Morgunninn byrjaði ekki skemmtilega. Vitlaust veður og ég veit ekki hvort ég er svona mikil hæna en það er allavega ekki fyrir mig að sitja út á vegi og komast hvorki aftur á bak né áfram og vita það eitt að maður er á veginum en hafa enga hugmynd um hvort maður er búin með einn tíunda af leiðinni eða hálfnaður. Ofan á allt saman illa sofin eftir að hafa vakað meira og minna alla nóttina af kvíða fyrir keyrslunni og vindinum sem buldi á rúðunni. Komst fyrir rest - klukkustund eftir að ég lagði af stað og til að bæta gráu ofan á svart með nagandi samviskubit yfir að vera of sein til vinnu og 13. NÓVEMBER. Jahá, fjörið er semsagt bara rétt að byrja.


Atburðir síðustu viku hafa líka orðið til mikilla vangaveltna. Það er svo afskaplega óréttlátt að hugsa til þess að það sé virkilega einhver tilgangur með að binda endi á líf ungs fólks og enn eina ferðina fær maður bankið á bakið um að muna að vera þakklátur fyrir þá ástvini sem maður á og gleyma ekki að segja þeim frá því hve mikils virði þeir eru manni því enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér.


Að lokum góðar fréttir :) Loksins rofaði til í rjúpnamálum enda mín orðin ansi stressuð og eiginlega orðin það svartsýn að ég var farin pressa á minn mann með hvað við ættum að elda á gamlársdag fyrst við þyrftum að hafa hamborgarahrygg á aðfangadag. En eins rólegur og hann er þá sagði hann bara "Hugrún mín, við fáum rjúpur" og jú svo virðist ætla að verða raunin. Ætla samt að spara fagnaðarlætin fyrr en ég sé fuglana með eigin augum ;)

6 Comments:

  • Frábært að ferðin heppnaðist svona vel :-) Og alltaf gott að gera góðverk. Fyndið að þú skulir hafa rekist á Óla Tómas en það rifjar upp þegar við rákumst á Önnu Dögg og Sunnu á Portúgal þegar þær voru að vinna þar....bara fyndið. Vonandi kemstu annað kvöld :-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:17 f.h.  

  • hvað voruð þið að þvælast í Portúgal...

    ég vona nú að færðin væri ekki alltaf svona í vetur

    By Blogger **********, at 2:25 e.h.  

  • Svo hjartanlega sammála þér með að rjúpur eru möst á aðfangadagskvöld. Kos og klemmer!

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:47 e.h.  

  • @Helga - hehe ég var alveg búin að gleyma því :) Allt of lítill heimur. Annað kvöld er því miður úti :/

    @Erla - hvað annað en kórast ;) ég er orðin ansi hrædd um að veðrið muni bara láta svona, buhuhuuuuuuuuu!

    @Jórunn - þetta er algjört trúarbragð hjá þeim sem hafa alist upp því þetta en hinum finnst þetta mesti óþverri. Eiginlega enginn millivegur á þessu hjá fólki :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 5:19 e.h.  

  • Það eru engin jól á rjúpna það er bara þannig:O)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:03 e.h.  

  • @Elfa - gæti ekki verið meira sammála þessu :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home