Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, desember 13, 2006

11 dagar til jóla

Humm. Veit eiginlega ekkert hvað ég á að segja. Get ekki sagt neinar krassandi sögur þar sem ég er að mestu leyti innilokuð heima hjá mér þessa dagana nema jú ég lenti inná spítala fyrr í vikunni. Það væsti nú reyndar ekkert um mig þar. Var ein á stofu og fékk góðar heimsóknir og svona skemmtiatriði við og við. Þar var reglulega á ferð gömul kona sem uppgötvaði þarna nýjan sjúkling og gerði sér gönguferðir eftir ganginum til mín. Hún vildi alls ekkert við mig tala því í þetta eina skipti sem ég ætlaði að spjalla var hún fljót að láta sig hverfa. Þannig að ég var ekkert að reyna það aftur. Æi hún var bara krúttleg, kom og lagaði aðventuljósið í glugganum hjá mér, opnaði gluggann, fékk sér sæti á stólnum við hliðiná mér og lagaði til hitt rúmið á stofunni minni svo eitthvað sé nefnt. Kitlaði allavega fram mörg brosin hjá mér :)

Núna er ég bara hætt að vinna í bili þannig að ég hef það bara rólegt og undirbý jólin eftir því sem ég hef krafta til. Dagurinn í dag var sá besti í llllaaaaannnnngaaaannnn tíma og ég var svo hamingjusöm að eiga góðan dag að ég fékk bóndann til að viðra mig aðeins og fara með mig út að borða. Hann var næstum bara í sjokki að ég vildi komast út :) Missti reyndar af heimsókn frá góðum vinkonum fyrir vikið en ég vona að þær fyrirgefi mér þetta og geri aðra tilraun sem fyrst :)

En staðan er allavega svona núna. Einn dagur tekinn í einu og ég þakklát fyrir hvern dag sem gengur vel.

5 Comments:

  • Hæ pæ!

    Hafdu þad gott og láttu stjana í kring um þig :)
    kv. frá nr. 1

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:28 e.h.  

  • Æi...hræðilegt að heyra að þú hafir lent inn á sjúkrahúsi. Vonandi er það ekkert alvarlegt. Láttu þér nú batna Hugrún mín og hafðu það gott.
    knús og kossar
    Halla

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:39 e.h.  

  • @Vigga - takk fyrir það og já ég fæ sko fulla þjónustu :)

    @Halla - Það er allt í góðu Halla mín - engar áhyggur! Sjáumst vonandi í jólafríinu. Held það sé algjört must að við kíkjum saman þó ekki nema eina kaffihússferð :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 11:50 e.h.  

  • Já það væsti ekki um þig á sjúkrahúsinu þó svo að þetta hafi nú ekkert verið kannski skemmtilegt. Við eigum eftir að hlægja saman af þessu síðar.... sérstaklega atvikið þegar þú þurftir að fara að tappa af þér ;-)
    Já þú misstir af okkur í gær en við lofum að gera aðra tilraun fljótlega!! Hafðu það gott.... Annars var ég að spá hvort möguleiki væri að þú gætir kannski reddað myndavélinni?

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:11 f.h.  

  • @Helga - æi það var bara fyndið og svo þrjóskaðist ég ein í hin skiptin þrátt fyrir að vera boðin hjálp og gat bara svei mér þá hlegið af mér þarna með gamla fólkinu með næringuna í eftirdragi og alveg að flækja mig á verstu stundum. Maður verður að geta brosað að hrakförum sínum :) En já ef heilsa leyfir, kemur endanlega í ljós á morgun, þá fer ég og ekkert mál að redda vélinni.

    By Blogger Hugrún Sif, at 6:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home