Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, desember 07, 2006

Besta sálfræði EVER!!!

Eins og titillinn gefur til kynna þá er ein ákveðin desembersending á ári hverju sú sem tekur mig ALLTAF á sálfræðinni .!. Það eru þessi blessuðu jólakort og merkispjöld frá Rauða krossinum því mér dettur ekki til hugar að nota þetta án þess að greiða gíróseðilinn og því síður vil ég henda þessu í ruslið ónotað. Þetta hefur að sjálfsögðu í för með sér að Rauði krossinn fær alltaf sinn seðil greiddan ár hvert... Sniðugir þar.

Frekar sérstök stemning í stofunni minni í gær. Vorum ekki að nenna sjónvarpinu þannig að við sátum og hlustuðum á tónlist og lásum Húnavökuritin og sögðum svo hvoru öðru sögur sem komu upp í hugann við lesninguna. Held að það verði örugglega tekin fleiri svona kvöld. En vá - hversu gamall er maður orðinn !?

BLESS.

4 Comments:

  • Ég er nú ekki viss um að þessi sálfræði virki á alla ..en svona góðhjartað fólk eins og þig er nú allveg hægt að plata ;)
    Hlakka til að koma heim og kíkja á ykkur :D
    KV. úr Lúxlandinu :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:21 e.h.  

  • Þú ert auðvita orðin mikkkklu eldri en ég og mamma þín, og Valur líka!!
    En já, maður má vera ansi blankur ef maður...hvaða maður er þetta annars?....notar þessi jólakort og tímir ekki að BORGA FYRIR SIG.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:34 e.h.  

  • æji þið eruð svo miklar dúllur! Elska ykkur ;*

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:51 f.h.  

  • @Lúxgellan - Þú lofar að kíkja í heimsókn á Ströndina ;) En maður þarf nú samt ekkert að vera súper góðhjartaður til að falla fyrir þessu ;) Vittu til þegar þú færð svona sendingu .. hehe.

    @Forynjan - Ehemm!! Kannski Valur en ég læt vera með hitt sko. En já .. ég er allavega ekki nógu blönk til að láta sem ég sjái ekki gíróseðilinn :)

    @Jenný - það er gott að það sé eitthvað dúllulegt við þetta, ekki bara díses sorglega fólk :-D Get talað fyrir mig og alveg örugglega bróðir þinn líka - við elskum þig yndislegust!!! :-*

    By Blogger Hugrún Sif, at 2:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home