Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

laugardagur, desember 09, 2006

Kom mér í smá klanur

Æi ég breytti síðunni minni í eitthvað nýrra version og eftir það eru linkarnir ekki með íslenskum. Er eiginlega að vonast eftir að þetta lagist bara sjálfkrafa því ég hef víst ekki mikla þolinmæði í að reyna að laga þetta .... Sjáum til.

Alltaf styttist í jólin og mér finnst ég eiga eftir að gera svo mikið, ... einmitt og ekki spurja af hverju í andsk. ég sit þá og eyði tímanum í að blogga!? Það er víst þannig að þegar manni fallast hendur þá einmitt gerist ekki baun hjá manni. En sjáum til hvað setur í dag.

Erum reyndar nokkuð vel sett í jólagjafainnkaupunum en samt alveg hellingur eftir eins og Heimir bróðir, pabbi og Hildur, mamma, Linda, Svanhildur, Jenný og Elvar, amma og afi okkar beggja. Baaaahhhh þetta lítur verr út en mig minnti .!. Best að reyna að pakka nokkrum inn um helgina.

Ætlum að reyna að klára þetta dæmi alveg um næstu helgi, reyndar ekki seinna vænna en erum að öllum líkindum á leið Suður. Ég er voðalega spennt því ég fer að hitta SSVVVO margar stelpur sem ég hef ekki hitt lengi og alveg rosalega spennt að hitta þennan gamla hóp aftur :)

Jólakortin eru klár, já eða svona nokkurn veginn, á bara eftir að setja þau í umslög og skrifa utan á þau. Dáldið skrítið en gaman að að senda myndakort :) Já og fyrir þá sem eru í vafa því ég er víst skráð á Húnabraut 3 hjá póstinum þá bý ég á:

Ránarbraut 22
545 Skagaströnd

Laufabrauðið er klárt inní skáp og gerir mér lífið leitt í hvert skipti sem ég opna hann, njomm njomm, en lítið hefur farið fyrir bakstrinum .!. Ekki að það sé nokkur einasta afsökun en þessi bévítans ofn, arrrrrgggg. Set blástursofn á TO BUY listann.

9 Comments:

  • he he he... er sko búin að kaupa jólagjöfina þína... og búa til jólakortið þitt og allt... :D shit hvað ég er dugleg svona í miðjum prófum! ;)

    By Blogger Linda Hlín, at 2:28 e.h.  

  • Sæl, ég er óskar frændi og var bara að kíkja á síðuna þína, það var ansi gaman að hitta þig í haust þó stutt væri.

    Bið að heilsa

    By Blogger Óskar þór, at 2:47 f.h.  

  • @Linda - humm, ég verð bara forvitin ;) Vilt þú ekki bara segja mér núna hvað þig LANGAR í jólagjöf .!.

    @Óskar Þór - gaman að sjá innlit frá þér :) Hittum ykkur vonandi meira næst & aldrei að vita nema að við birtumst á Jótlandinu sem fyrst :) Skila kveðjunni .!.

    By Blogger Hugrún Sif, at 8:55 f.h.  

  • Nei ertu komin með bloggsíðu!! Ji hvað það verður gaman að fylgjast með þér;) En hver er þessi Nonni:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:50 e.h.  

  • @bloggari nr 1 - og þú ert????????????????

    By Blogger Hugrún Sif, at 8:59 e.h.  

  • blessuð! Þú ert sko ekki sú eina sem á eftir að kaupa fullt af jólagjöfum, ég á næstum allt eftir og er ansi róleg bara. Nógur tími...vonandi :-/. Heyrumst bráðum, jólaknús Linda María

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:25 e.h.  

  • @Linda María - tími hvað ??? :-D Mér finnst hann algjörlega vera að hlaupa frá mér .... en þetta reddast, eins og alltaf!! :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 1:51 e.h.  

  • Bara að kvitta fyrir mig kæra frænka!! Alltaf jafn gaman að lesa skrifin þín. Og..... til lukku :-) :-) Sjáumst vonandi fljótlega! Stóra frænka!

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:34 e.h.  

  • @Stóra frænka - Humm. ÉG á nú dáldið margar stórar frænkur :-D en held þetta sé nú kannski frænka í Mosfellsdalnum eða?

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home