Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Gott fólk

Annars ný komin heim úr vel heppnuðu "orlofi". Fórum saman til borgarinnar ég og karlinn á fimmtudagskvöldið, reyndar seinna á ferð en við ætluðum því JONNI GLEYMDI BASSANUM og við urðum að snúa við ;) Ég er greinilega ekki eini sauðurinn á heimilinu ...

Karlinum hent um borð í Herjólf og ég frjáls ferða minna í borginni. Átti góðan dag með Lindu og Svanhildi og ehemm aðeins verslað. Var fljót að finna afsakanir þegar ég sagði Jonna það ,,sko ég varð að kaupa brúna skó við brúna jakkann sem þú lést mig kaupa í Kolaportinu um daginn því annars get ég ekkert notað hann" og svona voru öll mín kaup afgreidd - með prýðilegum réttlætingum - og Jonni gat ekkert sagt :) Meira að segja verslaði smá óléttuföt :)

Kíkti á Karen á laugadaginn, allt of langt síðan, og átti með henni góðan dag og um kvöldið haldið í kveðjupartý því litla frænka, alveg 40 dögum yngri, hún ætlar að halda á vit ævintýranna til Danmerkur á miðvikudaginn.

Fleiri heimsóknir afrekaði ég ekki, og frekar ósátt við mig svona eftirá að hyggja því mig langaði á svo miklu fleiri staði en þeir staðir verða þá bara í forgang næst :( Endurheimti karlinn svo seint á sunnudag og fékk bara þreyttan karl með sjóriðu til baka.

Mánudagurinn var svo allur helgaður orgelleik - námskeið í Grensáskirkju. Ætla svo sem ekkert að þreyta ykkur meira með því, finnst sjálfsagt engum jafn spennandi og mér að ræða um sálma, messusvör og kirkjuathafnir :) Draumurinn er allavega sem stendur að fara í orgelnám síðar, en það er víst bara ein af þessum milljón hugdettum sem ég fæ og misjafnt hvað margar þeirra komast í framkvæmd.

Mont dagsins: Langar að óska litlu systur innilega til hamingju með árangurinn. Komst í 16 manna unglingalandsliðshópinn í handbolta og mun fara til Rúmeníu að keppa í mars.

Tilhlökkunarefni dagsins: Bíð spennt eftir að fara í reisu húnvetnskra kvenna :) Fannst minn maður bara sætastur þegar hann skipaði mér í orðsins fyllstu að skrá mig því hann væri sko ekki að spila allar helgar til að ég þyrfti að hanga heima.

... og að lokum minni ég á færsluna hér fyrir neðan og hvet ykkur til að kvitta því enn eiga fjölmargir eftir að uppljóstra sjálfan sig miðað við teljarann, ehemm :)

3 Comments:

  • Gott með þig að skella þér í orgelnám stelpa. Ég hefði nú alveg gaman af nánari upplýsingum : )
    Svo svo þetta með fatainnkaupin, þá er þett einmitt gott trix sem ég nota óspart.
    kv! Ardís

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:05 e.h.  

  • Já það er alltaf gaman að prófa enhvað nýtt eins og læra að glamra á enhvað tæki. Mér persónulega fynst þetta nýa fyrirbrigði sem kallast sinteshaesher algjört æði og hef ég heirt að menn séu að fara að nota þetta enhvað að ráði,,

    Nei nei smá grín hjá HARRY HÓLMSTER en allavega gott hjá þér..
    Knúsaðu nú kallin þinn frá mér sjáumst næstu helgi

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:21 e.h.  

  • @Ardís - tjah hugmyndin er allavega fædd og góð en hvort hún verður að veruleika. VONANDI. hehe þekkir Jónatan allar þessar afsaknir líka :)

    @Halldór Hólm - nauh hef aldrei séð þig hér í kommentkerfinu :) Bætast alltaf nýjir í hópinn. Spurning hvort þetta orðatiltæki þitt nái einhverri frægð og JÁ ÉG SKAL KNÚSA KARLINN OFT OG MIKIÐ.

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:04 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home