10 dagar til jóla
Eftir akkúrat 10 daga um þetta leyti verðum við fjölskyldan í messu og svo förum við heim í besta matinn í öllum heiminum. TAKK ÞÓRÐUR enn og aftur. Eftir það auðvitað uppvaskið og svo kom að fyrsta ósamkomulags atriðinu en ég lét í minni pokann :) Auðvitað, ég er náttúrulega ekkert þrjósk, humm - ha, skil ekki að Jonni hafi unnið. En allavega eftir uppvask opnum við jólakortin og svo kemur að eftirréttinum heimalöguðum toblerone ís með heitri marssósu, damn hvað ég fékk vatn í munninn og kíkjum á hvað leynist undir trénu okkar. Ég er orðin voðalega spennt að upplifa jól með litlu barni, þótt Hallbjörg sé nú varla lítil, hún er orðin svo stór og þroskuð eitthvað. En það var allavega síðast þegar Heimir bróðir bráðum tvítugur, ÚFF, var krakkagemlingur. Þá var ég sterkari og stærri en hann en nú er ég bara sterkari. EÐA EKKI. Ég veit að hann fór að æfa lyftingar bara til geta ráðið við mig. Æi mér þykir svo ofurvænt um hann eitthvað.
5 Comments:
Vá Heimir að verða tvítugur!! Vá núna eru bara 9 dagar til jóla.... þetta er svo yndislegt ;-)
By Nafnlaus, at 11:01 f.h.
NEI!!!! ertu ekki að grínast.. lukkunarpamfíllinn þinn, jólin mín eru alrei söm núna þar sem enginn í minni fjölskyldu fer á fjöll lengur :( Grenj og mikil öfund á þessum bænum!!! Hafið það sem allra best dúllan mín og Gleðileg jól :D
By Nafnlaus, at 9:47 e.h.
@Helga - jamm fer að verða löglegur í Ríkið ;)
@Anna Dögg - Gleðileg jól Anna mín og hafðu það gott í faðmi fjölskyldunnar :)
By Hugrún Sif, at 10:40 e.h.
Hmmm... jól í janúar hjá þér... Ertu í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni? :)
By Nafnlaus, at 2:35 e.h.
@Arnar - svona svona ... sjáumst á morgun karl og ánægð að heyra af þessum óvænta liðsauka á gamlárs !! Nú er eins gott að Skaggar mæti :)
By Hugrún Sif, at 2:10 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home